Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Í upphafi þessa leiðara vil ég nota tækifærið og óska íslenskum hestamönnum til hamingju með stórgóðan árangur á liðnu Heimsmeistaramóti sem haldið var í Hollandi í upphafi mánaðar. Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins þar sem nítján þjóðir taka þátt, en íslenski hesturinn er eitt hreinræktaðasta hrossakyn heims og stolt okkar þjóðar. Má þess geta hér að útflutningsverðmæti íslenska hestsins var um 1,6 milljarðar króna árið 2022. Íslenski hesturinn og afurðir hans eru á heimsmælikvarða en knaparnir okkar eru þar engin undantekning, og öll náðu þau í úrslit á Heimsmeistaramótinu. Börn og aðrir minna þroskaðir menn fóru að gramsa í mínum einkamálum Þegar þessi leiðari er ritaður er hafin árleg hringferð stjórnar og starfsfólks Bænda- samtakanna. Fundirnir hafa verið vel sóttir og í ár verður fundað með bændum um starfsemi samtakanna, málefni sveitanna og komandi tíð. Það sem einna helst hefur brunnið á bændum eru starfsskilyrði atvinnugreinarinnar og endurskoðun búvörusamninga. Stjórnvöld eiga að skapa bændum fjár- hagslegt og stjórnsýslulegt svigrúm til að nýta tækifærin í landbúnaði, en eftir sem áður er endalaust þrengt að bændum þessa lands og fyrirtækjum sem starfa í greininni. Síðasta árið hafa komið mýmörg mál frá Alþingi eða hinum ýmsum stofnunum um auknar kröfur, auknar álögur og aukið flækjustig. Minna hefur hins vegar verið um einföldun regluverks, raunverulegar aðgerðir og greiningu á starfsskilyrðum og stöðu íslensks landbúnaðar á þessum óvissutímum þar sem hækkanir síðasta árs hafa ekki gengið til baka nema að mjög litlu leyti. „Er nokkuð skárra að lifa úti á landi eða er lömunin betri hér? Er það praktískt að sjúga mjólk úr sandi, er hægt að synda í frjósandi hver?“ sagði í Þingmannagælu Bubba Morthens. Á sama tíma og framlög samkvæmt búvörusamningnum hafa dregist saman að raunvirði hafa verið boðaðar auknar álögur á íslenskan landbúnað sem samanlagt ná hið minnsta 1.000 milljónum króna á ársgrundvelli. Telur þar einna mest auknar álögur með breytingum á gjaldskrá MAST sem metnar hafa verið á 500 milljónir á ársgrundvelli, hið minnsta. Þetta þykir okkur hjá Bændasamtökunum afar sérstakt, sér í lagi í ljósi þess að fullkomið ósamræmi var í greinargerð með þingskjalinu og síðan í greinargerð með drögum að gjaldskrá MAST sem fór í samráðsgátt stjórnvalda. Þannig gerði greinargerðin í þingskjalinu ráð fyrir að lögbundnar rekstrartekjur MAST myndu hækka um 300–400 milljónir króna frá því sem var, á meðan að í greinargerð með drögum að nýrri gjaldskrá kom fram að upphæðin myndi nema rúmlega 482 milljónum króna. Felst hækkunin m.a. í því að gjald fyrir daglegt eftirlit í sláturhúsum mun hækka úr 131 millj. kr. í 348 millj. kr., eða um 166% á sama tíma og sláturhúsum er meinað að ná fram nauðsynlegri hagræðingu. Þingmaður og svarið er: Ne, e, e, ei, ne, ei. Til upprifjunar má nefna að í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að við endurskoðun búvörusamninga verði lögð áhersla á að tryggja fæðuöryggi á Íslandi með því að efla innlenda landbúnaðarframleiðslu. Samkvæmt markmiðum búvörulaga skal innlend framleiðsla vera í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar á hverjum tíma og að kjör bænda séu í takti við kjör annarra stétta. Eftir sem áður hafa skilaboðin verið þau að ekkert nýtt fjármagn verði sett í búvörusamninga til þess að bændur geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt búvöru- lögum, þ.e. að framleiða landbúnaðar- afurðir. Bændasamtökin kynntu fyrir atvinnuvega- og fjárlaganefnd þingsins að flestar búgreinar standa frammi fyrir miklum áskorunum í sínum rekstri. staðan er ekkert frábrugðin því sem var árið 2022, þar sem hækkanir á aðföngum hafa ekki gengið til baka. Þar að auki hefur fjármagns- og launa- kostnaður hækkað verulega milli ára. Bændasamtökin gera ráð fyrir því að það vanti um 9.400–12.200 milljónir króna til að landbúnaðurinn geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum og eðlilegri launagreiðslugetu árið 2023. Þá má nefna að í dag stöndum við frammi fyrir áskorun um hvernig við látum nýliðun í íslenskum landbúnaði raungerast. Talsvert vantar upp á hagstæð lánakjör til íslensks landbúnaðar þar sem fjármagnskostnaður er verulega íþyngjandi þáttur. Við þurfum á nýliðun og framþróun að halda í greininni. Umhverfið þarf því að vera aðlaðandi fyrir okkar unga fólk sem brennur fyrir verkefnið. Ef þú gefur ungu fólki ekki fyrirheit um framtíðina, landið og virði þess að stunda þessa grein, þá mun það ekki taka þá ákvörðun að gera landbúnaðarstörf að framtíðarstarfi, og þá er illa komið fyrir okkur sem þjóð. Íslenskur landbúnaður er beinlínis þjóðhagslega mikilvægt verk og þingmaðurinn getur því ekki sagt „Nei, e, e, ei, ne, ei.“ SKOÐUN Matvælastofnun Seglbúðir, litla sláturhúsið í Landbrotinu, hefur tilkynnt að ekki verði slátrað þar í næstu sláturtíð. Ástæðan er meðal annars fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir Matvælastofnunar vegna þjónustu dýralækna í sláturhúsum. Í umsögn eigenda Seglbúða um drög að nýrri og endurskoðaðri gjaldskrá kemur fram að um 800 prósenta verðhækkun á þessum lið sláturkostnaðar verði að ræða hjá þeim. Ekkert tillit sé tekið til fyrirtækja með litla framleiðslu eða þarfa fyrirtækja sem líða fyrir landfræðilegar takmarkanir. Bændurnir segjast engin viðbrögð hafa fengið við umsögn sinni, en sláturtíðin nálgast nú óðfluga. Tilkynningin var birt á Facebook-síðu Seglbúða og í athugasemdum um færsluna er Matvælastofnun ausin óhróðri. Stofnunin hefur um langt skeið átt undir högg að sækja ímyndarlega gagnvart bændum – manni finnst eins og það hafi verið þannig nánast alla tíð. Hún varð til í byrjun árs 2008 við sameiningu Landbúnaðarstofnunar, matvælasviðs Umhverfisstofnunar og matvælasviðs Fiskistofu. Ég hóf störf við landbúnaðar- blaðamennsku litlu síðar. Við höfum því lengi fylgst að í verkefnum okkar. Oft hefur stofnunin orðið fyrir óvæginni gagnrýni, til dæmis þegar beinir hagsmunir eru í húfi eða í tilfinningaþrungnum málum. Nýleg slík dæmi eru af málum sem snerta dýravelferð og riðuveiki í sauðfé. Eðli starfsemi Matvælastofnunar er auðvitað með þeim hætti að næstum óhjákvæmilegt er að hún baki sér ítrekað óvild meðal bænda, dýravina og matvælaframleiðenda. Hún lútir jú líka að vissu leyti boðvaldi sameiginlegrar evrópskrar löggjafar sem mörgum finnst að ekki passi alltaf vel inn í íslenskan veruleika. Þó held ég að það sé hollt fyrir alla málefnalega umræðu að stofnunin fái að njóta vafans í erfiðum málum, þegar málavextir eru að einhverju leyti óljósir. Í skýrslu Dýraverndarsambands Íslands, Bætt dýravelferð – Staða og tillögur til úrbóta, sem kom út fyrr á þessu ári, kemur fram að framlag ríkisins til stofnunarinnar árið 2022 hafi verið mun lægra en á fjórum árum þar á undan, miðað við fast verðlag. Það gefur tilefni til að ætla að Matvælastofnun hafi verið vanfjármögnuð að einhverju leyti á síðustu árum, til að geta sinnt sómasamlega öllum þeim málaflokkum sem henni er skylt að sinna – og þeim hefur farið fjölgandi. En mörgu er hægt að breyta og margt er hægt að bæta – hjá Matvælastofnun eins og hjá flestum öðrum – án þess að fjármunir komi þar við sögu. Lengi vel voru samskipti mín sem blaðamanns við stofnunina nokkuð stirð á köflum. Lengst af var starfandi upplýsingafulltrúi hjá stofnuninni sem öll samskipti fjölmiðlafólks áttu að fara í gegnum. Fyrir fáeinum árum var það fyrirkomulag aflagt um leið og staðan var lögð niður. Nú eru samskiptin skilvirkari og ég hrósa starfsmönnum fyrir að nú heyrir það nánast til undantekninga ef viðbrögð við fyrirspurnum berast ekki fljótlega, þó það geti enn tekið drjúgan tíma að fá þær upplýsingar sem sóst er eftir. Fyrir vinnslu á frétt í þessu blaði tók 13 daga að fá endanlegar upplýsingar um mál sem snerti innflutning á kjúklingi frá Úkraínu. Svörin sem bárust á þeim tíma voru nokkur en misvísandi. Betra væri að slíkar mikilvægar upplýsingar um matvælaöryggi væru ekki svo torsóttar, nú á tímum stafrænnar upplýsingamiðlunar. /smh Þingmannagæla Mikið var um að vera í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst 1977 við opnun einnar glæsilegustu heimilissýningu fyrr og síðar, Heimilið ´77. Var það í þriðja skiptið sem slík sýning var haldin hérlendis og kynntu vel yfir 100 aðilar og fyrirtæki framleiðslu sína. Mátti augum líta allt frá gluggatjöldum til bifreiða, sýningarstúlkur sýndu fatnað og gátu gestir átt von á happdrættisvinningi með hverjum keyptum aðgöngumiða. Spenna var í lofti vegna þess, enda heil 12 litsjónvarpstæki meðal verðlauna svo og fjölskylduferð til Flórída. Aðsókn var með eindæmum góð og voru forsetahjónin, Kristján og Halldóra Eldjárn, meðal þeirra sem heiðruðu opnunargesti með nærveru sinni. Mynd / Timarit.is GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Sigurður Már Harðarson (ábm.) smh@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is – Þórdís Anna Gylfadóttir thordisanna@gmail.com Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.