Bændablaðið - 24.08.2023, Side 65

Bændablaðið - 24.08.2023, Side 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2023 Býli: Krithóll. Staðsett í sveit: Krithóll er fyrsti bær í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ábúendur: Björn Ólafsson og Hrund Malín Þorgeirs- dóttir. Fjölskyldustærð: Ásamt okkur búa hér börnin okkar þrjú Bríet Lára (f. 2018), Ólafur Ari (f. 2021) og Arna Karítas (f. 2023). Við búum vel að því að hafa foreldra Björns á næsta bæ og elstu systur hans og fjölskyldu á neðri bænum. Mikill sam- gangur er á milli bæjanna. Hundurinn Nói hvílir sig á hlaðinu á milli þess sem hann hrellir póstinn og lætur hrafninn stríða sér. Gerð bús: Skógræktar- og sauðfjárjörð. Skógræktin er í sameiginlegri eigu Björns, systra hans og foreldra. Fjöldi búfjár: 350 kindur. Hvernig gengur hefð- bundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flest verk eru árstíðabundin. Sumrin fara í girðingavinnu og heyskap. Haustin fara í smalamennsku, slátrun og grisjun skógræktar. Veturinn fer í gegningar og tilhleypingar og vorin fara í sauðburð. Viðhald húsa og tækja allt árið um kring, að ógleymdu blessaða bókhaldinu. Hvernig sjáið þið bú- skapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við sjáum fyrir okkur að við verðum búin að auka um 100–150 fjár. Eftir 5 ár verður arfgerð stofnsins að fullu laus við áhættu og hlutlausa arfgerð. Afköst eftir hverja kind verða meiri, vinnu- aðstaða betri og endurgerð í fjárhúsum lokið. Nýting á skógræktinni (staurar, kurl, eldiviður o.fl.) verður aukin og 20–30 landnámshænur komnar á sinn stað. Ef allt gengur að óskum verða fjárhúsakettirnir orðnir 5 ára, en við erum að leita að goti um þessar mundir. Hugsanlega verðum við komin með aðra búgrein á þessum tíma en takmarkið er alltaf að verða sjálfbær og þurfa að vinna minna utan bús. Hvað er alltaf til í ís- skápnum? Mjólk, súrmjólk, skyr, egg og grænmetissósa. Hver er vinsælasti matur heimilisins? Snitsel af veturgömlu leggst vel í alla en sonur okkar borðar í raun ekkert með ánægju nema skyr. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Engir stór- viðburðir koma í hugann heldur allir litlu póstarnir: fyrsta burðarhjálp Hrundar, þegar Bríet Lára var nýfarin að ganga og gekk óhrædd garðana og lét kindurnar heyra það sem ætluðu í hana, þegar Ólafur Ari sá 280 hestafla Fent og varð algjörlega orðlaus og agndofa af aðdáun, þegar allt okkar besta fólk kemur til aðstoðar í sauðburð og svo í réttir og vinnur fram á nótt í að flokka með okkur. Allir litlu hlutirnir og samveran sem tilheyra hvers- dagsleikanum í sveit inni eru okkur minnis stæðir og gera lífið svo ljúft. Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Slettuskjótt (litaður Þingborgarlopi). Sokkaprjónar 5 mm, hringprjónar 5 mm, 40, og 60 sm langir, heklunál 4 mm, tölur eða rennilás. Prjónfesta:14 l og 21 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 sm Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Bolur:Fitjið upp 91-97-103-113 l á 40 sm hringprjón. Fitjaðar eru upp 2 aukalykkjur sem svo eru prjónaðar brugðnar upp að hálsmáli. Prjónað slétt uns bolur mælist 22-32 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd). Ermar:Fitjið upp 28-30-32-32 lykkjur á sokkaprjóna, prjónið slétt í hring 6-8 sm. Aukið út um 2 lykkjur, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umf). Endurtakið aukningu 3-3-4-4 x upp ermi, með u.þ.b. 4-5 umferðir á milli þar til 36-38-42-42 lykkjur eru á prjóninum. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 22-32 sm. Mælið handlegg og finnið út rétta ermalengd. Axlastykki:Sameinið nú bol og ermar á 60 sm hringprjóninn. Setjið 3-3-3-3 síðustu l og 2-2-3-3 fyrstu l af ermum á prjónanælu. Prj 20-22-23-25 l af bol að framan, prjónið fyrri ermina við 31-33-36-36 l, setjið næstu 5-5-6-6- l af bol á hjálparprjón eða nælu. Prjónið næstu 10-43-45-51 l af bol og setjið næstu 5-5-6-6- l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hina og að síðustu 20-22- 23-25 l af bol. Þá eru 143-153-163-173 l á prjóninum. Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar og að lokum sokkaprjóna. Þegar mynstri lýkur eru 58-62-66-70 l eftir á prjóninum. Fellið laust af. Gangið vel frá öllum endum og lykkið saman undir höndum. Listi: Saumið í vél með beinu þéttu spori og samlitum tvinna í brugðningu að framan sitt hvoru megin, sem næst slétta prjóninu. Gott er að sauma tvisvar hvoru megin. Klippið upp á milli saumanna. Snúið réttunni á peysunni að ykkur og byrjið að hekla neðst á hægra framstykki, 1 fl í aðra hverja lykkju með aðallit, hekla 2 fl á hornið þegar kemur að hálsmáli, 1 fl hekluð í fyrstu lykkju í hálsmáli, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, 1 fl í næstu lykkju, endurtaka út á hornið á vinstra framstykki, 2 fl á hornið, hekla eins niður að framan á vinstra framstykki, 2 fl á hornið að neðan, hekla áfram 1 fl, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, neðan á peysunni eins og gert var í hálsmáli, tengja saman með kl þegar hrignum er lokað. Hekla 1 ll og heklið síðan 1 fl í hverja fl frá fyrri umferð, hnappagöt eru gerð í þessari umferð þannig: hekla 1 ll og hoppa yfir 1 fl,eins mörg hnappagöt og óskað er, á hægra framstykki á stelpupeysu og vinstra framstykki á strákapeysu, hekla 1 fl, 1 ll, og fl um ll frá fyrri umferð í hálsmáli og að neðan, tengja saman með kl neðst á hægra framstykki, þriðja umferðin er eins og númer tvö nema þar sem eru hnappagöt eru heklaðiar 2 fl um ll frá fyrri umferð. Heklið eins framan á ermar. Einnig er hægt að hekla takka í hálsmál og að neðan í þriðju umferð, þá er heklað eins á framstykkjum, en í hálsmáli og að neðan heklaðir takkar þannig: 3 ll, 1 fl í þriðju ll frá nálinni, 1 fl um ll frá fyrri umferð. Slítið frá. Gangið frá endum og lykkjið saman undir höndum. Eins má setja rennilás á þessa peysu. heklaðar eru tvær umferðir af fastahekli án hnappagata. Hafið rennilásinn 2-3 sm styttri en boðungur mælist og mælið fyrir rennilásnum eftir þvott. Þræðið rennilásinn á boðungana og saumið svo annað hvort í höndum með þéttu spori eða í saumavél. Passið að mynstur standist á. Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið sem mest af vatni úr peysunni. Leggið peysuna á handklæði til þerris. Skýringar: sm= sentimetrar l= lykkjur/lykkja umf= umferð fl= fastalykkja ll= loftlykkja kl= keðjulykkja Krithóll BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Barnapeysan Smári Þingborg - X X X X - 35 - - 34 - X X X X X X - 33 - - 32 - X X X X - 31 - - 30 - - 29 - X X X X X X - 28 - - 27 - - 26 - X X X X X X - 25 - - 24 - - 23 - - 22 - - 21 - X X X X X X - 20 - - 19 - - 18 - - 17 - - 16 - - 15 - - 14 - - 13 - - 12 - - 11 - - 10 - - 9 - - 8 - - 7 - - 6 - - 5 - - 4 - - 3 - - 2 - - 1 Byrjun X Litur A Sleppa umferð í stærð 4 Litur B Sleppa umferð í stærð 2 X X Úrtaka, 2 lykkjur prjónaðar saman. Engin lykkja Endurtaka þennan hluta Stærðir 2 4 6 8 Yfirvídd í sm 62 68 72 78 Ermalengd í sm 24 28 32 35 Bolsídd í sm 22 25 30 32 Björn er þriðju kynslóðar bóndi á Krithóli, en hann sameinaði jörðina aftur í eitt bú þegar hann keypti af foreldrum sínum og ekkju föðurbróður síns árið 2016. Björn og Hrund kynntust sama ár og á þeirra fyrsta stefnumóti tilkynnti hann henni að hann ætlaði sér að búa í sveit. Hún tók þeim skilmálum vel, en 7 árum, nýju húsi og þremur börnum síðar búa þau saman á Krithóli, sem er sauðfjár- og skógræktarjörð í Skagafirði.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.