Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 24.08.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Arfgerðargreiningar sauðfjár haustið 2023 RML og Íslensk erfðagreining (ÍE) hafa nú hafið samstarf varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár m.t.t. riðumótstöðu. Munu því sýni sem greind verða á vegum RML haustið 2023 verða rannsökuð hjá ÍE. Hér verður farið nokkrum orðum yfir fyrirkomulag greininga í haust á vegum RML. Fyrirkomulag Framkvæmdin í haust verður með svipuðum hætti og sl. vor. Taka þarf vefjasýni úr eyra. Áfram er hægt að panta hylki til sýnatöku í gegnum heimasíðu RML. Þegar bóndinn hefur tekið sýnin, skráir hann þau á viðkomandi grip í Fjárvís og sendir svo sýnin á Hvanneyri, þar sem þeim er safnað saman. Gert er ráð fyrir að niðurstöður greininga skili sér í Fjárvís.is ekki síðar en tveim vikum frá því að sýnin berast til RML (með fyrirvara um óviðráðanlegar aðstæður). Miðað verður við að á hverjum þriðjudegi í september og október komi nýjar niðurstöður sem lesnar verða inn í Fjárvís.is. Verð, sæti og tímarammi Verð til bænda á hverja greiningu er 1.600 krónur án vsk. með efnis- og umsýslukostnaði. Öll sýni fá 6 sæta greiningu. Áfram gildir að hvatastyrkir (úr Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar) koma til frádráttar greiningarkostnaði þegar um er að ræða sýni úr afkvæmum gripa sem bera ARR eða T137 (samkvæmt skráningu í Fjárvís.is). Greining á þessum gripum mun því kosta 300 kr. á hvert sýni. Kjörin sem hér eru kynnt gilda til 10. nóvember 2023. Eftir það tekur við vetrarverð og verður þá verðskráin svipuð og hún var fyrir haustvertíðina og greiningar óreglulegri en næsta vetur verða sýnin send til greiningar á Agrobiogen í Þýskalandi. Næsta vor er svo stefnt að því að greiningar hefjist að nýju hjá ÍE. Úr hvaða gripum? Mikilvægast er að allir ásetnings hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Í raun þarf það að verða jafn sjálfsagður hlutur og að bændur merki gripi sína að bændur viti hvaða arfgerð hrútarnir bera sem er verið að nota til kynbóta. Á bak við hvern ásettan hrút getur þurft að greina nokkra kandídata eftir því hve mikið er vitað um arfgerðir foreldra lambanna. Ef t.d. annað foreldri lambsins er arfblendið fyrir ARR genasamsætunni eru 50% líkur á að lambið hafi erft ARR. Þá mun það flýta fyrir innleiðingu verndandi arfgerða að greina gimbrarnar en vissulega verður kostnaðarsamt að greina allar þær gimbrar landsins sem til álita koma sem ásetningsgimbrar. Því er mælt með að bændur leggi mesta áherslu á að fylgja eftir notkun hrúta með verndandi arfgerðir nú á fyrstu árum innleiðingarinnar. Þá má líka benda á, sérstaklega í tilfelli ARR genasamsætunar, að sett sé á sem minnst af lömbum undan ARR hrútunum sem ekki bera genasamsætuna til að auka ekki erfðahlutdeild fyrstu ARR hrútanna meira en þarf í stofninum. Þar sem í raun er kappsmál að lækka tíðni hlutlausu arfgerðarinnar (ARQ/ARQ) og áfram unnið að útrýmingu á VRQ genasamsætunni, sem er sérstaklega mikilvægt þar sem riðuhættan er mest, að þá er hvatt til þess að setja sem mest á af gripum sem bera lítið næmar arfgerðir á meðan framboð af verndandi arfgerðum er takmarkað. Rannsóknum á næmi mismunandi arfgerða er ekki lokið og því geta skilgreiningar á arfgerðum átt eftir að breytast. Vonir standa til að frekari niðurstöður verði kynntar í haust fyrir fengitíma. Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs ee@rml.is RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Mikilvægt er að fylgja eftir notkun gripa með verndandi arfgerðir og greina afkvæmi þeirra þannig að tryggt sé að „réttu lömbin“ séu sett á. Á myndinni má sjá hrútahóp frá Þernunesi haustið 2022, þeir eru allir arfblendnir fyrir ARR genasamsætunni og hafa þvi skilað henni áfram til helmings afkvæma sinna. Tekin eru vefjasýni úr eyrum þar sem sýnið varðveitist í númeruðum hylkjum. Númerið sem er á hylkinu skrá bændur á viðkomandi gripi í Fjárvís.is, þannig að niðurstaða greiningar rati á rétta gripi. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun sauðfjárbúskapar síðustu árin að bændur hafa á undan- förnum árum dregið verulega úr framleiðslu dilkakjöts. Fyrir því liggja ýmsar ástæður. Léleg afkoma er, í flestum tilfellum, sú ástæða sem hefur mest áhrif á ákvarðanir bænda um að ýmist draga saman framleiðsluna og eða að hætta. Afkoman hefur verið léleg og er enn. Margir benda á að bændur séu að eldast og að ungt fólk taki ekki við búum. Þannig hefur það verið í langan tíma. Ástæðan er einföld, afkoma af sauðfjárbúskap hefur ekki verið í lagi. Ungt fólk mun ekki sækja í búskap, þegar erfitt er að sjá framtíðina, glæsta og góða, starfandi í atvinnugrein sem ekki stendur undir þeim kröfum nútímans sem fólk gerir til lífsgæða. Það er orðið löngu tímabært að sauðfjárbændur geri sömu kröfur um lífsgæði og aðrar starfandi stéttir þessa lands. Bændur eiga ekki að sætta sig við að þeim séu gerð önnur skilyrði og lakari heldur en þeim sem starfa í jafnmikilvægum störfum í íslensku samfélagi. Frá árinu 2017 hefur ríkið, fjórum sinnum, komið með viðbótargreiðslur til sauðfjárbænda vegna bágrar stöðu greinarinnar. Það er vel, en sauðfjárbændur hafa ítrekað bent á þá staðreynd að engin þessara aðgerða hefur raunverulega tekið á stöðunni, bætt afkomu greinarinnar og byggt undir framtíð hennar. Nú þurfa alþingismenn og ráð- herrar okkar að horfa inn á við og velta fyrir sér sínum eigin orðum um sjálfbærni þjóðar. Ríkisstjórnin þarf að horfast í augu við sín eigin markmið um eflingu landbúnaðar á Íslandi. Það er líklegt að hún verð torveld leiðin til aukinnar sjálfbærni, ef ekki er hlúð að þeim landbúnaði sem við höfum og vitum að við erum góð í. Samkvæmt útreikningum Bænda- samtakanna vantar núna árið 2023 um 300–400 krónur á hvert kíló dilkakjöts að meðteknum ríkisstuðningi til þess eins að standa undir rekstrarkostnaði. Það hljóta allir að sjá og skilja að þetta getur ekki gengið svona lengur. Það er liðinn sá tími að íslenska ríkið, afurðastöðvar í kjötiðnaði og íslenskir neytendur geti reitt sig á að sauðfjárbændur haldi ótrauðir áfram að framleiða dilkakjöt án eðlilegrar afkomu. Nú verður að gera eitthvað í þessari stöðu því hún er grafalvarleg. Það er alveg stórfurðulegt að á sama tíma og allt bendir til þess að birgðir af lambakjöti verði í sögulegu lágmarki við upphaf sláturtíðar; að framleiðsla ársins í ár verði 3–500 tonnum minni en á síðasta ári; áframhaldandi fækkun verði í stétt sauðfjárbænda og minnkandi ásetningur, að þá ætli ríkið sér að skauta framhjá vandanum með því að þora ekki að ræða hann og afurðastöðvar í kjötiðnaði þora ekki að standa með markaðnum og láta lögmál hans ráða för. Með áframhaldandi fjölgun ferða- manna og stöðugum vinsældum lambakjöts á borðum Íslendinga þá ættum við að vera að horfa á stórsókn íslenskra sauðfjárbænda með ráðherra matvæla og afurðastöðvar í kjötiðnaði í broddi fylkingar. Það hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum þá ber ríkinu skylda til að tryggja bændum viðunandi kjör, til þess eru búvörusamningar að skapa búgreininni viðunandi rekstrarskilyrði. Það hefur ekki verið gert og væri gott fyrir sauðfjárbændur að fá að vita hvers vegna það er. Sauðfjárbændur hafa jafnframt bent afurðastöðvum í kjötiðnaði á þá staðreynd að ein meginforsenda fyrir rekstri kjötafurðastöðva er sterk staða frumframleiðenda. Batni ekki afkoma bænda er ljóst að, innan skamms tíma, verður ekki þörf á þjónustu allra þeirra afurðastöðva sem nú eru starfandi En, nei, enginn virðist ætla að þora að gera það sem þarf að gera til að tryggja sauðfjárbændum viðunandi afkomu. Kjarkurinn virðist vera brostinn. Bændur hafa kjark til að sækja fram, hverjir vilja vera með? Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda 1. flokks bændur með 3. flokks afkomu! Myndin sýnir þróun í framleiðslukostnaði dilkakjöts. Hæð hverrar súlu táknar framleiðslukostnað hvers árs. Litaði hluti súlunnar táknar samsetningu á tekjum bænda hvert ár. Ólitaði hluti súlunnar táknar þær tekjur sem vantar upp á til að standa undir framleiðslukostnaði. (Bændasamtök Íslands, 2023) Trausti Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.