Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Fyrsta bændaheimsóknin var á holdakúabúið Newton of Idvies þar sem hinn þekkti bóndi Graeme Fraser tók á móti hópnum. Hann er með eitt þekktasta holdakúabú Skotlands og að sjálfsögðu með Aberdeen Angus, enda annálaðir skoskir gripir. Hjörðin hans er með 70 kúm og nokkrum þarfanautum ásamt uppeldi. Þarna hafa verið Angus gripir síðan 1959 og vandfundið bú með jafn þrautræktuðum gripum, enda selt marga lífgripi til annarra bænda víða í Evrópu áður en Brexit varð að veruleika en þá lokaðist á sölu lífdýra frá Stóra-Bretlandi. Að vera með einungis 70 holdakýr þykir ekki mikið í Skotlandi en það er nóg fyrir Graeme enda selur hann um þriðjung gripa sinna til lífs og skilar það mjög miklum bústekjum. Þriðjung notar hann heima og sendir svo afganginn í sláturhús. Búið er ekki frekt á vinnu og við það starfa einungis Graeme auk þess sem pabbi hans, 77 ára, grípur í verk öðru hverju. Annars starfa ekki aðrir á búinu. Selur nánast allt á uppboðum Líkt og margir skoskir bændur selur Graeme nánast alla gripi sína á uppboðum en tvö meginuppboð eru notuð við lífdýrasölu. Á þessum uppboðum, sem haldin eru í október og febrúar, eru gripirnir í kringum 13-15 mánaða að jafnaði og er miðað við að 15 mánaða gamlir gripir séu 750 kíló á fæti en 13 mánaða hafi náð 650 kílóa lífþunga. Fyrir kvígurnar fær hann þetta í kringum 2.500-3.500 pund eða sem svarar til 430-600 þúsund krónur en nautin eru að leggja sig á 10-20.000 pund eftir gæðum eða á bilinu 1,7-3,4 milljónir hvert! Fyrir gripi sem fara í slátrun fær hann um 2.100 pund fyrir 390 kílóa fall, enda sé þá gripurinn yngri en 16 mánaða, eða um 360 þúsund íslenskar krónur. Fyrir kýrnar sem fara í slátrun fær hann svipaða upphæð en þær eru þó mun þyngri og meðalfallið í kringum 690 kíló á þessu búi. Kaupir árlega nokkur naut Til að viðhalda bústofninum kaupir Graeme að naut frá öðrum bændum og notar einungis 1 af eigin nautum í ræktunina árlega. Þegar hann velur þarfanaut notar hann nokkuð áhugaverða nálgun. Hann notar eitt háfætt naut, eitt lágfætt og eitt rýmismikið auk þess sem eitt naut á að hafa blandaða eiginleika. Þetta gerir hann til að hámarka mögulega útkomu hjarðarinnar en mjög misjafnt er hvaða eiginleikum bændur sækjast eftir hverju sinni og hann getur því boðið upp á afar fjölbreytta möguleika. Í ár borgaði hann samtals 60.000 guineas fyrir nautin þrjú sem hann keypti, eða sem nemur 10,7 milljónum króna og þar af kostaði eitt þeirra 5,4 milljónir króna. Guineas er ævaforn gjaldmiðill, sem notaður er fyrir kaup á lífgripum í Stóra-Bretlandi, en 1 guineas samsvarar 1,05 pundum þar sem 0,05 pund fara til uppboðshússins sem þóknun. Selur fósturvísa til útflutnings Eftir að Brexit varð að veruleika, og sem Graeme hafði nákvæmlega ekkert gott að segja um, lokaðist á allan útflutning lífdýra til Evrópu en það var stór og mikilvægur markaður fyrir skoska bændur. Þessi markaður er enn lokaður og sér ekki fyrir endann á því en til þess að mæta þessu áfalli byrjaði Greame að láta skola efnilegustu kvígurnar og selja úr þeim fósturvísa. Hver fósturvísir er seldur á 300 pund eða um 51 þúsund krónur. Þegar Íslendingahópinn bar að garði var einmitt ein besta kvígan hans í undirbúningi fyrir skolun. Hún er hæst dæmda Aberdeen Angus kvígan í Bretlandi, byggt á bakvöðvaskönnun, en í Skotlandi eru kynbótagripir skannaðir á bakvöðva fyrir fitulagi, vöðvafitu og vöðvaþykkt. Þessi kvíga verður vafalítið góð undirstaða fyrir framtíð þessa holdakúabús. Bygg fyrir viskí Til búsins heyra 560 ekrur af landi, eða um 227 hektarar, og þar af notar hann um 40 hektara fyrir framleiðslu á byggi sem fer í spírun fyrir viskíframleiðslu. Meðaluppskera byggs hjá Graeme eru 6,5 tonn af hektaranum. Þá er hann með töluvert af hveiti einnig, um 60 hektara, og er hann að fá að jafnaði um 10 tonn af hektaranum. Aðspurður um mesta magn sem hann hefur fengið að jafnaði þá sagði hann að eitt árið hafi meðaluppskeran numið 12,5 tonnum af hektaranum af hveitinu. Graeme sagði að hveitið væri ekki nógu gott fyrir matvælaframleiðslu frekar en annað hveiti sem er framleitt norðan Edinborgar og því sé það einungis nýtanlegt sem fóður fyrir gripi. Býr til eigið kjarnfóður Megnið af afgangi landsins nýtir hann til votheysgerðar og beitar og það virðist vissulega ekki mikið af landi sem hann notar í þá veru. Skýringin felst í bæði löngu beitartímabili og þar af leiðandi stuttu innifóðrunartímabili, auk þess sem bæði naut og sláturgripir eru í þauleldi þ.e. fá afar orkumikið fóður til að keyra upp vöxtinn. Hann blandar í þessa gripi eigið kjarnfóður sem samanstendur af stærstum hluta af köggluðu bygghrati frá viskíframleiðslu, ertum og maískjörnum auk annara íblöndunarefni. Þetta skilar honum 15% próteinblöndu með kostnaði upp á 300 pund á tonnið eða um 51 þúsund krónur. Sagði hann að markaðsverð á tilbúinni kjarnfóðurblöndu, reyndar 16% próteinblöndu, væri á hans slóðum 450 pund á tonnið eða um 77 þúsund krónur. Hann sparar því verulega með því að blanda sjálfur heima. Framleiðir allt að 4,5 MW Lítill hluti landsins hans Graeme er mjög blautt og ekki heppilegt til ræktunar og ákvað hann því að nýta það með öðrum hætti. Þetta eru alls 9 hektarar af landi og er hann búinn að setja sólarsellur á stóran hluta þess auk þess sem hann er þar stutt frá með litla vindmyllu sem framleiðir 100 KW. Þegar best lætur er búið að framleiða 4,5 MW og munar um minna! Með kýr, kindur og vindmyllur! Önnur bændaheimsóknin í ferðinni var svo á blandað bú stutt frá smábænum Huntly, sem er á hálendi Skotlands. Þar er hægt að vera með bæði kýr og kindur úti allt árið og þar starfrækir ungi bóndinn Nicola Wordie, ásamt foreldrum sínum, myndarlegt blandað bú. Búið, sem heitir Mains of Cairnborrow, er með 850 ær, 240 holdakýr og 5 vindmyllur. Nicola, sem er búfræðingur að mennt, er að taka við búinu af foreldrum sínum. Þau vinna þó enn öll við búið auk eins ráðins starfsmanns en kaupa að nánast alla akurvinnu nema smá jarðvinnu sem þau sjá sjálf um. Erfitt að standa að ættliðaskiptum Að þeirra sögn eru ættliðaskipti á búum nokkuð erfið í Skotlandi enda er mikil ásókn í landið af fólki sem ekki ætlar sér að stunda hefðbundinn búskap. Þessir aðilar, sem oft koma að kaupum á landi á forsendum skógræktar eða verndunar á landi eða gæðum, geta oftast greitt mun meira fyrir landið. Sérstaklega virðist vera mikil ásókn fyrirtækja í land núna, en þau geta þá notað landið til að kolefnisjafna bókhald sitt. Við þetta getur hefðbundinn landbúnaður illa keppt. Umræða um að gera búsetuskyldu eigenda lögbýla, á lögbýlunum sjálfum, er ekki komin á hátt flug í Skotlandi að þeirra sögn en það er líklega eina mögulega leiðin til þess að sporna við þessari þróun. Þetta vandamál hefur þó verið leyst á þessu búi með því að leggja til land undir vindmyllur, sem síðar verður komið inn á. Á FAGLEGUM NÓTUM Skotlandsferð ungra bænda – Fyrri hluti Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Lömbin eru flokkuð í ætlaða fallþungaflokka þar sem stefnt er að því að vera rétt undir 22 kílóum. Mynd / Snorri Sigurðsson Nicola við sjálfvirku vigtina, sem vinnur þráðlaust með spjaldtölvu sem reiknar á svipstundu áætlaðan fallþunga. Mynd / Snorri Sigurðsson Í sumar héldu nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskriftarferð og var ferðinni heitið til Skotlands. Ferðin, sem var vikulöng, náði til þriggja borga, skoska hálendisins, heimsóknar í viskígerð og hinnar margrómuðu og heimsþekktu landbúnaðarsýningar Royal Highland Show, sem fjallað var um í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Þá var auk þess tekið hús á 5 bændum þar sem fræðst var um þarlendan landbúnað. Hér á eftir fer fyrri hluti umfjöllunar um þessar bændaheimsóknir. Greinarhöfundur að „spjalla“ við holdakýrnar og vindmyllurnar í bakgrunni að mala gull. Mynd /Kolbrún Anna Örlygsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.