Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Vogalækur í  Borgarbyggð. Bæjarhúsin sem eru í misjöfnu ástandi standa á hól á bakka Vogalækjarins. Land Vogalækja sem er talið vera 239 hektarar þar af ræktað land samkvæmt Þjóðskrá um 13,8 hektarar og liggur að landi Hofstaða að norðan. Að austan eru merki á mót Smiðjuhólsveggjum,  en að sunnan er land Sveinsstaða. Á norðurmörkum jarðarinnar er stórt vatn nefnt Heyvatn um 208 hektarar að stærð. Ábúandi hafði undanfarinn ár rekið búvélaverstæði að Vogalæk og hefur engin hefðbundin búskapur verið stundaður  þar undanfarinn ár en tún nytjuð. Jörðin er án bústofns véla og án framleiðsluréttar. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000 Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind og Inga Geirs. fararstjóri hjá Skotgöngu bjóða upp á vikuferð til Albír á Alicante á Spáni 10. október í haust. Bókanir hafnar, beint flug, gott hótel, hálft fæði innifalið. KONUR 40 + SJÁLFSRÆKT OG GANGA Vikuferð fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga Geirs sér um fararstjórn, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem eru bæði hagnýt og skemmtileg. Vikuferðir sem hlotið hafa frábær meðmæli, stakar konur sérstaklega velkomnar en líka kjörið fyrir vinkonur. Þetta verður 12 ferðin á fjórum árum. Um 300 konur hafa nú þegar nýtt sér þessa dagskrá og margar komið aftur og aftur það segir sína sögu! Samkennd, gleði, upplifanir, uppbygging og ný kynni, vilt þú koma með? NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: www.skotganga.co.uk inga@skotganga.co.uk kristinlinda@huglind.is Kristín Linda & Inga Geirs. ÆVINTÝRI Á SPÁNI HAUSTIÐ 2023 UPPBYGGJANDI OG SKEMMTILEG KVENNAFERÐ OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Hvað eru ... Ýruefni? Einföldustu dæmin um ýruefni eru eggjarauða, þar sem virka efnið er lesitín, og sinnep, sem inniheldur jurtaslím (e. mucilage). Einföld ýruefni sem þessi eru skaðlaus, en mörg þeirra sem eru unnin eða mynduð við efnasmíði geta haft neikvæð áhrif. Ýruefni, bindiefni og þykkingarefni eru auðkennd með E-númerum frá E400-499 (fyrir utan E420-E422). Í enskum innihaldslýsingum er hægt að bera kennsl á ýruefni undir heitinu emulsifier. Á síðustu misserum hefur verið umræða um neikvæð áhrif ofurunna matvæla (e. ultra processed foods) á heilsuna. Þau eru talin eiga mikla sök á ótímabærum dauðdaga út af kvillum eins og offitu, sykursýki 2, krabbameini og heilablóðfalli. Jafnvel geta ofurunnin matvæli leitt til þunglyndis og heilabilunar. Ýruefni virka eins og sápa Ein besta leiðin til að bera kennsl á ofurunnin matvæli er að leita eftir ýruefnum, en þau eru gjarnan notuð til að binda saman innihaldsefni sem er búið að umbreyta. Þegar búið er að vinna efni úr t.a.m. soja eða maís er hægt að nota ýruefnin til að láta matinn bragðast og vera með sömu áferð og minna unnin matvara. Ýruefni í matvælum eru samþykkt af Evrópsku matvæla- stofnuninni (EFSA) og hefur þeim verið úthlutað E-númeri. Þau teljast ekki eitruð, en langtímaáhrif þeirra á líkamann og meltinguna eru ekki þekkt. Í raun virka þau á margan hátt eins og hreinsiefni, þar sem þau leysa upp fitu – rétt eins og sápa. Nýjar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að ýruefni valdi ójafnvægi í meltingunni, með því að drepa góðu bakteríuflóruna og skola burt slímið sem hylur þarmana. Í staðinn koma bakteríur sem leiða til garnabólgu og óvarðir þarmarnir leka. Bakteríurnar geta leitað í lifrina, sem kann að valda lifrabólgu. Það getur enn fremur leitt til feitrar lifrar eða lifrarkrabbameins. Ein besta leiðin til að sneiða hjá ýruefnum er að kynna sér innihaldslýsingar matvæla og elda sjálfur mat úr hreinum hráefnum. Eitt auðveldasta dæmið er að skipta út tilbúnu morgunkorni fyrir hafragraut eða múslí. Jafnframt er hægt að fá sér hnetur og ávexti í millimál, í stað kex eða annars skyndifæði. Erfitt að sneiða hjá Þegar innihaldslýsingar eru skoðaðar sést að mjög algengt er að íslenskt kjötálegg og pylsur séu með E450 og E451. Standi hins vegar „hydroxypropyl methylcellulose“, „ein- og díasetýlvínsýruesterar ein- og tvíglýseríða af fitusýrum“, „karboxýmetýlsellulósi“ eða eitthvað álíka óskiljanlegt, bendir það til þess að matvaran sé ofurunnin og innihaldi ýruefni. Neytendur þurfa að takast á við þá þrekraun að unnin matvara með ýruefnum er oft markaðssett sem hollur valkostur með minna af sykri, fitu og salti. Jafnframt eru þessi matvæli oft einföld og ódýr og margir ekki í stöðu til að velja hollari fæðu. Enn fremur benda rannsóknir til þess að unnin matvæli séu ávanabindandi og að við þurfum meira til að gera okkur södd. Athugaðu hvort þú getir gert heimilisinnkaupin án þess að versla mat með ýruefnum. Það er hægara sagt en gert, því þau leynast víða. /ÁL Heimildir: Mast, Wikipedia, Snara, Chris van Tulleken Sinnepsjurt. Sinnep er með ýruefni frá náttúrunnar hendi. Mynd / Erfan Afshari – Unsplash FRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.