Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LÍF&STARF Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Nýsköpun: Nautatólg í húðvörur Fyrr í sumar úthlutaði matvæla­ ráðherra 577 milljónum úr Matvælasjóði. Styrkt voru 53 verk­ efni en alls bárust 177 umsóknir til sjóðsins. Þær Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir hlutu þriggja milljóna króna styrk til þess að undirbúa og framleiða íslenskar og eiturefnalausar húðvörur gerðar úr nautatólg. Bændablaðið ræddi við Hildi um þessa nýjung. „Hugmyndin kviknaði þegar við, ég og Brynja Hlíf, vorum saman í fæðingarorlofi. Við höfðum rætt það að gaman væri að þróa hugmynd að verkefni sem við gætum unnið að saman. Þar sem við aðhyllumst báðar heilnæman og eiturefnalausan lífstíl reikaði hugurinn fljótlega í þá átt. Við komumst að því að nautatólgin er magnað hráefni þar sem hún hefur svipaða fitusýru samsetningu og mannshúðin, rík af A-vítamíni og sterínsýru, sem algengt er að bætt sé út í aðrar húðvörur, en í nautatólginni er þetta náttúrulega til staðar. Við upphaf verkefnisins höfðum við samband við B. Jensen og Norðlenska og samtals eru þessi fyrirtæki að farga um 100 tonnum á ári af nautafitu. Við veltum því fyrir okkur hvort að það væri hægt að gera eitthvað sniðugt við þetta hráefni og úr varð að þróa krem úr nautatólg,“ segir Hildur. Íslenskar og eiturefnalausar Þær fá innanmör hjá B. Jensen og vinna svo fituna sjálfar þar til hún er nýtanleg í húðvörur. „Við skerum fituna smátt og bræðum með vatni og salti. Því næst er hún síuð og þennan leik endurtökum við nokkrum sinnum. Þannig náum við öllu vatni og óhreinindum í burtu. Að lokum fáum við hreina tólg sem hægt er að nýta í húðvörur. Nautatólgin er eiturefnalaus en það var okkur mikilvægt að búa til eiturefnalausar vörur sem við gætum með góðri samvisku borið á börnin okkar og okkur sjálfar,“ segir Hildur. Aðspurð segir Hildur að stefnan sé að búa til og framleiða hreint krem úr nautatólginni, krem með aðeins einu innihaldsefni. „Í dag höfum við útbúið frumgerð af kremi úr hreinni nautatólg og erum að vinna í að bæta framleiðsluferlið, gera það betra og eins finna út hvernig við getum gert meira í einu.“ Þær stöllur hafa einnig hug á því að prófa sig áfram og fram undan sé framleiðsla á fleiri kremum, sápum og fitu í matargerð, jafnvel að blanda olíum og jurtum við nautatólgina. Vörurnar bera heitið Griðungr Vörurnar eru hannaðar og þróaðar undir nafninu Griðungr og vinna þær að undirbúningi varanna heiman frá sér en þær eru báðar búsettar á Akureyri. Nýlega hlutu þær styrk frá Matvælasjóði en áður hafa þær einnig hlotið styrki frá uppbyggingasjóði SSNE (samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurland eystra) og úr sjóði frá atvinnumálum kvenna. Hildur segir vonir standa til að fyrstu vörurnar verði komnar á markað á næsta ári. Þær halda úti samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála, instagram @gridungr. /þag Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir fengu hugmyndina að gerð húðvaranna í fæðingarorlofi. Þær hafa nú hlotið styrk frá Matvælasjóði til að koma vörunum á markað. Mynd / Aðsend Nautatólgin er eina innihaldsefnið í húðvörunum sem bera heitið Griðungr. Vonir standa til að vörurnar verði komnar á markað á næsta ári. Menntun:éns á Vestfjörðum Íslensku gefinn séns á Vestfjörðum Gefum íslensku séns er heiti átaks sem hefur verið í gangi á Vestfjörðum í sumar. Markmið verkefnisins er að stuðla að vitundarvakningu um íslensku sem annað mál og ná sem víðast um Vestfirði. Að því standa t.a.m. Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær. Aukinn sýnileiki íslenskunnar Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða. Hann segir ýmsa viðburði tileinkaða átakinu hafa verið í sumar, auk námskeiða. „Allt til þess að auka tækifæri fólks, innflytjenda, til að æfa sig í notkun tungumálsins og vekja móðurmálshafa til vitundar, sem er meginmarkmiðið, um hvað máltileinkun felur í sér. Aukaafurð er aukinn sýnileiki íslenskunnar í enskuvæddum heimi,“ segir Ólafur. „Einstaklega skemmtileg er hin svokallaða hrað- íslenska sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema augnamiðið er ekki að ná sér í maka heldur æfa sig í íslensku.“ Sjónum hefur einnig verið beint að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku og var til dæmis í byrjun ágúst námskeið á Ísafirði tileinkað þeim, undir nafninu Tungumálatöfrar. Gefum íslensku séns-átakið á Vestfjörðum stendur hið minnsta til miðs nóvember og er vonast til að Hólmavík stökkvi einnig á vagninn, að sögn Ólafs. /sá Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku. Mynd / Háskólasetur Vestfjarða Íbúar í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra eru orðnir langþreyttir á hraðakstri í gegnum þorpið og vilja fá hraðahindrun til að hægja á umferðinni. Börnin í þorpinu hafa meðal annars tekið málið í sínar hendur og standa með skilti þar sem hraðast er ekið og biðja ökumenn að hægja á sér. Umferðin alltaf að aukast „Það er ekið talsvert hratt í gegnum þorpið og umferð er alltaf að aukast. Það er mun meiri umferð hér í gegn yfir sumartímann enda er hér frábært tjaldstæði og hótel. Margir hægja á sér en það eru nokkrir sem keyra allt of hratt miðað við aðstæður,“ segir Karen Eva Sigurðardóttir, íbúi í Þykkvabæ. Hún segir að það sé búið að senda inn erindi til Rangárþings ytra og óska eftir hraðahindrun en ekkert hafi gerst enn í málinu. „Vonandi fáum við hraðahindrun sem fyrst eða kannski bara gangstétt. Það er óþægilegt að vita af börnum sínum úti í garði við veg þar sem umferð er hröð. Við foreldrarnir teljum þetta skipta miklu máli og höfum áhyggjur af þessu. Við vonum að það verði ekki hér slys á fólki sem mun ýta þessum framkvæmdum af stað,“ bætir Karen Eva við. /MHH Börnin í Þykkvabæ taka málin í sínar hendur Skipað hefur verið nýtt vísinda­ og nýsköpunarráð í samræmi við lög sem tóku gildi nú í vor. Markmið laganna er, skv. tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, að efla stefnumótun og samhæfingu á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar hér á landi svo að styrkja megi íslenskt þekkingarsamfélag og auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Katrín Jakobsdóttir forsætis ráðherra skipaði í sumar fulltrúa í ráðið til næstu fjögurra ára. Hlutverk þess er einkum að veita ráðgjöf um stefnumótun á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar, sérstaklega gagnvart mikilvægum samfélagslegum áskorunum. Einnig að fjalla um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda og setja fram rökstuddar tillögur að umbótum með tilvísun í alþjóðlega þróun á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar, ásamt því að stuðla að upplýstri og gagnrýnni umræðu um vísindi, tækni og nýsköpun, stöðu greinanna og mikilvægi fyrir íslenskt samfélag. Formaður ráðsins er Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. /sá Nýtt vísinda- og nýsköpunarráð Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.