Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 LÍF&STARF Stóðréttir haustið 2023 Stóðréttir verða með sama brag og venjulega og birtist hér listi yfir þær helstu á landinu. Listi yfir fjárréttir eru á blaðsíðum 32-33 og upplýsingar um viðbætur eða leiðréttingar skal senda á netfangið rebekka@bondi.is. /smh Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. sunnudaginn 1. október 11.00 Árhólarétt (Unadalsrétt) við Hofsós, Skag. föstudaginn 29. september Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 29. september Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. Vantar upplýsingar Fossárrétt á Skaga, A.-Hún. laugardagur 16. september Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnud. 17. september kl. 16.00 Kjalarlandsrétt, A.-Hún. laugardaginn 16. september Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 30. september Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. október Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. sunnud. 10. september kl.11.00 Selnesrétt á Skaga, Skag. laugardaginn 16. september Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 16. september Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag.17. sept. kl.11.00 Staðarrétt í Skagafirði laugardaginn 16. september Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 7. október Unadalsrétt (Árhólarétt) við Hofsós, Skag. Upplýsingar vantar. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. sunnud. 24. sept. kl. 09.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugard. 7. október kl. 11.00 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. október Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugard. 30. sept. kl. 12:30 Þykkvibær: Kartöflubú yfirleitt fjölskyldubú Hjónin Sigurbjartur Pálsson og Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir eru kartöflubændur á Skarði í Þykkvabæ. Þau hafa stundað kartöflubúskap frá árinu 1982. Flest búin í Þykkvabænum eru með 25–30 hektara af kartöflugörðum, en það er stærð sem hentar vel tveimur einstaklingum eða hjónum. „Það hefur þróast þannig hérna að það eru hjón utan um þennan rekstur mjög víða,“ segir Sigurbjartur. Búin nýta þá ekki utanaðkomandi vinnuafl, nema á álagspunktum á vorin og haustin. Þá eru það oftast fjölskyldumeðlimir sem hlaupa undir bagga. Í Þykkvabænum er eitt bú sem er umtalsvert stærra en öll hin, en það er rekið af tveimur bræðrum og föður þeirra. Geta geymt í heilt ár „Við geymum kartöflurnar sjálf og gerum þær tilbúnar til sölu, hvort sem það er að setja þær í kílóapoka eða stærri einingar úti í verksmiðju. Það er stöðug vinna allt árið,“ segir Sigurbjartur um hvað bændurnir geri utan álagspunkta. Kartöflubúskap fylgir jafnframt nokkur vélakostur og eru veturnir nýttir í viðhaldsvinnu. Heima á bæ eru þau með aðstöðu til að þvo og pakka kartöflum sem eru seldar undir merkjum Þykkvabæjar ehf. Enn fremur senda þau hluta sinnar uppskeru í kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, sem fer þá í frekari vinnslu. Hjónin eru með stórar kæligeymslur á Skarði, þar sem kartöflurnar eru geymdar yfir veturinn. Með réttu raka- og hitastigi ná þau að geyma kartöflurnar í heilt ár. Búum hefur fækkað Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur fækkað á undanförnum áratugum. Sigurbjartur segir lítið um að ungt fólk taki við þegar eldri bændur láta af störfum. Enn fremur var afkoman slæm á tímabili og fóru nokkrir bændur á hausinn. Þegar Sigurbjartur var að alast upp voru búin nálægt 40, en þá voru þau jafnframt minni. Nú séu einungis tíu kartöflubú eftir í þorpinu. „Þetta er búgrein sem getur sveiflast alveg rosalega,“ segir Sigurbjartur. Hann segir hjónin hafa upplifað að verða fyrir næturfrosti í júlí, sem verður til þess að uppskeran er lítil sem engin. Sigurbjartur segir að í venjulegu árferði sé kartöflurækt ekkert verri en annar búskapur. „Við komumst alveg bærilega af.“ Ný afbrigði mikilvæg Sigurbjartur segir að úti í Evrópu sé stanslaust verið að búa til ný kartöfluafbrigði. Samkvæmt honum koma kartöflubændur í Hollandi tíu þúsund afbrigðum í umferð á hverju ári, og þeir telja sig góða ef tvö eru enn í notkun að tveimur árum liðnum. Íslenskir kartöflubændur njóta góðs af þessu og flytja inn útsæði af nýjum afbrigðum. Íslenskir neytendur eru hrifnastir af Gullauga og rauðum íslenskum, en Sigurbjartur segir að það séu orðin á margan hátt úrelt afbrigði. Þau eru til að mynda afar viðkvæm fyrir kartöflumyglu, á meðan erlendu afbrigðin eru sérstaklega þróuð til að vera með mikla mótstöðu gegn myglu, sem er landlæg í Evrópu. Götuskráð, hvít númer Krókur, dráttargeta 680 kg Ultramatic sjálfskipting 10 ára ábyrgð á reim, 5 ára ábyrgð á hjóli Hátt og lágt drif og driflæsingar Einungis 307 kg með bensíni og olíum Warn spil að framan Rafmagnsstýri Þrautreynd við íslenskar aðstæður — verð frá 2.560.000 kr. Mikið úrval aukahluta í boði s.s. aukasæti og fótstig, framrúða, töskur omfl. YAMAHA GRIZZLY EPS FJÓRHJÓL — klár til afgreiðslu! Yamaha á Íslandi Kletthálsi 3, 110 Reykjavík S 540 4980 | www.yamaha.is Umboðsaðili Sigurbjartur Pálsson og Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir voru nýbúin að taka upp kartöflur þegar Bændablaðið bar að garði, en þessar fara beint í sölu eftir pökkun. Kartöflugarður í fullum vexti í Þykkvabæ. Kartöflubúið Skarð í bakgrunni. Flest kartöflubúin í þorpinu eru 25 til 30 hektarar, sem er sú stærð sem hentar tveimur einstaklingum best. Myndir / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.