Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LÍF&STARF Kornbændur tala fyrir tryggingakerfi Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að efla kornrækt verulega með allt að tveggja milljarða innspýtingu í atvinnugreinina á næstu fjórum árum. Markmiðið er að auka fæðuöryggi og sjálfbærni ásamt því að efla fjölbreytileika íslensks landbúnaðar. Með því að rækta hér korn sem innlendur markaður þarfnast má draga verulega úr umhverfismengun sem hlýst af innflutningi korns. Hérlendis er þekking, tækni, land og mannauður til staðar til kornræktunar en fjölmargar áskoranir mæta kornbændum hérlendis þar sem veður kemur sífellt á óvart. Kornbændur hafa hins vegar talað fyrir því að stuðningskerfi landbúnaðarins þurfi að breytast til að gera það hvetjandi að rækta korn á Íslandi. Bændur norðan og sunnan heiða voru teknir tali og forvitnast um fyrirhugaða kornuppskeru. Uppskeran ásættanleg Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, telur að kornuppskera verði ásættanleg en sáð var í um 300 hektara. „Hér var hafist handa við að setja niður korn 7. maí og kláraðist það um 3. júní, ekki var hægt að sá alla daga vegna veðurs. Hingað til hefur meðaluppskera verið um 3,2–3,5 tonn/ha en ég reikna með um 3 tonn/ha í ár, sem er aðeins undir meðallagi og ástæðan er blautur og kaldur maímánuður.“ Björgvin ræktar aðallega bygg en einnig hveiti og nepju. „Byggið lítur ágætlega út, blómgun er liðin og kornið búið að fylla sig þó nokkuð. Þrátt fyrir leiðinlegt vor þá hefur kornið tekið vel við sér í sólinni í júlí og ágúst og lítur nú ágætlega út.“ Hins vegar drapst hveitið sem sett var niður í fyrra að miklu leyti í kuldatíðinni í mars. „Þegar það var ljóst að það tæki ekki við sér í vor þá ákváðum við að ísá byggi í hveitið og fáum þá blandaða uppskeru af byggi og hveiti. Það hentar vel til fóðrunar svína. Við höfum ekki gert þetta áður en þekkist víða erlendis.“Hvað varðar nepjuna sem sett var niður segir Björgvin það enn spurningarmerki hvort hún nái að þroska fræ en telur góðar líkur á því. Tvíþætt tryggingakerfi Aðspurður um skoðun sína á tryggingakerfi fyrir kornbændur segir Björgvin að slíkt kerfi vanti hérlendis og mætti helst vera tvíþætt. „Í mínum huga mætti slíkt tryggingakerfi vera tvíþætt. Annars vegar að hægt væri að tryggja sig fyrir skakkaföllum sem erfitt er að hafa stjórn á, ófyrirséðum áföllum, en það gæti þó orðið dýrt að tryggja sig 100%. Þetta væri í raun trygging sem gæti komið í veg fyrir að menn færu í þrot ef illa gengi. Hins vegar að útbúa kerfi sem gerir bændum kleift að byggja upp sinn rekstur til að hámarka ræktunarmöguleika almennt. Það er ýmislegt hægt að gera, t.d. að útbúa skjólbelti við kornakra og úða kornið með efnum til að takast á við frostið.“ Björgvin segir að hérlendis sé ágæt aðstaða til þess að rækta korn. „Við höfum land og vatn til ræktunar á korni en takmarkandi þáttur hérlendis er hitastigið. Við þurfum því að auka þekkingu okkar og búa okkur til aðstöðu sem mun auka ræktunaröryggi okkar og nýta til þess þau tól og tæki sem til eru,“ segir Björgvin að lokum. Næturfrost í ágúst Í byrjun ágúst urðu kornbændur norðan heiða fyrir því áfalli að næturfrost varð á nokkrum stöðum í Skagafirði. Ef hitastig fer undir frostmark er hætta á að kornþroski stöðvist og þar með eyðileggist uppskeran að stórum hluta. Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði, sagði að eftir skoðun ráðunautar RML að talið væri að kornið hefði ekki frosið til skaða. Kornakrarnir eru staðsettir í Vallhólma, stutt frá Varmahlíð, á láglendi. Bessi, sem hefur ræktað korn í um 20 ár með hléum, segir það hafa ýmsa kosti og galla að rækta korn á láglendi. Kostirnir eru að láglendi er hentugra til ræktunar heldur en hlíðarnar. Það sé auðræktanlegra og aðgengilegra land, steinalaust og flatt. Gallarnir eru hins vegar að láglendið er útsettara fyrir frosti. Þórdís Anna Gylfadóttir thordisannag@gmail.com KERRA MEÐ HÁUM GAFLI - 2750X1500 Leyfileg heildarþyngd 750kg. www.byko.is 299.595 Vnr. 79290210 Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, telur að kornuppskera verði ásættanleg og reiknar með 3 tonn/ha. Mynd / Aðsend Tvo milljarða á að setja í kornrækt á næstu fjórum árum. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.