Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÉTTIR Skipulagsmál: Skipulag standi vörð um ræktarland – Innviðaráðherra vill stefnu og aðgerðaáætlun um varðveislu lands sem hentar vel til ræktunar Að verja gott ræktarland sem hentar til matvælaframleiðslu er eitt lykilviðfangsefna skipulags- vinnu á komandi árum. Þetta kemur fram í nýrri Grænbók innviðaráðuneytisins. Landsskipulagsstefna er á þing- málaskrá haustþings. Hefur Grænbók, skýrsla um stöðumat, áherslur og matsáætlun skipulags- mála, verið í samráðsgátt stjórn- valda undanfarnar vikur en því ferli er lokið og nú farið yfir athugasemdir. Grænbókin er liður í endurskoðun á landsskipulagsstefnu 2015-2026. Reiknað er með að næsta skref; Hvítbók, drög að stefnu og umhverfismat, fari í samráðsgáttina um sex vikna skeið frá miðjum september. Að því loknu verður væntanlega orðin til haldbær heildarstefna til 15 ára auk aðgerðaáætlunar til 5 ára og unnt að leggja fram tillögu að þingsályktun þar að lútandi seint á haustþingi. Í lands skipulagsstefnu eru sam þáttaðar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orku- nýtingu og aðra mála- flokka sem varða landnotkun og nýtingu og vernd auðlinda haf- og strandsvæða, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Samkeppni er um land í dreifbýli Í Grænbók segir að meðal lykilviðfangsefna til næstu ára sé að verja þurfi gott ræktarland sem henti til matvælaframleiðslu til að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Margt bendi til þess að landbúnaðarframleiðsla muni aukast í framtíðinni, meðal annars í ljósi vaxandi ferðamannastraums til landsins. Samkeppni ríki um land í dreifbýli vegna aukinnar eftirspurnar eftir landi til skógræktar, undir frístundabyggð, fyrir þéttbýlismyndun í dreifbýli og nýtingu vindorku. Til viðbótar áherslum og verkefnum í landsskipulagsstefnu eru í Grænbók lögð fram fyrstu drög að áherslum hvað varðar meðal annars skipulag í dreifbýli. Er þar tiltekið að tryggja skuli samræmda flokkun land- búnaðar lands með tilliti til ræktunar skilyrða og varðveislu lands sem henti vel til ræktunar. Því eigi almennt ekki að ráðstafa til annarra nota með óaf tu rkræfum hætti. Marka beri s t e fnu um landnýtingu sem vinni gegn loftslagsbreytingum, auki við námsþrótt vistkerfa og samfélaga og stuðli að verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Sett eru fram markmið um sjálfbæra nýtingu landbúnaðarlands og með þeim hætti eigi skipulag landnotkunar að stuðla betur að möguleikum á fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu þess í sátt við umhverfið. Í viðauka Grænbókar kemur fram áhersla innviðaráðherra á að landi sem hentar vel til ræktunar sé ekki ráðstafað til annarra nota. Umræða um innlenda framleiðslu á matvælum og fæðuöryggi hafi aukist á síðustu árum, ekki síst vegna skorts á aðföngum vegna heimsfaraldurs, stríðsátaka í Evrópu og umhverfisbreytinga vegna loftslagsvár. Við endurskoðun landsskipulagsstefnu verði því lögð áhersla á að sett verði fram stefna og skipulagsaðgerðir um varðveislu lands sem henti vel til ræktunar. Fram kemur að umfang land- búnaðarlands hérlendis liggi ekki ljóst fyrir en talið að um 6% af flatarmáli landsins sé gott ræktunar- land, eða um 6.000 km2. Flokkun landbúnaðar- lands vandasöm Samkvæmt Grænbók er á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis lokið að hluta gerð leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands til nota við skipulagsgerð og aðra stefnumótun um landnýtingu, í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Landgræðslu ríkisins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skipulagsstofnun og Skógrækt ríkisins. Fram kemur að sveitarfélög hafi kallað eftir leiðbeiningum um hvernig beri að móta stefnu í aðalskipulagi á grundvelli flokkunar landbúnaðarlands. Skipulagsstofnun hefur, sam- kvæmt Grænbók, ekki synjað sveitar- félagi um staðfestingu aðalskipu- lags á grundvelli þess að stefna aðalskipulagsins eða einstök markmið þess samræmist ekki eða styðji ekki við markmið landsskipulagsstefnu. Þó hafi stofnunin bent á atriði, í vinnslu- tillögu aðalskipulags, þar sem að hennar mati hafi leikið vafi á samræmi, m.a. varðandi stefnu um sjálfbært dreifbýli. Hafi Skipulags- stofnun bent á að vandséð væri hvernig íbúðabyggð í dreifbýli, sem ekki er í tengslum við búrekstur eða aðra starfsemi þar, styddi við markmið landsskipulagsstefnu um sjálfbærni byggðar og hagkvæma uppbyggingu eða að slík landnotkun stæði vörð um gott landbúnaðarland. Dæmi væru um að landbúnaðar- landi sem flokkist sem úrvals ræktarland væri ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti, oftast undir samfellda byggð. 7,7 prósent ungmenna vildu búa í sveit Í fyrra voru rafrænir spurningalistar lagðir fyrir sveitarfélögin, meðal annars um innleiðingu landsskipu- lagsstefnu í skipulagsáætlanir þeirra. Í svörum kom til dæmis fram að kerfi og ferli skipulagsmála þyki þungt í vöfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Árekstrar verði í dreifbýli á milli íbúa með landbúnaðarstarfsemi og nýrra íbúa sem vilja búa í sveit en óski eftir sömu þjónustu og í þéttbýli. Lögð er í Grænbók áhersla á samþætta byggðaþróun í þéttbýli og dreifbýli, t.a.m. með eflingu þeirra meginkjarna sem fyrir eru og að fjölgun íbúða í dreifbýli verði fremur í tengslum við og til að styrkja landbúnað og aðra staðbundna nýtingu eða atvinnu- starfsemi. Þá var spurningakönnun send út til fólks á aldrinum 16-20 ára og bárust 415 svör. Kom í ljós að 44% þátttakenda vildu helst búa á höfuðborgarsvæðinu, 27,5% í útlöndum, um 20% vilja búa í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins og 7,7% vilja búa í sveit. Þeir þættir sem skiptu unga fólkið hvað mestu máli við val á búsetu voru atvinnumöguleikar, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, tækifæri til menntunar og gott aðgengi að þjónustu. Með grænni dreifbýlis- þróun segir Grænbók að lögð sé áhersla á að mögulegt sé að lifa góðu lífi á dreifbýlum svæðum, með aðgangi að góðri grunnþjónustu, innviðum og húsnæði eftir þörfum. Mikilvæg forsenda þróunarinnar sé hækkandi hlutfall aldraðra, færra ungt fólk og fjölbreyttari samfélög. /sá Í Grænbók um skipulagsmál er lagður grunnur að umræðu um stöðu skipulagsmála og sett fram lykilviðfangsefni, framtíðarsýn og áherslur við gerð stefnu til komandi ára. Mynd / Samráðsgátt Mynd / Grænbók Útlit er fyrir að aukin eftirspurn verði eftir landi til framleiðslu vottaðra kolefniseininga með kolefnisbindingu eða stöðvun losunar frá landi. Mikil ábyrgð hvílir á sveitarfélögunum að staðið sé að slíkum verkefnum í samræmi við stefnu stjórnvalda og alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. um verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Úr Grænbók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.