Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 FRÉTTIR Vistkerfi: Ástand lands slæmt ofan 180 metra hæðar á annesjum Leggja ber meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu. Nýverið birtist íslensk vísinda- grein sem setur fram líkan til að skýra hvaða þættir varpa best ljósi á núverandi ástand íslenskra vistkerfa og sem endur- speglar þanþol kerfanna gagnvart nýtingu og náttúrulegum áföllum í gegnum aldirnar. Niðurstöður hennar benda til að leggja beri meiri áherslu á að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum fyrir landnýtingu. Votlendisvistkerfin hafa almennt meira þanþol gagnvart nýtingu og áföllum og því eru votlend landsvæði almennt í betra ástandi. Mismikið þanþol Í umfjöllun um greinina á vef Landgræðslunnar segir að vistkerfi á landi hafi haft mismunandi mikið þanþol gagnvart land- nýtingu, áföllum vegna eldgosa og kuldatímabili, sem leiði til mismunandi ástands þess í dag. Í greininni hafi verið notuð nýstárleg aðferð sem byggist á að í slembiúrtaki hafi 500 reitir verið lagðir út í landfræðilegum gagnagrunni, hver 250 ha að stærð. Vistfræðilegt ástand hvers reits var metið út frá stöðumati GróLindar og kannað hvort samband væri milli ástandsins og útbreiðslu votlendis, hæðar yfir sjávarmáli, halla, tilvistar urðarskriða, nánd við eldvirk svæði og landfræðilega legu (þ.e. hvort reiturinn væri á Suður- og Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Vestfjörðum eða annesjum norðanlands). Almennt slæmt ástand ofan 180 m hæðar annesja Breyturnar reyndust allar hafa marktæk áhrif á núverandi ástand landsins en áhrifin eru mismikil og breytileg eftir landsvæðum. Í ljós kom að hæð yfir sjávarmáli og útbreiðsla votlendis eru mikilvægustu breyturnar. Niðurstöðurnar sýna að ástand lands er almennt slæmt (GróLind, einkunn 3 eða lægri) ofan 180 m hæðar á annesjum en samsvarandi hæð er nokkru ofar inn til landsins á öðrum svæðum. Greinin birtist í vísindatíma- ritinu PLOS ONE og nefnist „A framework model for current land condition in Iceland“ og eru höfundar hennar Ólafur Arnalds, Bryndís Marteinsdóttir, Jóhann Þórsson og Sigmundur Helgi Brink. /sá Samkvæmt nýrri skýrslu þarf að vernda vistkerfi á hálendi og annesjum Íslands fyrir landnýtingu. Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir Já 360° bíllinn: Myndað fyrir kortavefinn Í sumar hefur sérútbúinn bíll á vegum Já keyrt um landið og tekið 360°myndir fyrir kortavef Já.is. Bíllinn var til dæmis nýlega í Grímsey og Hrísey að taka myndir. Þetta er sjötta sumarið sem bíllinn keyrir um landið, en fyrsta ferðin var farin sumarið 2013. Myndatakan háð veðri „Í bílnum er tölva sem sýnir bílstjóranum þau svæði sem á að mynda og hvað búið er að mynda. Myndatakan er auðvitað háð því að veður sé gott og þurrt, svo það þarf stöðugt að vera að laga akstursáætlanir að veðurspám. Eftir að tökum lýkur í sumar eru myndirnar fyrst keyrðar í gegnum hugbúnað sem skyggir m.a. bílnúmer og andlit fólks og svo yfirfarnar aftur af starfsfólki áður en þær eru birtar á kortavef Já.is í haust,” segir Mekkín Bjarkadóttir, viðskiptastjóri hjá Já. Vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð myndaðir Bíllinn og myndavélarnar í honum, ásamt bílstjóranum Sigurði Júlíusi Guðmundssyni, hafa haft nóg að gera í sumar. „Já, já, meira en nóg að gera. Áherslan hefur verið lögð á að endurnýja myndir af helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni og bæta við nokkrum svæðum sem við eigum ekki myndir af. Einnig að uppfæra hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem hafa tekið hvað mestum breytingum síðastliðna 12 mánuði. Við höfum nú þegar lokið landsbyggðinni og eigum bara eftir 1-2 daga á höfuðborgarsvæðinu. 30 þúsund nota Já.is kortið Meðal nýrra svæða sem við mynd- uðum á landsbyggðinni í sumar eru Grímsey, Kárahnjúkar, Strandir, Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng, Norðfjarðargöng og vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð,“ segir Mekkín. Á þessari slóð, https:// um.ja.is/360, er lifandi kort sem sýnir hvað er búið að mynda í sumar. Mekkín segir að um 130 þúsund manns noti Já.is kortið í hverjum mánuði og um 60 þúsund nota 360° myndirnar. Myndirnar eru einnig grunnurinn að „Já Flakk“, en leikurinn gefur fólki kost á að flakka um landið og giska á hvar það er statt. Leikurinn fór í loftið í lok árs 2017 og hafa um 80 þúsund manns spilað leikinn frá upphafi. Sá sem hefur spilað leikinn oftast hefur klárað 2.488 leiki,“ segir Mekkín hlæjandi. /MHH Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is. Mynd /Aðsend www.eco-garden.is Varnarefni fyrir alla bændur Strandabyggð: Nýr Íslandsmeistari í hrútadómum Þrír stigahæstu keppendurnir á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli. Til vinstri er Gunnar Steingrímsson, sem var í þriðja sæti. Í miðjunni er Íslandsmeistarinn, Jón Stefánsson. Til hægri er Elvar Stefánsson sem hreppti annað sætið. Mynd / Sauðfjársetur á Ströndum Íslandsmeistaramótið í hrúta- dómum var haldið í tuttugasta skipti núna á sunnudaginn. Þar fór Jón Stefánsson frá Broddanesi á Ströndum með sigur af hólmi. Samtals 63 tóku þátt í hrútaþuklinu, en keppt var bæði í flokki vanra og óvanra hrútadómara. Eins og áður segir, er Jón Stefánsson nýkrýndur Íslandsmeistari í hrútadómum og er þetta í fyrsta skipti sem hann sigrar. Í öðru sæti var Elvar Stefánsson frá Bolungarvík, sem var Íslandsmeistari árið 2010. Í þriðja sæti var Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti. Í flokki óvanra vann Fanney Gunnarsdóttir, frá Stóra- Holti. Hún á hæfileikana ekki langt að sækja, enda hreppti faðir hennar þriðja sætið í flokki vanra. Í öðru sæti var Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir á Kollsá og að lokum var Kormákur Elí Daníelsson frá Hólmavík í þriðja sæti. Í samtali við Bændablaðið, segist Jón Stefánsson þakka reynslu sem hann öðlaðist við ómskoðun lamba til fjölda ára. Þar var hann í miklu samneyti við ráðunauta, sem kenndu honum hvernig ætti að stiga hrúta. Jón, sem er 75 ára, segist enn geyma þessa þekkingu í höfðinu og höndunum. „Þú þarft að gefa einkunn fyrir haus, háls, herðar, bringu útlegur, bak, malir, læri, samræmi, ull og fætur. Þú þarft að vinna þetta í höndunum og vita hvernig kindin á að vera,“ segir Jón. Reyndustu ráðunautar landsins voru búnir að gefa fjórum hrútum einkunn fyrirfram og snérist keppnin um að gefa stig sem næst dómum ráðunautanna. „Það hafa aldrei verið svona jafnir og góðir hrútar í öll þau ár sem ég hef keppt. Þetta voru svakalega flottir hrútar,“ segir Jón, en þeir voru fengnir frá Miðdalsgröf. /ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.