Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Beint frá býli-dagurinn var haldinn hátíðlegur í öllum landshlutum sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn í tilefni 15 ára afmælis félagsins, en markmiðið er að hann verði að árvissum viðburði. Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, framkvæmda- stjóra Beint frá býli og verkefnastjóra hátíðanna, var tilgangur dagsins að bjóða íbúum og gestum landshlutanna heim á býli þar sem bændur vinna úr eigin afurðum. Um leið höfðu þeir tækifæri til að kynnast og kaupa vörur af öðrum heimavinnsluaðilum af svæðinu, samhliða því að eiga góðan og fjölskylduvænan dag á íslensku bóndabýli. Aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla Gestgjafar voru félagsmenn í Beint frá býli sem er aðildarfélag Samtaka smáframleiðenda matvæla. Á Vesturlandi var gestgjafinn Háafell – Geitfjársetur, á Vestfjörðum Brjánslækjarbúið, á Norðurlandi vestra Stórhóll í Skagafirði, á Norðurlandi eystra Holtsel í Eyjafirði, á Austurlandi Lynghóll í Skagafirði og á Suðurlandi Efstidalur II í Bláskógabyggð. Landshlutasamtök sveitarfélaganna og markaðsstofur landshlutanna voru samstarfsaðilar og hluti þeirra styrkti verkefnið enda flest með sérstakar mataráætlanir. Oddný Anna segir að félagsmenn á lögbýlum séu 112 og hafði ríflega helmingur tök á að taka þátt. Hún segir að hátíðarhöldin hafi heppnast framar vonum. Hundruð gesta streymdu á afmælishátíð hvers landshluta og reiknast henni til að hátt í 3000 manns hafi sótt bæina heim. Framleiðendur hafi selt mun meira en þeir áttu von á og náð góðu samtali við gesti sem voru afar áhugasamir og jákvæðir. Börn á öllum aldri voru stór hluti gesta sem nutu þess að vera í sveitinni, hitta dýrin og leika sér. Veitingasala kvenfélaga Oddný Anna segir að afmæliskökur, skreyttar merki félagsins, kaffi og djús hafi staðið gestum til boða á öllum stöðunum. Auk þess var veitingasala sem kvenfélög tóku að sér á þeim bæjum sem ekki eru með eigin veitingastaði eða kaffihús, voru jafnvel með skottsölu og sums staðar var góðgæti grillað. Dagskráin litaðist af eiginleikum hvers staðar og voru dýrin á bæjunum að sjálfsögðu miðpunkturinn og sums staðar var teymt undir börnum. Finna mátti heimatilbúin frumleg leiksvæði, hoppukastala og hoppubelgi, gestir gátu jafnvel grillað sjálfir yfir opnum eldi, málað steina og heyrúllur, farið í skoðunarferðir og fleira. Síðast en ekki síst var þetta tækifæri fyrir íbúa að hittast í sumarlok, síðasta helgidaginn fyrir skólabyrjun og eiga góðan dag saman í sveitinni. /smh Afmælishátíð Beint frá býli: Hátt í 3.000 manns sóttu bæina heim Háafell Geitfjársetur, gestgjafinn á Vesturlandi. Félagið bauð gestum upp á afmælisköku, kaffi og djús. Þessa bakaði Kvenfélag Skriðdæla. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, Breiðargerði kynnir og selur vörur sínar á Stórhóli í Skagafirði sem var gestgjafinn á Norðurlandi vestra. Brjánslækjarbúið á Barðaströnd var gestgjafinn á Vestfjörðum. Brjánslækur: Ýmis afþreying og fróðleikur var í boði á afmælishátíðinni. Traktorinn á Lynghóli í Skriðdal, sem var gestgjafinn á Austurlandi, nýttist vel fyrir fána félagsins og til að halda tjaldinu föstu í gjólunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.