Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 NYTJAR HAFSINS Nákuðungur (Nucella lapillus) er nú farinn að sjást æ oftar í fjörum Austurlands en lengi var talið að sjór austan við land væri of kaldur til að nákuðungar fengju lifað þar. Teknir voru saman allir fundarstaðir nákuðungs á Austurlandi nú í sumar og annaðist Náttúrustofa Austurlands verkefnið í kjölfar þess að tegundarinnar varð vart í fjöru utan við Skálanes í Seyðisfirði í júnílok. Kuðungurinn hefur samkvæmt samantektinni fundist á í það minnsta sex stöðum eystra; í Finnafirði, Bjarnarey, Skálanesfjöru, á Teigarhorni, Djúpavogi og Stokksnesi. Hlýnun sjávar gæti verið völd að breytingunni en fram til þessa hefur kuðungurinn, sem er sæsnigill af dofraætt, einkum fundist og verið algengur við suðvestur- og vesturströnd Íslands og allra helst í grýttum þangfjörum. Finnst hann einnig á ströndum norðvestanlands þótt í minna mæli sé. Nákuðungur er við norðurmörk útbreiðslu sinnar hér á Íslandi. Hann er kjörfæða fyrir bogkrabba og ýmsa fugla sem leita ætis í fjörum en lifir sjálfur mest á hrúðurkörlum og smákræklingum. Hann verður kynþroska við þriggja ára aldur og elstu dýrin verða um tíu ára. Nákuðungurinn er fæða fyrir ýmsa fjörufugla á borð við tjalda, tildrur og sendlinga en æður og mávar fúlsa heldur ekki við þeim. Hann lifir almennt í öllum fjörum hvort sem er brimsömum eða skjólsælum en liggur marga mánuði í dvala undir slútandi steinum að vetrarlagi. Kuðungstegundin er vöktuð af Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum, meðal annars er það gert til að fylgjast með styrk lífrænna tinsambanda í lífríki sjávar. /sá Dýralíf: Nákuðungar sniglast um austfirskar fjörur Nákuðungar verða nú algengari fyrir austan vegna hlýnunar sjávar. Mynd / iNaturalist Bókvitið verður í askana látið! – Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs, hvetur sjávarútveginn til stórsóknar í nýsköpun ,,Bókvitið verður ekki í askana látið“ segir gamall íslenskur málsháttur. Merking hans er sú að sá sem liggi og grúski í bókum hafi ekki tíma að vinna fyrir sér, sé því ekki matvinnungur eins og sagt var. Þá höfum við oft heyrt að meiri verðmæti verði ekki sótt í sjóinn, hann sé fullnýttur. En er það svo? Nýlega urðu stórfréttir í íslensku samfélagi þegar eignarhald Kerecis, félags vestur á fjörðum sem vann græðingarefni úr þorskroði, var selt fyrir 180 milljarða úr landi en þar af runnu um 60 milljarðar til Vestfirðinga. Kerecis er byggt upp af hugmynd um að nýta þorskroð til að græða þrálát sár sykursjúklinga sem annars gátu leitt til aflimunar þeirra. Skyndilega varð þorskroð, sem var lítils virði, gríðarlega verðmæt afurð sem bætti líf fjölda fólks. Allt þetta gerðist í krafti þekkingar og hugvits sem byggðist upp og fann sér svo farveg vestur á fjörðum. Hvort tveggja reyndist rangt, að bókvitið verði ekki í askana látið og að ekki verði sótt meiri verðmæti í sjóinn. Við fengum Tryggva Hjaltason, vöru stjóra hjá tölvuleikja- framleiðandanum CCP og formann hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, til að útskýra fyrir okkur forsendur nýsköpunar, hversu mikilvæg verðmætaaukning er samfélögum og hvernig hvatar eiga að virka svo atvinnulífið geti staðið undir velmegun þjóðarinnar. Mýtan um sérvitringinn Hvað er það sem einkennir frum- kvöðulinn? Er það þrjóski sér- vitringurinn í skúrnum sem á engan pening en er með frábæra hugmynd? Hvað segir Tryggvi um það? ,,Það er mýta, sem er ekki rétt, að frumkvöðullinn þurfi að fórna öllu til að koma hugmynd sinni á framfæri. Rannsóknir hafa sýnt að hátt hlutfall nýsköpunar er hliðarverkefni til að byrja með, alveg eins og Marel spratt út úr sjávarútveginum fyrir margt löngu og nú Kerecis,“ segir Tryggvi. ,,Það sem er líka áhugavert er að meðalaldur frumkvöðla í verðmætustu nýsköpunarfyrirtækjunum er yfir fertugt og það er alls engin regla að þeir séu hámenntaðir. Víð þekking og að vera óhræddur við að gera mistök skiptir meira máli.“ Fjármagn og umhverfi skipta mestu Hvað er það sem drífur nýsköpun, svona almennt, og hverjar eru forsendur þess að hún þrífist? Hvaða aðstæður þarf frumkvöðullinn að búa við? ,,Í fyrsta lagi skiptir stefna stjórnvalda miklu máli auk skilvirks og gegnsæs regluverks. Hvatar til nýsköpunar skipta mestu, eins og beinir styrkir, lágt skatthlutfall, endurgreiðslukerfi kostnaðar vegna rannsókna og þróunar, hugverkavernd, aðgengi að þekkingarsamfélagi eins og öflugum háskóla og öflug tengsl við atvinnugrein eins og sjávarútveg. Það sem er gott er að fjárfesting ríkisins í nýsköpun er nú að nálgast 30 milljarða en var minna en 2 milljarðar fyrir tíu árum,“ segir Tryggvi. Í öðru lagi megum við ekki gleyma peningunum. Gott aðgengi að fjármagni og stuðningi er stærsta einstaka breytan. Stór fyrirtæki hafa meiri fjárhagslegan styrk en þau minni, hafa lengri virðiskeðju, meiri aðföng og sérþekkingu sem skipta miklu við nýsköpun. Þau hafa líka úthald því það tekur langan tíma að uppskera ávöxt nýsköpunar, allt að 5–10 ár. Frægasta dæmið í sögunni eru ,,rannsóknarstofur“ amerískra risafyrirtækjanna Bell og Xerox, en þær voru settar upp af fyrirtækjunum til að vernda frumkvöðlana frá álagi og skrifræði við það að stunda nýsköpun og afla peninga. Stærstu og verðmætustu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna í dag eru þau sem hafa búið til nútímaútgáfu af þessum ,,rannsóknarstofum“. Í þriðja lagi skiptir aðgengi að sérfræðiþekkingu miklu. Við þurfum bæði að geta byggt hana upp í landi auk þess að geta flutt hana inn, bæði inn til menntastofnana og til atvinnulífsins. Síðast en ekki síst er aðgengi að mörkuðum. Stærð markaða skipta miklu máli. Heimamarkaður á Íslandi er takmarkaður en við erum tiltölulega stór í sjávarútvegi og þar liggja tækifærin. Þar ættum við að geta gert okkur gildandi.“ Nýsköpun í sjávarútvegi Alkunna er að Marel spratt upp úr þekkingarleit í sjávarútvegi. Nú hefur Kerecis sprottið úr sama jarðvegi. Hvaða tækifæri sér Tryggvi fyrir sér í nýsköpun og verðmætaaukningu í sjávarútvegi? ,,Sjávarútvegurinn er í kjörstöðu að ráðast í stórsókn í nýsköpun. Hann er fjársterkur, með djúpa sérþekkingu, eftirsótta vöru sem er fiskurinn, gott aðgengi að erlendum mörkuðum, þekkingu í markaðssetningu og í vaxandi tilfellum þekkingu við að koma nýjum vörulínum á erlenda markaði. Þá er mikil vísindaleg þekking til á Íslandi á vistkerfi sjávar, fleiri tegundir til að nýta, frekari úrvinnslu á sjávarfangi og áfram má telja. Greinin hefur því öll lykilspil á hendi sér til að geta ráðist í stórsókn í nýsköpun. Ég hvet forsvarsmenn sjávarútvegsins til að setja sér metnaðarfull langtímaplön um fjárfestingu og uppbyggingu í sjávarútvegi. Við þekkjum dæmi um verðmætin í greininni. Þar má nefna makrílveiðar (nýsköpun í veiðum, vinnslu og markaðssetningu á nýrri tegund), hrognavinnsla (hráefni sem var ekki nýtt finnur markað sem lúxusvara), og nú síðast Kerecis (vara úr roði sem var að mestu hent, nýtt til lækninga). Samanlagt er ávöxturinn af þessum þrem nýsköpunarverkefnum tugir milljarðar á ári í hreinum gjaldeyristekjum. Sjávarútvegurinn liggur á gullkistu að mínu mati, nýjum tegundum, virðisaukningu í nú- verandi verðmætaferlum svo sem vörum sem eru í dag að mestu bræddar, virðisaukningu próteins, lækningarvörum og áfram má telja,“ segir Tryggvi. Misskipting jókst, en hver tapaði? Í umræðu er mikið talað um misskiptingu. Öllum er það ljóst að við sölu á Kerecis jókst misskipting. Allt í einu urðu einstaklingar vestur á fjörðum auðugir, ekki bara af fé, heldur líka þekkingu við að byggja upp fyrirtæki. Verðmætin sem streymdu til landsins í formi sölu Kerecis er líklega um helmingur af söluverðmæti sjávarafurða á einu ári. Þjóðarauðurinn jókst sem nam söluverðmætinu. Stærsti hluti hans rennur til fyrrum eigenda en einnig stór hluti til opinberra aðila í formi skatttekna, bæði beinna og óbeinna. Um allan heim njóta sykursjúklingar góðs af nýsköpun Vestfirðinga. Getur það þá verið að allir græði þótt misskipting aukist? ,,Já, nýsköpun er svo sannarlega allra hagnaður þegar upp er staðið. En menn tapa líka í nýsköpun á þeim verkefnum sem ekki ganga upp og verða gjaldþrota. Það er því gríðarlega mikilvægt að það sé heilbrigð áhættutaka og að allir geri sér grein fyrir henni. Það felast líka verðmæti í því að læra af mistökum. Þannig safnast þekkingin upp. Fjárfesting í auknum rannsóknum og þróun er af allt öðrum toga en hefðbundin fjárfesting. Hún tekur lengri tíma og er flóknari en ábatinn er margfaldur. Það er ekki að ástæðulausu að 10 ríkustu hagkerfi heims eru þau sem eyða 80% af öllum útgjöldum til rannsóknar og þróunar í heiminum í dag. Það gleður mig mjög að sjá að við erum sífellt að auka fjárframlög í nýsköpun. Það mun bæta hag okkar allra þegar upp verður staðið,“ sagði Tryggvi Hjaltason að lokum. Sigurgeir B. Kristgeirsson, búfræðingur og fram kvæmda- stjóri Vinnslu stöðvarinnar í Vestmannaeyjum Sigurgeir B. Kristgeirsson binni@vsv.is Við erum lítill hópur manna sem höfum áhuga á veiði. Okkar markmið er að leigja á sem jafnvel þarf að hlúa að og rækta upp. Hún má vera húslaus og gæti hluti leiguverðs verið að byggja veiðihús. Við erum að falast eftir á með bleikju, staðbundnum urriða eða sjóbirting og ekki verra ef það væri lax eða laxavon. Við erum opnir fyrir nánast öllu sem kæmi til greina og hvar sem er á landinu. Áhugasamir vinsamlega sendi okkur tillögu á netfangið veidiperla@gmail.com. Óskum eftir að taka veiðiá á leigu Þorskroð frá Kerecis til að græða þrálát sár. Mynd / Kerecis Tryggvi Hjaltason, formaður hug- verkaráðs Samtaka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.