Bændablaðið - 19.10.2023, Page 2

Bændablaðið - 19.10.2023, Page 2
FRÉTTIR FRAMKVÆMDA DAGAR 17. - 28. október Hjólbörur - Saltsteinahaldarar - Fóðurvagnar - Fóðurtrog Brynningarskálar - Hengi fyrir reiðtygi - Drykkjartrog Stígvél - Gúmmímottur í hesthús - Hnakkastatíf - Vinnu- hanskar - Vinnugallar - Multifan viftur og stýringar - Skóflur Fötur og balar - Stíugafflar - Kústar og margt margt fleira Fjöldi rekstrar- vara á tilboði 20% afsláttur Verðmæt vara þróuð úr vannýttu hráefni Mikið fellur til í íslenskri garðyrkju sem afskurður og er ekki nýtt í dag nema í besta falli sem úrgangur til moltugerðar. Hjá Matís hefur verið unnið að því að þróa verðmæta vöru úr þessu vannýtta hráefni. Komið hefur í ljós við efna­ greiningar á þessum úrgangi að hann er ríkur af ýmsum verðmætum efnum; trefjum, lífvirkum efnum, bragð­ og lyktaref um, vítamínum og steinefnum. Niðurstöður greininganna benda til að heildar­ magn steinefna sé ekki minna í hliðarafurðunum en í sjálfri uppskerunni. Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir að það sé tími til kominn að fara að huga að fullvinnslu garðyrkjuafurða, eins og tíðkist til dæmis í fiskvinnslu og í æ meira mæli í kjötvinnslu. Til að sýna fram á möguleika þessa hráefnis hefur verið þróuð tiltekin vara hjá Matís, kryddblanda sem er hugsuð til notkunar í kjötbollugerð og inniheldur frostþurrkaðar hliðarafurðir úr grænmetisframleiðslu. Með notkun á blöndunni sé verið að einfalda eldamennskuna, bæta næringarinnihald og á sama tíma nýta hliðarafurðir sem annars færu til spillis. Vöruþróunin sé ekki séríslensk uppfinning, sams konar vörur séu til hér í verslunum en hafi ekki verið mjög áberandi á Íslandi – og alls engin innlend framleiðsla. Eva segir að hjá Matís sé ekki ætlunin að framleiða eða selja þessa vöru. „Þetta er eingöngu hugmynd að uppskrift og vinnsluferli sem við setjum fram og hver sem vill má nýta eða þróa áfram eftir sínu höfði,“ segir hún. Um samstarfsverkefni er að ræða með Orkídeu og Bændasamtökum Íslands, en það var styrkt af Matvælasjóði. /smh Nánar er fjallað um verkefnið á blaðsíðu 32–32. Ungir bændur: Allt sem gæti farið í laun fer í að borga vexti – Óskar engum að fara í landbúnað Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, sér enga framtíð í landbúnaði eins og vaxtaumhverfið er núna og sér fram á að hætta búskap. Hann hefur rekið búið með eiginkonu sinni frá 2012. „Ég er búinn að gera upp hug minn – ég mun ekki verða bóndi áfram nema ég geti byggt upp búið. Ég er bara 36 ára gamall og get farið að gera eitthvað annað,“ segir Þórólfur. Stöðug uppbyggingar­ og viðhaldsþörf fylgi búskap, en hann sér ekki fram á að geta haldið áfram uppbyggingu eins og vextir eru núna. Þórólfur verður með erindi á baráttufundi Samtaka ungra bænda sem greint er frá hér á síðunni. „Það er engin afkoma í greininni – það er ekkert eftir. Til hvers erum við þá að þessu? Það er engin framtíð í þessu og við ætlum ekki að láta bjóða okkur þetta endalaust. Það er engin nýliðun í svona umhverfi og ég óska engum að fara út í landbúnað eins og staðan er í dag – og ráðlegg engum að gera það,“ segir Þórólfur með áherslu. „Ég er ekki tilbúinn að fórna fjölskyldulífi áfram. Ég vanræki vinina, ég vanræki öll mín áhugamál, vanræki fjölskylduna, hjónabandið og heimilislífið af því að ég er alltaf að vinna. Þetta er óboðlegt og ósanngjarnt.“ Bæði hjónin eru með fulla vinnu af búskapnum og segir hann ekkert svigrúm til að sækja vinnu utan bús, enda álagið mjög mikið. Landbúnaður fjárfrekur rekstur „Óverðtryggðir vextir hafa hækkað um rúmlega hundrað prósent. Það þýðir að eitthvað sem kostaði mig hundrað þúsund krónur að skulda fyrir tveimur árum síðan kostar tvö hundruð þúsund að skulda í dag. Þegar þú ert í rekstri sem er fjárfrekur, eins og kúabúskapur og allur landbúnaður í sjálfu sér, þá bítur svona helvíti fast.“ Þórólfur segir vandamál bænda ekki vera að virði búanna sé komið undir skuldirnar, heldur sé lausafjárvandinn gríðarlegur. „Það fer allt sem mögulega gæti farið í að borga sér laun eða vera með einhvern í vinnu í að borga vexti.“ Hann kallar eftir því að bændum verði boðið að taka lán á vaxtakjörum öðrum en þeim sem stýrivextir Seðlabankans segi til um. Þær lausnir sem bankarnir bjóði, þ.e. að lengja í lánum eða breyta yfir í verðtryggt, séu ekki aðlaðandi. Þórólfur fullyrðir að hvergi í Evrópu búi bændur við jafn óhagstæð lánakjör. „Þetta erum við að keppa við í innflutningi. Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað.“ Vanfjárfesting í landbúnaði Þórólfur hóf búskap árið 2012 í félagsbúi með foreldrum sínum, en í Grænuhlíð er stórt kúabú með nálægt 450 þúsund lítra mjólkurframleiðslu á ári. Tveimur árum síðar keyptu ungu hjónin allan búreksturinn og fóru í kjölfarið í töluverða uppbyggingu. Því fylgdi hagræði en hann sér ekki fram á að geta haldið áfram frekari uppbyggingu. „Ef eitthvað er, þá er vanfjárfesting í landbúnaði. Bændur standa frammi fyrir því að þurfa að endurnýja mikið af fjósum ef á að halda uppi sömu framleiðslu. Það þarf að viðhalda fjárfestingu í greininni og það að bændur hafi offjárfest er della. Við búum við strangar kröfur í aðbúnaði dýra, sem er gott og blessað. Ég held að það hefði þurft að fylgja þessum kröfum sem voru settar á sínum tíma meiri peningar til uppbyggingar.“ /ÁL „Það er eins og öllum sé drullusama um íslenskan landbúnað,“ segir Þórólfur Ómar Óskarsson, sem hyggst hætta kúabúskap. Mynd / Aðsend Berjast fyrir lífi sínu og sveitanna Staða bænda hefur sjaldan verið verri, enda hátt vaxtastig og lausa- fjárskortur farin að bíta í. Nýliðar eru meðal þeirra sem finna mest fyrir ástandinu. Ungir bændur segja stjórnvöld ekki standa við gefin loforð. Samtök ungra bænda (SUB) hafa blásið til baráttufundar fyrir lífsnauðsynlegum breytingum á skilyrðum landbúnaðar. Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB, hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta í Salinn í Kópavogi fimmtudaginn 26. október næstkomandi. Hann segir nýliða í greininni standa frammi fyrir nánast ókleifum hamri hvað varðar fjárfestingarkostnað og rekstrarumhverfi. Tækifæri til lengri framtíðar „Aðallega erum við að vonast til þess að fundurinn verði til þess að stjórnmálin bæði heyri og sjái betur en þau hafa gert. Við erum líka að vonast til þess að hann blási ungum bændum kjark í brjóst,“ segir Steinþór, því þrátt fyrir erfitt ástand eigi íslenskur landbúnaður tækifæri til lengri framtíðar. Í því samhengi nefnir hann að Ísland búi yfir dýrmætu forskoti hvað varðar vaxandi kröfur í umhverfisþáttum, vistvæna orkugjafa, heilnæmi matvæla, afdráttarlausar kröfur um dýravelferð og margt fleira. „Ungir bændur vilja grípa þessi tækifæri – bæði fyrir sig og samfélagið. Það getur samt aldrei orðið nema okkur séu tryggð eðlileg laun fyrir búreksturinn. Þess vegna efnum við til þessa baráttufundar með kröfuna um „laun fyrir lífi“ í fylkingarbrjósti.“ Laun sem duga fyrir daglegu lífi ungra bænda tryggi um leið áframhaldandi líf til sveita, sem skipti fæðuöryggi, menningu og fegurð landsins miklu máli. Steinþór segir unga bændur vilja vera jákvæða og bjartsýna og forðist því að tala um andhverfuna – að dauðar sveitir séu ávísun á dautt land. „En nú er ég samt búinn að segja það upphátt og opinberlega.“ Getum ekki treyst á aðra Hann bendir á að allt sé í heiminum hverfult. Nýleg dæmi eins og Covid­19 heimsfaraldurinn og stríðsátök í Úkraínu sýni að í hremmingum sé „hver þjóð sé ber að baki nema sér bændur eigi“. Nú gæti óstöðugleika á heimsvísu vegna loftslagsbreytinga, stríðsátaka og vaxandi sýklalyfjaónæmi sem ógni heilsu mannkyns. Steinþór skorar á bændur að mæta til fundarins, þótt þeir eigi um langan veg að fara. Þá hvetur hann stjórnmálamenn til að koma til að öðlast skilning á stöðunni og sjá hvaða afleiðingar það muni hafa að aðhafast ekkert. Fundurinn verður frá 13 til 16 og er öllum opinn. Þá verður streymt á Facebook­síðu SUB fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. /ÁL Steinþór Logi Arnarsson. Nýliðun er forsenda byggðafestu. Mynd úr Landeyjum. Mynd / ÁL

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.