Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 UTAN ÚR HEIMI Vísindamenn reyna nú að efla ljóstillífun plantna til að auka hraða lífmassamyndunar, þ.e. vaxtarhraða, en plöntur nota aðeins lítinn hluta þeirrar orku sem þær hafa úr að moða í ljóstillífun. Plöntur nota ljóstillífun til að framleiða súrefni, næringarefni og líforku. Þetta flókna, lífefna- fræðilega ferli er þó í rauninni heldur óhagkvæmt þar sem aðeins brot af orku sólarinnar er nýtt í ferlið. Þetta hefur vakið áhuga vísindamanna á hvort þarna felist möguleikar til að hraða lífmassamyndun og auka ræktaða uppskeru með hraðari vexti, m.t.t. fæðuframboðs. Rannsóknarteymi við Tækni- háskólann í München (TUM), undir forystu Franz Hagn, prófessors í lífefnafræði, hefur nú uppgötvað að ytri hjúphimna grænukorna gæti gegnt lykilhlutverki í þessu ferli. Tímaritið Nature Structural & Molecular Biology birti ritrýnda grein um rannsóknina fyrir skömmu. Án ljóstillífunar væri lífið eins og við þekkjum það óhugsandi því plöntur taka upp koltvísýring og nota sólina og vatnið til að breyta honum í lífmassa og súrefni. „Aukning á framleiðslu einfaldra sykra og annarra umbrotsefna í grænukornunum er viðfangsefni rannsóknanna sem og flutningur þeirra til innri og ytri hjúphimnu m.t.t. vaxtar,“ er haft eftir Hagn í tímaritinu. Aukning á plöntuvexti verði sífellt mikilvægari í samhengi við loftslagsvána, öfgafull veður- fyrirbrigði og orkuskort. Rannsóknir eru fremur skammt á veg komnar og enn ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. /sá Leita aðferða svo plöntur nýti sólarljós betur Rannsakað er hvort efla megi ljóstillífun plantna og þar með hraða vexti þeirra. Vistvernd: Ræktarlegar stoppistöðvar Borgin Utrecht í Hollandi hefur vakið athygli fyrir óvenjuleg strætisvagna- og sporvagna- biðskýli. Þau eru þakin gróðri, ýmist að ofan eða á hliðum, nema hvort tveggja sé. Borgaryfirvöld í Utrecht réðust í verkefnið um að veita biðskýlunum græna yfirhalningu árið 2019 og eru nú 316 biðskýli komin með gróðurþekju. Markmið verkefnisins er að gróðurinn fangi svifryk og stuðli þannig að hreinna lofti, veiti kælingu í hitum og síðast en ekki síst að ýta undir líffræðilegan fjölbreytileika í borginni með því að laða að fugla, býflugur, fiðrildi og önnur frjóvgandi skordýr. Sum gróðurþökin eru jafnframt með sólarsellum til að knýja ljósgjafa og sjálfvirk áveitukerfi regnvatns. Fleiri hollenskar borgir hafa fylgt í fótspor Utrecht. Yfirvöld í Amsterdam hafa til að mynda hug á að grænklæða um 500 sporvagnabiðskýli og hófust handa árið 2020. Hugmyndin um lifandi gróðurþök á biðskýli hefur síðan farið um eins og eldur í sinu og borgir víða um lönd tekið hana upp. Má þar nefna þýskar borgir, þ.á m. Hamborg, þar sem gróðurbiðskýlin eru hluti af löngum lista metnaðarfullra grænþakaverkefna. Þá hafa Bretar, Bandaríkjamenn, Svíar, Tékkar og Japanir, svo einhverjir séu nefndir, stokkið á þennan vagn. Íslensk gróðurþök frá landnámi Plöntuþök og -veggir bygginga verða æ algengari bæði í þéttbýli og dreifbýli, sem hluti af að bæta lífsgæði og vistkerfi. Jafnframt er slíkt notað til að auka líftíma þaka, til einangrunar, kælingar, birtu- og hljóðvistarstjórnunar, bindingar kolefnis, ryks og mengunar og til vatnssöfnunar m.a. til að minnka álag á holræsakerfi. Rannsóknir hafa sýnt að slík græn þök verndi mögulega gegn rafsegulbylgjum. Ýmis skordýr þrífast á þökum auk annarra smádýra og örvera. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn, til dæmis, settu sér það markmið að allar opinberar byggingar með þakhalla undir 30 gráðum yrðu með gróðurþekju á þaki og að við endurnýjun eldri flatra þaka yrði einnig notuð gróðurþekja. Íslendingar hafa nýtt grasþök allt frá landnámi en þau urðu æ sjaldgæfari eftir því sem leið fram á 20. öldina. Áhugi fer þó vaxandi á gras- og plöntuþökum á nýjan leik. Þá er horft til þess að nota þurrkþolnari tegundir en gras í gróðurlagið og valdar tegundir sem gera litlar kröfur til vaxtarlags, næringar og viðhalds. Hnoðrar algengastir á biðskýlunum Á vefnum BrightVibes segir að fyrirtækið Roofmeadow hafi hannað grænt jurtaþak sem unnt er að setja ofan á flest öll hefðbundin biðskýli en fjölmörg fyrirtæki sérhæfa sig nú í gerð grænna þaka og veggja. Í upphafi var einkum notast við hnoðrategundir, Sedum, þar sem sú planta stendur vel af sér þurrk og þarfnast lítils viðhalds. Nú er þó verið að skoða hvernig fleiri plöntutegundum gengur að dafna á biðskýlum vítt og breitt um heiminn, svo sem nellikum. /sá Plöntun á þaki biðskýlis í Utrecht í Hollandi. Græn biðskýli hafa víða skotið upp kollinum í þágu vistverndar. Mynd / BrightVibes Endurnýjandi landbúnaður, eða eins og það útleggst á frummálinu, „regenerative farming“, er sívinsælli í umræðunni enda m.a. talinn afar jarðvegsbætandi. Á fréttasíðu The Guardian nú um miðjan mánuð segir frá stöllunum og umhverfisverndarsinnunum Francescu Cooper og Hollie Fallick sem reka saman bæinn Nunwell. Þeirra markmið er að næra náttúruna í kringum sig hið allra helsta, enda telja þær beint samband milli heilsu jarðvegs, mannfólks og dýra. Grunnreglur endurnýjunar Hugmyndin er sú að með því að fylgja grunnreglum endurnýjunar – að hrófla sem minnst við jarðveginum, halda honum þöktum gróðri, viðhalda þannig lifandi rótum, rækta fjölbreytt úrval jurta og grænmetis auk þess að nota beitardýr – að þannig sé hægt að endurnýja úr sér gengna og næringarsnauða jarðvegi og framleiða næringarríkari fæðu. Þessi hugmynd virðist kveikja í fleirum en þeim ofannefndu. Er talið að margir þeirra bænda sem áður hafa stundað hefðbundinn búskap séu smátt og smátt að tileinka sér einhverjar grunnreglnanna og má nú sjá – víðar en áður – kjúklinga gogga í jarðveg samhliða kúm og gæða sér á grænkáli og baunum samhliða svínum. Við slíkar aðstæður er um þekjuræktun að ræða og fjölbreytni í plöntuvali ætluð til þess að auka næringarefni í jarðveginum. Jákvæð viðbrögð víða Skriðþungi hreyfingarinnar virðist vera óstöðvandi. Í ESB tóku umbætur á CAP ( Common Agricultural Policy eða Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins) gildi í janúar, með Farm to Fork-stefnu sambandsins sem miðar að því að draga úr áburðarnotkun um 20%. Einnig er áætlað að helminga notkun skordýraeiturs og þá í kjölfarið tap næringarefna í jarðvegi. (Farm to Fork-stefnan miðar að því að flýta fyrir umskiptum okkar yfir í sjálfbært matvælakerfi sem ætti að hafa hlutlaus eða jákvæð umhverfisáhrif, hjálpa til við að draga úr loftslagsbreytingum og laga sig að áhrifum þeirra auk þess að auka líffræðilega fjölbreytni.) Á síðasta ári skiptu stjórnvöld í Bretlandi út styrkjum undir merkjum CAP – sem byggðust á magni (ATH) ræktaðs lands – út fyrir umhverfisverndargreiðslur sem verðlauna aðgerðir sem vernda umhverfið. Skotland tekur svo skrefið heldur lengra en þar miðar landbúnaðarsýn ríkisstjórnarinnar að því að landið verði „alheimsleiðtogi í sjálfbærum og endurnýjanlegum landbúnaði“. Hvorki meira né minna. Skiptar skoðanir Rannsóknir voru gerðar á ágæti stefnu endurnýjandi landbúnaðar árið 2018, sem leiddi í ljós að þeir sem fylgdu henni hvað helst höfðu upp úr krafsinu u.þ.b. 30 % minni uppskeru, en þó jókst arður þeirra um tæp 80%. Komið hefur í ljós að eldsneytisnotkun hafi minnkað um vel rúman helming, kostnaður vegna eiturefna til að ráða við illgresi og sveppi um jafnvel allt að 70% og voru bændur sammála um að fleiri krónur kæmu í vasann en áður. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af hugmyndinni, en í grein The Guardian kemur fram að umhverfissinni nokkur, George Monbiot, vísaði í síðasta mánuði alfarið á bug þeirri fullyrðingu að stýrð beit búfjár gæti hjálpað til við að draga úr áhrifum loftslagsvandans. Telur hann frekar að skipta ætti út landbúnaði fyrir verksmiðjur sem rækta mat í rannsóknarstofum úr örverum og vatni með nákvæmni gerjun – á þeim forsendum að „smábúskapur“ eins og hann kallar stefnu endurnýjandi landbúnaðar, muni ekki framleiða nægan mat. Þeir sem aðhyllast hreyfinguna hins vegar koma með þau mótrök að vel sé hægt að ná fæðuöryggi ef betri stjórn færi á bæði búskap og matarvenjum – en samkvæmt skýrslu S a m e i n u ð u þ j ó ð a n n a árið 2021 fer þriðjungur matar til spillis á heimsvísu. /SP Landbúnaðarstefna: Betrumbættur jarðvegur Skemmuvegur 4, Blá gata. hafsport.is KONTRA 400 Sterkir, stöðugir og ósökkvandi bátar fyrir íslenskar aðstæður. PLASTBÁTAR 895.000 kr. (án stýris) 1.495.000 kr. (með stýri og kerru)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.