Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Býli: Krithóll. Staðsett í sveit: Krithóll er fyrsti bær í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ábúendur: Björn Ólafsson og Hrund Malín Þorgeirs- dóttir. Fjölskyldustærð: Ásamt okkur búa hér börnin okkar þrjú Bríet Lára (f. 2018), Ólafur Ari (f. 2021) og Arna Karítas (f. 2023). Við búum vel að því að hafa foreldra Björns á næsta bæ og elstu systur hans og fjölskyldu á neðri bænum. Mikill sam- gangur er á milli bæjanna. Hundurinn Nói hvílir sig á hlaðinu á milli þess sem hann hrellir póstinn og lætur hrafninn stríða sér. Gerð bús: Skógræktar- og sauðfjárjörð. Skógræktin er í sameiginlegri eigu Björns, systra hans og foreldra. Fjöldi búfjár: 350 kindur. Hvernig gengur hefð- bundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flest verk eru árstíðabundin. Sumrin fara í girðingavinnu og heyskap. Haustin fara í smalamennsku, slátrun og grisjun skógræktar. Veturinn fer í gegningar og tilhleypingar og vorin fara í sauðburð. Viðhald húsa og tækja allt árið um kring, að ógleymdu blessaða bókhaldinu. Hvernig sjáið þið bú- skapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum fyrir okkur að við verðum búin að auka um 100–150 fjár. Eftir 5 ár verður arfgerð stofnsins að fullu laus við áhættu og hlutlausa arfgerð. Afköst eftir hverja kind verða meiri, vinnu- aðstaða betri og endurgerð í fjárhúsum lokið. Nýting á skógræktinni (staurar, kurl, eldiviður o.fl.) verður aukin og 20–30 landnámshænur komnar á sinn stað. Ef allt gengur að óskum verða fjárhúsakettirnir orðnir 5 ára, en við erum að leita að goti um þessar mundir. Hugsanlega verðum við komin með aðra búgrein á þessum tíma en takmarkið er alltaf að verða sjálfbær og þurfa að vinna minna utan bús. Hvað er alltaf til í ís- skápnum? Mjólk, súrmjólk, skyr, egg og grænmetissósa. Hver er vinsælasti matur heimilisins? Snitsel af veturgömlu leggst vel í alla en sonur okkar borðar í raun ekkert með ánægju nema skyr. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Engir stór- viðburðir koma í hugann heldur allir litlu póstarnir: fyrsta burðarhjálp Hrundar, þegar Bríet Lára var nýfarin að ganga og gekk óhrædd garðana og lét kindurnar heyra það sem ætluðu í hana, þegar Ólafur Ari sá 280 hestafla Fent og varð algjörlega orðlaus og agndofa af aðdáun, þegar allt okkar besta fólk kemur til aðstoðar í sauðburð og svo í réttir og vinnur fram á nótt í að flokka með okkur. Allir litlu hlutirnir og samveran sem tilheyra hvers- dagsleikanum í sveit inni eru okkur minnis stæðir og gera lífið svo ljúft. Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Slettuskjótt (litaður Þingborgarlopi). Sokkaprjónar 5 mm, hringprjónar 5 mm, 40, og 60 sm langir, heklunál 4 mm, tölur eða rennilás. Prjónfesta:14 l og 21 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 sm Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Bolur:Fitjið upp 91-97-103-113 l á 40 sm hringprjón. Fitjaðar eru upp 2 aukalykkjur sem svo eru prjónaðar brugðnar upp að hálsmáli. Prjónað slétt uns bolur mælist 22-32 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd). Ermar:Fitjið upp 28-30-32-32 lykkjur á sokkaprjóna, prjónið slétt í hring 6-8 sm. Aukið út um 2 lykkjur, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umf). Endurtakið aukningu 3-3-4-4 x upp ermi, með u.þ.b. 4-5 umferðir á milli þar til 36-38-42-42 lykkjur eru á prjóninum. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 22-32 sm. Mælið handlegg og finnið út rétta ermalengd. Axlastykki:Sameinið nú bol og ermar á 60 sm hringprjóninn. Setjið 3-3-3-3 síðustu l og 2-2-3-3 fyrstu l af ermum á prjónanælu. Prj 20-22-23-25 l af bol að framan, prjónið fyrri ermina við 31-33-36-36 l, setjið næstu 5-5-6-6- l af bol á hjálparprjón eða nælu. Prjónið næstu 10-43-45-51 l af bol og setjið næstu 5-5-6-6- l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hina og að síðustu 20-22- 23-25 l af bol. Þá eru 143-153-163-173 l á prjóninum. Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar og að lokum sokkaprjóna. Þegar mynstri lýkur eru 58-62-66-70 l eftir á prjóninum. Fellið laust af. Gangið vel frá öllum endum og lykkið saman undir höndum. Listi: Saumið í vél með beinu þéttu spori og samlitum tvinna í brugðningu að framan sitt hvoru megin, sem næst slétta prjóninu. Gott er að sauma tvisvar hvoru megin. Klippið upp á milli saumanna. Snúið réttunni á peysunni að ykkur og byrjið að hekla neðst á hægra framstykki, 1 fl í aðra hverja lykkju með aðallit, hekla 2 fl á hornið þegar kemur að hálsmáli, 1 fl hekluð í fyrstu lykkju í hálsmáli, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, 1 fl í næstu lykkju, endurtaka út á hornið á vinstra framstykki, 2 fl á hornið, hekla eins niður að framan á vinstra framstykki, 2 fl á hornið að neðan, hekla áfram 1 fl, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, neðan á peysunni eins og gert var í hálsmáli, tengja saman með kl þegar hrignum er lokað. Hekla 1 ll og heklið síðan 1 fl í hverja fl frá fyrri umferð, hnappagöt eru gerð í þessari umferð þannig: hekla 1 ll og hoppa yfir 1 fl,eins mörg hnappagöt og óskað er, á hægra framstykki á stelpupeysu og vinstra framstykki á strákapeysu, hekla 1 fl, 1 ll, og fl um ll frá fyrri umferð í hálsmáli og að neðan, tengja saman með kl neðst á hægra framstykki, þriðja umferðin er eins og númer tvö nema þar sem eru hnappagöt eru heklaðiar 2 fl um ll frá fyrri umferð. Heklið eins framan á ermar. Einnig er hægt að hekla takka í hálsmál og að neðan í þriðju umferð, þá er heklað eins á framstykkjum, en í hálsmáli og að neðan heklaðir takkar þannig: 3 ll, 1 fl í þriðju ll frá nálinni, 1 fl um ll frá fyrri umferð. Slítið frá. Gangið frá endum og lykkjið saman undir höndum. Eins má setja rennilás á þessa peysu. heklaðar eru tvær umferðir af fastahekli án hnappagata. Hafið rennilásinn 2-3 sm styttri en boðungur mælist og mælið fyrir rennilásnum eftir þvott. Þræðið rennilásinn á boðungana og saumið svo annað hvort í höndum með þéttu spori eða í saumavél. Passið að mynstur standist á. Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið sem mest af vatni úr peysunni. Leggið peysuna á handklæði til þerris. Skýringar: sm= sentimetrar l= lykkjur/lykkja umf= umferð fl= fastalykkja ll= loftlykkja kl= keðjulykkja Krithóll BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Barnapeysan Smári Þingborg - X X X X - 35 - - 34 - X X X X X X - 33 - - 32 - X X X X - 31 - - 30 - - 29 - X X X X X X - 28 - - 27 - - 26 - X X X X X X - 25 - - 24 - - 23 - - 22 - - 21 - X X X X X X - 20 - - 19 - - 18 - - 17 - - 16 - - 15 - - 14 - - 13 - - 12 - - 11 - - 10 - - 9 - - 8 - - 7 - - 6 - - 5 - - 4 - - 3 - - 2 - - 1 Byrjun X Litur A Sleppa umferð í stærð 4 Litur B Sleppa umferð í stærð 2 X X Úrtaka, 2 lykkjur prjónaðar saman. Engin lykkja Endurtaka þennan hluta Stærðir 2 4 6 8 Yfirvídd í sm 62 68 72 78 Ermalengd í sm 24 28 32 35 Bolsídd í sm 22 25 30 32 Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í eitt bú þegar hann keypti af foreldrum sínum og ekkju föðurbróður síns árið 2016. Björn og Hrund kynntust sama ár og á þeirra fyrsta stefnumóti tilkynnti hann henni að hann ætlaði sér að búa í sveit. Hún tók þeim skilmálum vel, en 7 árum, nýju húsi og þremur börnum síðar búa þau saman á Krithóli, sem er sauðfjár- og skógræktarjörð í Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.