Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LESENDARÝNI Sannleikurinn um sauðfjárrækt, séð frá hagfræðinni Ísland var þróunarríki sam- kvæmt skilgreiningu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fram til um 1960, en er í dag eitt tekjuhæsta land heims. Á þessum tíma hefur framlegð vaxið í flestum atvinnugreinum til að styðja auknar tekjur. Kúabú hafa stækkað og vélvæðing í formi m j a l t a þ j a r k a (róbóta) hefur leitt til fækkunar, en um leið stækkunar kúabúa. Sama gildir um svína- og kjúklingarækt, fiskveiðar, vinnslu og fiskirækt. Sauðfjárræktin situr hins vegar eftir með litla framlegðaraukningu sem leitt hefur til þess að sú starfsemi getur ekki staðið undir launakröfum samtímans (þrátt fyrir að hlutfall tvílembdra áa hafi aukist til muna). Hér verður rakið af hverju það hefur leitt til breytinga á búskaparháttum og af hverju sauðfjárrækt getur ekki haldið áfram óbreytt um ókomna tíð án þess að það leiði til minni hagsældar, bæði þeirra sem hana stunda og allra landsmanna. Breytingu á búskaparháttum má skipta í nokkur tímabil: 1. Frá landnámi að móðuharðindum. 2. Frá móðuharðindum þar til að vistarbönd féllu niður. 3. Frá vistarböndum til stríðsára, síldar, skuttogara og stóriðju. 4. Frá stóriðju til dagsins í dag. 1. Landnámsmenn komu með sinn bústofn; kýr, kindur, svín, geitur, hænsni og hesta. Kýr kindur og geitur voru mjólkaðar, enda vinnuafl nægt í formi vinnuhjúa og þræla, sem greidd voru engin eða óveruleg laun nema í formi nauðþurfta (matar, húsnæðis og klæða). Nokkuð var um kornrækt sem gerði svínarækt mögulega. Í móðuharðindunum og þeim drepsóttum sem á eftir komu hríðféllu bæði menn og skepnur. 2. Eftir móðuharðindin vantaði vinnuafl til sveita og veðurfar varð verra. Búskaparhættir breyttust. Svínarækt hafði lagst af og meira hvíldi á sauðfjárrækt og mjólkurkúm. Enn var vinnuafl það ódýrt, bæði sökum tækifærisleysis og vistarbanda, að það borgaði sig enn að stunda fráfærur og mjólka ær. Nokkuð sem kostaði mikið vinnuafl, þó nokkur afföll á lömbum, en gaf litlar afurðir. Flest allt fé var haft heima við eða í seljum, utan hrúta og sauða sem völsuðu meira um frjálsir. 3. Eftir að lögin um vistarbönd liðu undir lok rétt fyrir aldamótin 1800/1900 og fólk fór almennt að fá laun fyrir sína vinnu varð ógerlegt að stunda fráfærur og mjólka kindur. Tekjur af slíkri starfsemi stóðu einfaldlega ekki undir launum. Við tók mikið hagvaxtarskeið á Íslandi. Fólk fluttist til sjávarþorpanna og keypt voru stærri fiskiskip, auk þess sem erlendir aðilar stunduðu veiðar hér, m.a. á hval. Í seinni heimsstyrjöldinni fengu vinnandi hendur greitt beint í peningum og næga vinnu var að fá. Fólk fluttist í stórum stíl úr sveitunum til kaupstaða, ekki síst Reykjavíkur. Bændur fóru að reka fé almennt á afrétti og reyndu, til að ná svipuðum hagvexti og í þjóðfélaginu öllu, að stækka sína bústofna og þar með að fjölga fé. Það náði hámarki um 1980 með mikilli offramleiðslu og ofbeit víða um land. Útkoman var m.a. svokölluð smjör- og kjötfjöll sem voru svo seld úr landi fyrir smápening, auk þess sem landið blés upp í stórum stíl sem enn má sjá merki um víða. 4. Um og upp úr 1980 kemur stóriðjan sterk inn og tæknibreytingar verða í sjávarútvegi. Hagsæld vex og þjóðartekjur á mann hafa nú rúmlega tvöfaldast frá árinu 1995. Sauðfjárrækt sem stóð halloka 1980 stendur enn verr í dag. Neysla lambakjöts hefur dregist saman pr. mann á Íslandi og annars staðar í heiminum, enda bæði óhagkvæmt og með mikið sótspor. Sauðfjárrækt er ekki lengur burðarás íslenskrar matvælaframleiðslu, og mun ekki verða. Allar tilraunir til að hverfa til fortíðar munu einungis rýra lífsgæði á Íslandi almennt og viðhalda fátækragildrunni hjá minni sauðfjárbændum. Tún eru víða ekki nýtt þar sem vetrarfóðruðum ám hefur fækkað um rúman helming frá því sem mest var. Tún eru nýtt þegar verðmæti þeirrar nýtingar réttlætir slíkt, hvort sem það er til; hamp-, skógar- eða kornræktar. Þau verða ekki nýtt til að framleiða meira lambakjöt, þar sem það er ekki markaður fyrir það á því verði sem þarf til að stunda slíka framleiðslu í hálaunalandi. Eins og staðan er núna er meiri eftirspurn eftir landi til að binda kolefni en eftir lambakjöti sem framleitt er með ærnum tilkostnaði og miklu sótspori. Það að fólk flytjist til sveita sem ekki stundar hefðbundinn búskap er bara af hinu góða. Kaup slíkra aðila hefur gert eldri bændum kleift að losa um eign sína, komast úr fátækragildrunni og á eftirlaun. Lífeyrissjóður bænda hefur ekki verið ávaxtaður þannig að bændum sem hætta störfum bíði digur lífeyrir þaðan. Í ljósi ofangreinds beini ég þeim tilmælum til málsvara bænda, bæði framkvæmdastjóra og formanns, að þeir horfi til framtíðar og mæli fyrir hagsmunum allra bænda, en reyni ekki að þvinga okkur til fyrri búskaparhátta og þar með fátæktar fortíðarinnar. Lárus Elíasson, skógarbóndi á Rauðsgili. Lárus Elíasson. Kjötframleiðsla síðustu áratuga. Búpeningur eftir landsvæðum frá 1980, Allt landið. Heimildir: Hagstofa Íslands Verg landsframleiðsla, Keðjutengt verðmæti, árstíðaleiðrétt. Heimild: Skýrsla ATF www. animaltaskforce.eu Flest áttum við okkur vel á því hvaða afleiðingar það hefur að friða land. Landsvæði, hagi eða tún sem er friðað gegn öllum ágangi eftir krefjandi tíma landnýtingar nær með tímanum vexti, sprettu og grósku. Hafi álagið á landspilduna verið óhóflegt tekur tíma að ná fyrri landgæðum og styrk og auk friðunar getur verið þörf á utanaðkomandi hjálp, svo sem áburði og fræjum. Langflestir bændur haga sinni landnotkun þannig að þeir friða landið við og við, láta kýr, hross eða ær ekki ganga svo nærri landinu að sár myndist vegna álags og átroðnings, hvíla sem sagt spilduna reglulega og áður en skemmdir verða. En hvernig hugsum við um okkur sjálf? Friðar þú sjálfan þig reglulega? Getur verið að við, of mörg okkar, hugsum ekkert um að gefa okkur sjálfum frið, við og við, reglulega, heldur krefjumst þess af okkur sjálfum, og jafnvel fólkinu okkar, að áfram sé haldið út í rauðan dauðann? Það eru jú alltaf einhver verkefni sem bíða og svo bætist bara við listann! Já, það er alveg ljóst að það er nóg að gera, ekki spurning. Æðum við eins og hauslausar hænur sí og æ úr einu verki í annað, dag eftir dag, vikum og mánuðum saman? Krefjumst þess að vélin í okkur bara gangi og skili alltaf sínu án þess að taka markvisst og ákveðið hlé, hleðslustund, hvíldarstund, hirðum ekki um að leyfa vélinni að kólna reglulega og bæta á olíu? Horfðu í eigin barm, já, núna. Sífelld streita er hættuleg! Rannsóknir á heilsufari fólks, í sálfræði og taugavísindum, sýna að sífellt álag þar sem svonefnd drifkerfishormón, til að mynda kortisól, eru ríkjandi í okkur og drífa okkur áfram án hvíldar tímunum saman dag eftir dag er afar heilsuspillandi ástand. Það er sannarlega allt í góðu að taka á því, taka tarnir og njóta þess að koma miklu frá. En það er þetta sífellda álag sem er hættulegt. Afleiðingarnar geta verið margs konar, leiði, depurð, óyndi, gleðileysi, innri spenna, kvíði, ofuráhyggur, svefnvandi, orkuleysi og þrot. Líkamlegir kvillar svo sem vöðvabólgur og stoðkerfisvandi, meltingarkvillar, höfuðverkir og hjartsláttartruflanir svo dæmi séu tekin. Þjáist þú af dugnaðarkvíða? Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, einkaþjálfari og heilsusálfræðingur kann að komast skemmtilega að orði og hún hittir naglann á höfuðið þegar hún lýsir þeirri viðvarandi streitu sem of margir upplifa í nútímanum sem dugnaðarkvíða. Kannast þú við að upplifa stöðugt vanlíðan yfir að gera ekki nóg, finnast eins og þú sért alltaf eftir á með allt? Vera stöðugt að hugsa um allt sem þarf að gera og finna fyrir eirðarleysi, pirringi og óánægju? Forðast samt og fresta verkefnum sem eru nauðsyn en þér finnast yfirþyrmandi enda gengur þú nær aldrei úthvíldur til verka? Ýta til hliðar aftur og aftur viðburðum og félagslífi og ganga á svefntímann þinn, vinnan gengur jú fyrir. Una þér ekki hvíldar eða ánægjustunda því að þá bítur sektarkenndin, þú gætir jú verið að gera eitthvað! Hvaða stundir dagsins og vikunnar ætlar þú að hafa frið? Eins og með landið okkar dýrmæta ert þú dýrmætur. Endilega láttu þessi orð verða að vendipunkti og settu þér núna, í dag, í þessari viku, reglu um friðun. Hvenær ætlar þú að hafa frið, hvíldarstundir, fastar stundir þar sem vinnan víkur fyrir hvíld, rósemd og notalegum uppbyggjandi samskiptum og iðju? Ég legg til að þú friðir ákveðna klukkutíma á dag, hvenær fer eðlilega eftir því hvernig þínu lífi og störfum er háttað. Eins er alveg heilsufarslegt og sálrænt lágmark að taka mest allan daginn frí frá vinnu einn dag í viku, lágmark, tveir dagar í viku er almennt viðmið. Það eru átta í mánuði en ekki fjórir, þar munar miklu. Ég segi mest allan daginn því að sjálf var ég kúabóndi án róbóts í 15 ár og þekki mjaltir. En það er sannarlega hægt að skella sér í sturtu eftir morgunmjaltir alltaf, annaðhvort laugardag eða sunnudag, ef ekki bæði, og vera í fríi fram að seinna málinu. Friðun og fræ Núna þegar sumri er tekið að halla og fram undan haustannir og vetrarverk er alveg kjörið að staldra aðeins við, með sjálfum sér og sínum. Leggja niður fyrir sig hvernig þú, og þínir, ætla að friða reglulega stundir í eigin dagatali núna næstu vikur og mánuði. Ef þitt eigið innra land er illa farið, af önnum, hvíldarleysi, álagi og átroðningi, hikaðu ekki við að leita þér utanaðkomandi hjálpar. Þú gætir þurft nokkur ný fræ og ögn af áburði til ná að spretta og blómstra á ný, það er þess virði. Munum svo að kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk, eins og segir í texta Magnúsar Eiríkssonar. Í dag er þinn dagur, þitt líf, þitt tækifæri. Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur. Kristín Linda Jónsdóttir. Lífsgæði: Friðun og dugnaðarkvíði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.