Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 STEINHELLA 4, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 837 7750 INFO@BILXTRA.IS kr425,000 KERRUR Á HAGSTÆÐUM VERÐUM! BILXTRA.IS kr950,000 kr,000 kr1,450,000 HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR YGGDRASILL CARBON yggcarbon@yggcarbon.com 555-0944 Áttu land sem hentar til skógræktar? Goðanes 16 • 603 Akureyri • Sími 5191800 • rafos@rafos.is Opið virka daga milli 08:00 – 16:00 RAFÓS r a f v e r k t a k a r / h e i m i l i s t æ k j a v i ð g e r ð i r RAFÓS Sími 519 1800 rafos@rafos.is Þjónustum allt landið - Verið velkomin Raflagnir - viðhald og nýlagnir Hleðslustöðvar fyrir rafbíla Uppsetning og sala Viðgerðir og sala á öllum gerðum heimilistækja Varmadælur - uppsetning og sala Þá voru ekki margar eignir í boði sem hentuðu okkur í Vesturbænum og enduðum þess vegna á nesinu. Þetta reyndist okkur algjört gæfuskref því við erum afar ánægð í húsinu okkar og eigum dásamlega nágranna. Seltjarnarnesið er hálfgerð sveit í borg sem er alveg yndislegt og sú stemning á vel við okkur. Ekki skemmir líka fyrir að mér tókst með einhverjum hætti að selja foreldrum mínum hugmyndina að flytja frá Hafnarfirðinum til okkar á nesið, en þau búa nú í um fimm mínútna göngufjarlægð frá okkur,“ segir Vala. Stórir og verðmætir sæsniglar sem borða þara Blaðamaður neyðist til að afhjúpa fákunnáttu sína og spyrja Völu hvað sæeyru eiginlega séu. „Sæeyru eru stór sæsnigill. Nafngiftin á íslensku er afar áhugaverð en sæeyru kallast abalone á ensku. Þetta eru ylsjávardýr sem þrífast best í heitu loftslagi, þau lifa á grýttu svæði þar sem mikið er af þara sem er þeirra helsta fæða. Sæeyru má finna við strendur Ástralíu, Nýja- Sjálands, Suður-Afríku, Norður- Ameríku og í Japan. Margar tegundir eru til af sæeyrum en við hjá Sæbýli leggjum áherslu á að rækta japanska afbrigðið er nefnist Ezo, sem er ein verðmætasta eldistegund heims. Sæeyru eru um það bil fimmfalt verðmætari afurð en eldislax,“ segir Vala. Dýrasti rétturinn á veitingastöðum Aðspurð um það hver sé helsti markaðurinn fyrir sæeyru segir Vala félagið stefna á erlenda markaði. „Þótt Íslendingar séu enn ekki kunnugir sæeyrum þykja þeir hið mesta hnossgæti úti í heimi, sérstaklega í Asíu. Þetta eru afar eftirsótt matvæli og það er mikil menningararfleifð í kringum sæeyrun í matargerð. Sæeyru eru alltaf dýrasti sushi-rétturinn á fínum sushi-veitingastöðum erlendis. Þá er sæeyrað borið fram hrátt í fallegri sæeyrnaskelinni. Við hyggjumst því flytja vöruna á erlenda markaði, þá helst N-Ameríku og Evrópu til að byrja með. Afurðir Sæbýlis eru seldar undir vörumerkinu Aurora Abalone,“ segir Vala. Metnaðarfullar áætlanir Sæbýli er eldisfyrirtæki sem hefur á síðastliðnum 15 árum þróað eigin klakstofn, tækni og framleiðsluaðferð við eldi á sæeyrum á Íslandi. Sæbýli er í eigu Ásgeirs Guðnasonar, stofnanda Sæbýlis, Eyris Invest og fleiri fjárfesta. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Pétursson, stofnandi Novo Food í Frakklandi og laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Vestfjörðum. „Þrautseig vinna stofnandans í að byggja upp klakstofn er í raun grunnurinn að því að Sæbýli geti vaxið. Það er tímafrekt ferli að þróa eldisdýrin en Ásgeir fór í fjölmargar ferðir til Japans til að fullkomna stofninn sem er í raun okkar verðmætasta og dýrmætasta eign. Á þessum sterka grunni sem Ásgeir hefur byggt ætlum að skrifa næstu kafla í sögu fyrirtækisins,“ segir Vala. „Við rekum klakstöð í Grindavík þar sem við erum að rækta upp ungviði en ætlum að byggja upp áframeldi í Auðlindagarði HS Orku. Sú staðsetning gerir okkur kleift að nýta græna raforku og varma á Reykjanesi. Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir uppbyggingu 200 tonna eldis sem verður svo mögulegt að fimmfalda á næstu 10 árum,“ bætir Vala við. „Af þessu má sjá að við erum með mjög metnaðarfullar áætlanir. Undanfarið höfum við verið að bæta við og styrkja teymið til að gera þessar áætlanir að veruleika. Í dag starfar fjölbreyttur og sterkur hópur fólks hjá Sæbýli, en alls erum við um ellefu manns. Ég er mjög stolt að vera orðin hluti af Sæbýlisteyminu og afskaplega spennt fyrir komandi tímum sem verða án efa mjög dýnamískir,“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. /ÞBA Við höfum því mikla möguleika á því sviði líka hér á landi.“ Stór nöfn úr geiranum Eins og fyrr segir er von á mörgum stórum nöfnum úr geiranum á Arctic Algae-ráðstefnuna. „Það er einstakur heiður fyrir okkur að Vincent Doumeizel, framkvæmda- stjóri þörungasviðs Sameinuðu þjóðanna, er einn af ræðumönnum og þátttakendum á ráðstefnunni,“ segir Sigurður. „Einnig hefur verið mikil áhersla á þörungaframleiðslu í tengslum við aðgerðir í umhverfismálum og verkefni tengd lækkun kolefnisspors og er stór hluti umfjöllunar á Arctic Algae ráðstefnunni,“ bætir Sigurður við. Stærstu umhverfis samtök í heimi, World Wildlife Fund, hafa á undan- förnum árum lagt sér staka áherslu á uppbyggingu þörungaframleiðslu á heimsvísu og eru samtökin styrktaraðilar að ráðstefnunni. Auk þess mætir Paul Dobbins, sem stýrir málefnum hafsins hjá samtökunum, og mun flytja erindi og leiða umhverfishluta ráðstefnunnar sem tekur stóran hluta síðari ráðstefnudags ráðstefnunnar. „Á heimsvísu er langstærstan hluta þörungaframleiðslunnar að finna í Asíu en hún er hratt vaxandi í hinum vestræna heimi og aukin áhersla á hana lögð bæði út frá sjónarmiðum um sjálfbæra matvælaframleiðslu og jákvæðum umhverfisáhrifum framleiðslunnar. Daginn fyrir ráðstefnuna verður ráðstefngestum boðið upp á þátttöku í utandagskrárferð að heimsækja Isea-þörungavinnslu í Stykkishólmi og Running Tide á Akranesi. Daginn eftir ráðstefnuna verður síðan farið í Algalíf og Bláa lónið. „Það er okkur einkar ánægjulegt hvað margir erlendir aðilar hafa sýnt ráðstefnunni áhuga sem og að bæði matvæla- og umhverfisráðherra skuli taka þátt í ráðstefnunni. Þá studdi matvælaráðuneytið þessa fyrstu alþjóðaráðstefnu um smáþörunga hér á landi, og fyrir veittan stuðning erum við mjög þakklát,“ segir Sigurður. „Nýting sjávarþörunga hefur verið hluti af sögu Íslands frá landnámi og gert ráð fyrir áframhaldi og aukningu hennar í nýrri matvælastefnu sem kynnt verður síðar á árinu,“ segir Sigurður Pétursson, formaður Samtaka þörungafélaga á Íslandi. Allar frekari upplýsingar um Artic Algae 2023 er að finna á vefsvæði ráðstefnunnar, www. arcticalgae.is. Algalíf er eitt fremsta fyrirtækið á Íslandi og á heimsvísu í framleiðslu smáþörunga. Mynd / Algalíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.