Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LESENDARÝNI Áhættumatið, forsendurnar og vöktunin Í grein Ragnars Jóhannssonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun, í Bænda- blaðinu hinn 9. mars, er fjallað um forsendur í áhættumati erfðablöndunar. Þar er vísað til reikni lík­ ana, stuðla og forsenda sem margir leik menn eiga erfitt með að skilja. Hér verður áhættu mat erfða­ blöndunar útskýrt á manna máli og jafnframt gerðar athugasemdir við forsendurnar og skort á vöktun til að afla áreiðanlegra gagna. Forsendur áhættumatsins Til einföldunar er forsendum í áhættumati erfðablöndunar skipt niður í fjóra liði (mynd 1): 1. Slysaslepping: Fjöldi eldislaxa sem sleppa úr sjókvíum. 2. Lifun í hafi: Fjöldi eldislaxa sem lifa af sjávardvölina og ganga upp í veiðiár. 3. Dreifing í veiðiár: Fjöldi veiðiáa sem eldislaxa gengur upp í og dreifing þeirra. 4. Hrygning eldislaxa og lifun: Hvernig eldislaxi reiðir af í samkeppni við villta laxinn og erfðablöndun. Ákveðið hlutfall laxeldisseiða og blendinga (afkomenda villtra laxa og eldislaxa) ganga síðan úr veiðiánni til hafs og skila sér í mestu mæli í sömu á eða ár í nágrenninu. Þannig myndast hringrás ef engar mótvægisaðgerðir eru viðhafðar eða þær eru ófullnægjandi. Forsendur úthlutanna Reiknilíkan áhættumats erfða­ blöndunar er notað til að ákveða framleiðsluheimildir til eldis á frjóum laxi á Vestfjörðum og Austfjörðum og fyrir einstaka firði/fyrirtæki. Heildarúthlutun framleiðsluheimilda ræðst mikið af áætluðu umfangi slysasleppinga og lifun strokulaxa frá því þeir sleppa þar til þeir ganga í veiðiár. Úthlutanir í einstaka firði ákvarðast mikið af áætlaðri dreifingu strokulaxa sem koma af hafi og ganga upp í veiðiár, staðsetningu og fjölda veiðiáa í nágrenninu. Þannig að ef ekki er gert ráð fyrir neinni veiðiá í firðinum og mikilli dreifingu eldislaxa er hægt að úthluta miklum framleiðsluheimildum til fyrirtækja sem þar eru með laxeldi. Það á t.d. við í tilfelli eldissvæða á sunnanverðum Vestfjörðum en þar gerir áhættumat erfðablöndunar ekki ráð fyrir að strokulax gangi upp í veiðiár. Raunveruleikinn er því miður allt annar þar sem flestir strokulaxar ganga upp í veiðiár á sunnanverðum Vestfjörðum og mælist töluverð erfðablöndun þar eins og fram hefur komið í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Hafrannsóknastofnun breytti forsendum í líkani áhættumats erfðablöndunar á árinu 2020 sem ekki standast skoðun. Það ásamt forsendum í upphaflegu áhættumati frá 2017 verður betur tekið fyrir í fyrirhugaðri rannsóknaskýrslu höfundar, „Áhættumat erfða­ blöndunar, tillögurnar, gagnrýnin og staðan“. Vöktun ábótavant Áreiðanleiki niðurstaðna úr reiknilíki áhættumats erfðablöndunar eru aldrei betri en þær forsendur sem stuðst er við. Það sem er gagnrýnisvert er að frá því áhættumat erfðablöndunar var fyrst gefið út hefur ekki verið farið í að afla áreiðanlegra gagna með markvissri og skipulagðri vöktun nema á erfðablöndun. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til nokkrar aðferðir við vöktun, hluti þeirra flokkast að vísu ekki undir vöktun og aðrar enn þá á þróunarstigi. Þær vöktunaraðferðir sem hægt er að styðjast við þegar mat er lagt á hlutfall eldislaxa í veiðiám og stofnunin leggur til að nota, hafa í mjög stuttu máli eftirfarandi annmarka: • Rekjanleiki og DNA sýni foreldrafiska: Hefur reynst vel og hægt hefur verið í flestum tilvikum að rekja strokulax til laxeldisfyrirtækis. Ein og sér gefur þessi aðferðafræði engar forsendur fyrir reiknilíkan áhættumats erfðablöndunar eins og það er uppbyggt í dag. • Vöktun lykiláa með Árvaka: Aðeins til staðar í örfáum veiðiám á eldissvæðum og hefur þann annmarka að aðeins er vaktað yfir sumarmánuðina og þannig næst ekki að greina strokulax sem gengur upp eftir þann tíma. • Stroksýni úr veiddum/slepptum fiski: Ómarkviss sýnataka yfir sumarmánuðina sem getur ekki ein og sér gefið upplýsingar um hlutfall eldislaxa í veiðiám. • Söfnun og greining hreisturssýna: Lítil sýnataka eingöngu yfir sumarmánuðina sem gefur litlar upplýsingar um hlutfall eldislaxa í veiðiám. • Erfðagreining smáseiða: Getur gefið upplýsingar um hlutfall eldislaxa í veiðiám eða réttara sagt hlutfall erfðablöndunar. Gallinn er að hér er verið að meta erfðablöndun, nokkuð sem ætti að koma í veg fyrir með öllum ráðum. Að lokum Forsendur í líkani áhættumats erfðablöndunar eru ekki byggðar á traustum grunni og í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að ,,þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi talið að nákvæmari gögn þyrfti þá breyttist áhættumatið töluvert til aukningar við endurskoðun þess árið 2020“. Það segir í raun allt það sem segja þarf er varðar vinnubrögð Hafrannsóknastofnunar í þessu máli. Vöktun er ábótavant og til að fá nægilega áreiðanlegar forsendur um hlutfall eldislaxa í veiðiám þarf að koma á haustvöktun a.m.k. í veiðiám á eldissvæðum. Í haustvöktun er farið í veiðiár að hausti fyrir hrygningu, villtur lax og eldislax talinn og eldislaxinn fjarlægður eftir atvikum. Af óþekktum ástæðum upplýsti Hafrannsóknastofnun ekki stjórnvöld um haustvöktun áður en lög um fiskeldi voru samþykkt á árinu 2019. Síðan af öðrum óskiljanlegum ástæðum hefur stofnunin unnið á móti því að haustvöktun verði tekin upp að norskri fyrirmynd. Valdimar Ingi Gunnarsson sjávarútvegsfræðingur. Valdimar Ingi Gunnarsson. Ósasvæði Bakkadalsár í Arnarfirði. Mynd 1. Einfölduð mynd af forsendum áhættu mats erfða blöndunar. Svartar pílur sýna dreifingu strokulaxa áhættumats erfðablöndunar í veiðiár á eldissvæðum á Vestfjörðum og gráu pílurnar þær ár með laxalykt sem ekki eru teknar með í áhættumatið. „Búfé hefur gengið laust um landið öldum saman og engin lög hafa verið sett sem breyta því réttarástandi“ – Baráttan fyrir ágangsbeit Fyrirsögnin er fengin úr bréfi Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna, sem þau skrifuðu sveitarfélögum landsins í sumar. Ástæðan var álit umboðs­ manns Alþingis, þar sem hann vitnar í stjórnar­ skrárvarinn frið­ helgan eignarrétt landeigenda og segir að þeir þurfi ekki að þola heimildarlausa beit í löndum sínum. Í bréfinu koma þessir hagsmuna­ vörslumenn allra bænda í landinu því sjónarmiði á framfæri að þeir sem eiga kindur sé frjálst að sleppa þeim lausum utan afrétta, til að fóðrast í annarra manna löndum í óleyfi, enda, eins og segir í bréfinu, hefur búfé gengið laust um landið um aldir og engin lög sett sem breyta því. Það vekur furðu að samtök, sem í eru þúsundir landeigenda, skuli álíta það sitt helsta hlutverk að berjast með oddi og egg fyrir því að eignarréttur þeirra sé lítilsvirtur. Sú lítilsvirðing var slæm fyrir samtök sauðfjárbænda en er kostuleg fyrir Bændasamtök Íslands. Til viðbótar er hún arfavitlaus. Grundvallarreglan; skaðabætur Til að stytta sér leiðina um lögin í landinu til forna, og sleppa sögunum þegar ágangur varð tilefni illdeilna og mannvíga, er rétt að hnika sér bara aftur til ársins 1885. Þá skrifaði þingnefnd frumvarp um ágangsmál, sem hún fjallaði um m.a. með eftirfarandi hætti: „Í frumvarpi því, sem nefndin þannig hefur samið, hefur hún byggt það í fyrsta lagi á þeirri grundvallarreglu, sem fylgt hefur verið í eldri lögum, sbr. landsleigubálk Jónsbókar 24. kap., 16. kap. og víðar, ásamt réttarbót Eiríks konungs 1294 við 31. kapítula, að sá, er verður fyrir ágangi af skepnum, eigi almennan rétt til skaðabóta …“ Gæsluskylda, annars kostnaður Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor, fv. formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, var álitinn einn fremsti lögfræðingur landsins. Hann var formaður í nefnd sem ritaði frumvarp, sem varð uppistaðan í fyrstu lögum lýðveldisins um afréttamál, fjallskil, ágangsmál o.fl. nr. 42/1969. Með frumvarpinu skrifaði Ólafsnefndin greinargerð, sem fjallaði um efni frumvarpsins. Þar segir eftirfarandi um ágang: „Menn eru almennt ekki skyldir til að þola ágang búfjár annarra manna í haga sína, nema samkvæmt samningi eða hefð, og eiga auðvitað rétt á því sjálfir að verja þá. En það er ekki nægilegt. Það virðist réttmætt að leggja með nokkrum hætti gæsluskyldu á eigendur og haldsmenn búpenings. Á því sjónarmiði eru ákvæði 37. gr. frumvarps þessa reist, en þar er heimilað að láta fram fara smölun ágangsfjár og rekstur þess á afrétt eða þangað, sem það má vera, allt á kostnað fjáreiganda.“ Allt frá Grágás, sem var skrifuð á þjóðveldisöldinni, hefur verið gæsluskylda á búfé í heimasveitum, þ.e. utan afrétta. Engin lög hafa verið sett síðan sem hafa breytt því. Gæðastýring í plati Líklega er ástæðulaust að nefna samning Bændasamtakanna við þjóðina, sem heitir Gæðastýring í sauðfjárframleiðslu, þar sem þjóðin lofar að greiða kindaeigendum um tvö þúsund milljónir á ári ef þeir á móti haldi dýrunum sínum alfarið á sjálfbæru landi, sem þeir hafa óskorað leyfi til að nýta. Eins og allir vita orðið, þá er sá samningur bara í plati, þ.e. fyrir utan peningagreiðslurnar, enda láta Bændasamtökin samninginn ekki hamla sér í baráttu sinni fyrir þá kindaeigendur sem stelast til að framfleyta skepnunum sínum í löndum nágranna sinna – og fá borgað hjá þjóðinni fyrir gæði. Það lýsir einurð, stefnufestu og málafylgju samtakanna, með afskaplega röngum málstað. Jón Guðmann Pétursson, landeigandi og félagi í Bændasamtökunum. Jón Guðmann Pétursson. Kindur í lausagöngu. Allt frá Grágás, sem var skrifuð á þjóðveldisöldinni, hefur verið gæsluskylda á búfé í heimasveitum, þ.e. utan afrétta. Engin lög hafa verið sett síðan sem hafa breytt því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.