Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Með blandaðan sauðfjárstofn Á búinu, sem eins og áður segir, er með 850 ær, eru m.a. 40 Texel ær. Þær eru einungis notaðar til framleiðslu á kynbótahrútum, sem svo aftur eru notaðir á þorra hinna ánna sem eru að meginstofni af skosku svarthöfðafé. Ærnar bera oftast 5-6 sinnum á ævinni á þessu búi, en sumar verða eðlilega mun eldri og er sú elsta í ár 12 ára. Í Skotlandi er heimilt að samstilla ær og það er gert á búinu aðallega til að dreifa burðinum betur. Þannig eru 80 ær samstilltar og svo hleypt til þeirra þannig að þær fái burðardag um miðjan febrúar. Þetta léttir mikið vinnuálagið á búinu en þessar ær bera þá inni en aðrar bera allar úti og án aðstoðar að mestu. Aðspurð um hvort staðin sé næturvakt á sauðburði þá sögðu þau það ekki vera, mjög sjaldgæft væri að hjálpa þyrfti kind við burð og þær væru sterkar mæður sem verðu lömb sín ef rándýr ber að. Góð frjósemi Frjósemin á búinu er mjög góð, 1,99 lömb að jafnaði og þá talinn með burður gemlinga. Eins og gefur að skilja er þónokkuð um þrílembur eða jafnvel ær sem bera fleiri lömbum. Þar sem flestar ærnar bera út er erfitt að ná aukalömbunum nýfæddum og venja undir einlembur eða ær sem hafa misst. Þessi aukalömb eru því tekin heim og alin í sérstakri aðstöðu, þar sem þau fá hey og kjarnfóður að vild auk þess sem þau fá mjólk úr fóstru í 5 vikur, en eru þá snöggvanin af mjólk. Í ár voru þau með 184 lömb sem voru alin með þessum hætti. Slátra aðra hverja viku Meðalfallþunginn á búinu undan- farin ár hefur verið 21,4 kíló og er það með vilja gert, þ.e. að hafa hann ekki hærri. Skýring á því er sú að lömb sem eru þyngri en 22 kíló falla í slakari verðflokk. Fyrsti hópur lamba fór í slátrun í byrjun júní í ár og um var að ræða lömb undan Texel ánum, sem talin voru fyrst tilbúin til slátrunar. Nicola sagði að hún stefni að sem mestum fallþunga, en þó að halda þeim innan framangreindra 22ja kílóa fallþunga. Til að ná sem mestum hagnaði af sauðfjárræktinni er því notuð sjálfvirk tölvuvog sem hópurinn er vigtaður með og sé réttum lífþunga náð, flokkar kerfið lambið sjálfkrafa til hliðar fyrir sláturbílinn. Hreint magnað kerfi. Þau senda svo lömb í slátrun tvisvar í mánuði, allt fram í október, þegar síðustu lömbin fara. 1.230 krónur fyrir kílóið! Í byrjun sumars er verðið á lambakjöti í Skotlandi nokkuð hátt og fengust 7,2 pund fyrir kílóið við fyrstu slátrun, eða um 1.230 krónur. Þegar íslenski hópurinn var í heimsókn var komið að annarri slátrun og reiknaði Nicola með að fá töluvert lægra verð að þessu sinni eða um 6,3 pund fyrir kílóið eða sem svarar 1.070 króna. Ullin kostar Unnusti Nicolu vinnur við rúning og fósturvísatalningar og sagði hann aðeins frá sínu starfi. Hann fær 1,4 pund fyrir rúninginn eða um 240 krónur. Bændur borga þó meira en það eða 1,7 pund fyrir rúninginn. Mismunurinn, um 50 krónur, rennur til verktakafyrirtækis sem tekur sem sagt mismuninn í umsýslukostnað en verktakafyrirtækið á allan tækjabúnað, nema klippurnar, og sér verktakinn einnig um það sem snýr að bókhaldi, verkskipulagi o.þ.h. Nicola sagði að hún fengi ekki nema 0,3 pund fyrir kílóið af ullinni núna, um 50 krónur, og að hún fái fyrst greitt fyrir ullina 12 mánuðum eftir að hún sendir hana inn. Hún sagði einnig að ullin standi engan veginn undir rúningnum, sem er þveröfugt á við stöðuna fyrir nokkrum árum. Þá hafi bændur fengið mun meira fyrir ullina og hún hreinlega skilað tekjum og því heyrist nokkuð í skoskum bændum núna þ.e. vegna lágs ullarverðs. Hún sagði þó réttilega að þetta sé í raun dýravelferðarmál, ærnar þarf einfaldlega að rýja, og því ekki beint hægt að horfa beint á útreikninginn þ.e. að ullarverðið eigi einhvern veginn að standa undir kostnaðinum við rúninginn. Þetta snúist um heildarveltu búsins og sagði hún ekki rétt að horfa einangrað á einn hluta rekstrarins eins og t.d. kostnað við að rýja og tekjur af ull. Simmental holdakýr Holdakýrnar, sem eru 240 talsins, eru að stofninum til Simmental en þarfanautin sem hvert um sig sinnir 40 kúm, eru aftur á móti af bæði Charolaise og Limousine kyni. Þau hafa á undanförnum árum verið með þessi naut til skiptis og í ár voru þetta 5 einkar myndarleg Charolaise naut og eitt Limousine, hvert um sig í kringum eitt tonn að þyngd! Bústofninn er því að verða blandaður hægt og rólega en ekki var frekar útskýrt af hverju þessir ábúendur ákváðu að fara þessa leið í ræktun. Kýrnar bera í tveimur hópum Kýrnar bera í tveimur meginhópum þar sem helmingur þeirra ber að vori og hinn að hausti. Með þessu fæst jafnara álag á beitina og vinnulagið á búinu. Burðurinn fer allur fram í sérstakri inniaðstöðu, þar sem hægt er að fylgjast með þeim, merkja kálfana o.s.frv. og setja svo kú og kálf út þegar búið er að merkja og skrá. Sama aðstaða er svo notuð að hausti, þegar hinar 120 bera. Með fimm vindmyllur Búið er ekki einungis með ær og kýr heldur einnig fimm vindmyllur og er hver þeirra 2,05 MW að stærð, alls 58 metra háar upp í mitt stöðvarhúsið. Tilkomumikil mannvirki sem ábúendurnir voru mjög ánægðir með enda skila þessar vindmyllur gríðarlega mikilvægum tekjum inn á búið. Í Skotlandi fá bændur, þ.e. landeigendur, greidda landleigu fyrir hverja vindmyllu í samræmi við orkuframleiðslu hennar. Fæstir bændanna eiga vind- myllurnar sjálfir heldur eru þær í eigu orkufyrirtækja, sem aftur fá aðgengi að landi bændanna gegn hlutfallsgjaldi. Ekki var sérstaklega nefnt hvert þetta hlutfall var en þau upplýstu að hver vindmylla hefði í fyrra skilað þeim 250 þúsund pundum í leigutekjur, eða nærri 43 milljónum króna! Þá nefndu þau að í samanburði við veltuna af sauðfjárbúinu þá þarf ekki nema tvær vindmyllur til að skila sömu veltu og allar 850 ærnar. Það þarf vart að undra að bændur í Skotlandi kjósi að fá vindmyllur upp á hæðirnar við bú sín enda hefur tilkoma vindmyllanna bjargað mörgum búum í dreifbýli Skotlands, þar sem tekjustofn þeirra hefur styrkst gríðarlega eins og sést á framanrituðum tölum. Í næsta tölublaði Bænda- blaðsins verður birtur síðari hluti umfjöllunarinnar um bænda- heimsóknir þessarar áhugaverðu Skotlandsferðar ungra bænda í sumar. Graeme Fraser fyrir miðju ásamt hinum íslensku gestum. Mynd / Graeme Fraser Hæst dæmda kvíga Stóra-Bretlands árið 2023. Mynd / Snorri Sigurðsson Hluti nautanna sem fara á uppboð í október. Mynd / Lára Þorsteinsdóttir Roelfs | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.