Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 61

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Fyrr á þessu ári fékk ég að lesa yfir samning milli innlends félags og landeiganda um rétt félagsins til að undirbúa og reisa vindorkuver á landareigninni. Það vakti nokkra furðu hve óhagstæður samningurinn var landeigandanum. Það er hætt við að fleiri bændum og landeigendum hafi þegar verið boðnir álíka slakir samningar. Meginatriði umrædds samnings: Leigutakinn, innlent einka hlutafélag, fær 15 ár til rannsókna, leyfisöflunar og undirbúnings orkuvinnslu á hluta af landi landeiganda. Leigutaki fær einhliða rétt til að framlengja þann tíma um fimm ár. Eftir gangsetningu hefur leigutaki 60 ár til orkuvinnslu. Leigutakinn fær þannig samtals í allt að 80 ár einkaleyfi á umsömdu svæði til rannsókna og framkvæmda, rétt til vegagerðar og efnistöku í landinu og rétt til að framselja öll þessi réttindi áfram. Leigutakinn hefur rétt til að segja samningnum upp hvenær sem er án bóta. Landeigandinn fær fastar leigu- greiðslur meðan á rannsóknum og undirbúningi stendur. Leigan greidd árlega en tekur hækkunum á fimm ára fresti. Sé möl af landinu nýtt til vegagerðar fær landeigandi greiðslur fyrir hana. Eftir að raforkuframleiðsla hefst fær landeigandi greidd 1,5-2% af brúttósölu raforku en leigan fellur niður. Landeigandi getur rift samning- n um eftir 15 ár nema leigutaki hafi „hafið“ framkvæmdir við byggingu vindorkugarðsins. Leigutaki skal í lok leigutíma fjarlægja vindmyllur, línur og tengivirki á eigin kostnað. Undarlega langur undirbúningstími Leigutaki hefur 15 ár til undirbúnings og rétt til að framlengja um 5 ár til viðbótar telji hann þörf á því. Ekki er að sjá að landeigandi hafi andmælarétt varðandi framlenginguna. Í samninginn vantar sárlega ákvæði um að leigutaki skuli nýta undirbúningstímann vel, t.d. ljúka við rannsóknir og afla virkjanaleyfa innan tiltekins árafjölda. Eðlilegt væri að landeigandi gæti sagt upp samningi ef leigutaki t.d. lýkur ekki rannsóknum innan tveggja ára. Án tímamarka gæti leigutaki gert lítið í 20 ár, annað en að freista þess að selja orkufyrirtæki samninginn fyrir væna fúlgu. Í raun eru tuttugu ár allt of langur tími til undirbúnings. Fimm ár ættu að duga leigutaka til að ljúka rannsóknum og afla leyfa, séu þau á annað borð fáanleg, og hefja framkvæmdir. Leigugreiðslur á undirbúningstíma allt of lágar Leigugreiðslur á undirbúningstíma þurfa að taka mið af stærð landsins og fjárhæðum sem landeigendur í öðrum löndum fá. Lausleg athugun sýnir að í Bandaríkjunum fá landeigendur 5-40$ á ekru í ársleigu. Sé tekið meðaltal af þessu gæti leigan verið 2.500 kr. á ekru eða um það bil 1.200 kr. á hektara á ári. Í þeim samningi sem hér um ræðir var boðin leiga sem er 170 kr. á hektara á ári, sem er nálægt 1/7 af meðalverði í Bandaríkjunum. Boðin er tvöföldun eftir fimm og tíu ár en eftir þær hækkanir er leigan samt helmingi lægri en í Bandaríkjunum. Einnig þarf að gæta þess að hið leigða svæði sé ekki bara hluti af því svæði sem líklegt er að verði nýtanlegt og nýtt til vindorkuöflunar. Annars er leigutakinn að fá forkaupsrétt að orkuöflun á mun stærra svæði en hann greiðir fyrir. Umsamin hlutdeild landeiganda af orkusölu of lág Í þessum samningi er ákvæði um að landeigandi fái 1,5% af brúttóverði seldrar orku sem að 10 árum liðnum hækkar í 2%. Þetta virðist miklu lægri hlutdeild en tíðkast í Bretlandi ef marka má frétt í breska blaðinu the Guardian en þar segir að landeigendur fái um 5-6% af orkusölu vindorkuvera. Leigutíminn 20 + 60 ár er allt of langur Eftir 15-20 ára undirbúning er landið leigt í 60 ár til viðbótar til orkuvinnslu. Á svo löngum tíma getur margt breyst. Möguleikar landeiganda til að segja upp samningnum eru nær engar en leigutaki getur sagt honum upp hvenær sem er. Endingartími vindorkuvers er sagður um 20-25 ár. Á þeim tíma ætti vindorkuver að hafa borgað sig upp og skilað leigutakanum góðum arði. Í stað 60 ára ætti því að miða vinnslutímann við 25-30 ár að hámarki. Í lok þess tíma gætu aðilar samið um framlengingu sé gagnkvæmur hagur af því. Vantar ákvæði um mengunarvarnir og viðhald Í samningnum eru engin ákvæði um hver beri ábyrgð á mögulegu tjóni orkuversins gagnvart þriðja aðila. Kröfur gætu komið fram vegna t.d. sjónmengunar, hljóðmengunar, olíumengunar, örplastmengunar, verðrýrnunar eigna í nágrenni orkuversins, slysa á fólki o.fl. Vindtúrbínur geta að sjálfsögðu bilað. Í samninginn vantar ákvæði um dag sektir séu túr bínur ekki lag- færðar eða fjar lægðar við fyrsta tækifæri. Erlend dæmi sanna að slík ákvæði eru bráðnauðsynleg til að koma í veg fyrir að bilaðar og úreltar túrbínur fái að grotna niður árum saman. Haldlaust orðalag um að fjarlægja vindmyllur Í samningnum er ákvæði um að í lok leigutímans fjarlægi leigutaki vindmyllur og önnur mannvirki á eigin kostnað. Ákvæðið tryggir ekki á nokkurn hátt að leigutakinn, sem er einkahlutafélag, muni leggja til hliðar fjármagn til að mæta þessum kostnaði. Ákvæði vantar einnig um að landinu verði komið í sem næst upprunalegt ástand eða það grætt upp á kostnað leigutaka. Erlendis má finna fjölda dæma um að vindorkufyrirtæki hafi farið á hausinn þegar kom að því að uppfylla ákvæði um að fjarlægja mannvirki. Landeigendur hafa því setið uppi með sárt ennið og stór landsvæði alsett vegum, raflínum, rusli og ryðgandi túrbínum. Í einhverjum löndum hafa því verið sett lög sem skuldbinda vindorkuver til að kaupa tryggingar sem duga til að taka niður mannvirkin. Hér eru engin slík lög og því þurfa landeigendur sjálfir að setja slík ákvæði inn í samninga. Hver á t.d. að hreinsa upp ef fárviðri eða aðrar náttúruhamfarir eyðileggur mannvirkin? Sé ekki um það rætt í samningi lendir það á landeigandanum. Lög um ósanngjarna samninga Ekki verður nánar fjallað um þennan samning hér en telji einhver sig hafa skrifað undir ósanngjarnan samning má hugsanlega leita eftir ógildingu með dómi. Í 31. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 (samningalög) segir að ógilda megi gerning ef „bersýnilegur mismunur sé á hagsmunum þessum og því endurgjaldi sem fyrir þá kom eða skyldi koma“ og einnig hvort leigutaki hafi „misnotað sér fákunnáttu“ landeiganda. Að lokum vil ég hvetja bændur og landeigendur til að kynna sér reynslu norskra og sænskra bænda sem hafa margra ára reynslu af samningum við vindorkuver og fara afar gætilega í samningum um þessi efni. Frosti Sigurjónsson Landeigendum boðnir óhagstæðir vindorkusamningar Frosti Sigurjónsson. Erlendis má finna fjölda dæma um að vindorkufyrirtæki hafi farið á hausinn þegar kom að því að uppfylla ákvæði um að fjarlægja mannvirki. Mynd / Appolinary Kalashnikova – Unsplash Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400 1.000m3 án vsk. 2.800.000 1.500m3 án vsk. 3.500.000 Verðdæmi: 2.000m3 án vsk. 4.300.000 Hagkvæm geymsla verðmæta MYKJULÓN Kr. 3.472.000 m/vsk Kr. 4.340.000 m/vsk Kr. 5.332.000 m/vsk Mykjulón eru hagkvæm og afturkræf aðferð við geymslu á húsdýraáburði sem gerir bændum kleift að hámarka verðmæti áburðarefna og uppfylla kröfur um geymslu búáráburðar. Mykjulón eru styrkhæf framkvæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.