Bændablaðið - 19.10.2023, Síða 4

Bændablaðið - 19.10.2023, Síða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Aukabúnaðarþing verður haldið 14. nóvember 2023 á Teams. Sjá nánar á bondi.is Stjórn Bændasamtaka Íslands. Fjárhagsvandi bænda: Biðlað til stjórnvalda Fulltrúar Bændasamtaka Íslands funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis 12. október þar sem slæm fjárhagsstaða bænda var til umræðu. Þórarinn Ingi Pétursson, for- maður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokks, segir fundinn hafa verið góðan. „Fulltrúarnir komu til fundar við okkur með skýr skilaboð um þessa alvarlegu stöðu. Þau óskuðu eftir því að tilteknar leiðir yrðu lagðar fram af stjórnvöldum; hvað væri í raun í boði til að leysa erfiðasta vandann,“ segir Þórarinn Ingi. Ekki bein fjárútlát í boði Hann segir ljóst að málið fari úr atvinnuveganefnd til umfjöllunar í nokkrum ráðuneytum áður en endanlega verður ljóst hvaða úrræði verða í boði. Hann býst ekki við að um bein fjárútlát verði að ræða, til dæmis í gegnum búvörusamninga, heldur verði reynt að finna önnur úrræði. „Kannski eru möguleikar á breytingum á lánafyrirkomulagi; mögulega með aðkomu Byggða- stofnunar – við erum með marga bolta á lofti. Það er þó á hreinu að engin ein leið dugar til, við þurfum að skoða ýmsar aðgerðir. Til dæmis er toll- verndin hriplek og svo er fjármagns- kostnaðurinn að sliga landbúnaðinn. Kynning þeirra var mjög góð og skilmerkileg og ég heyri hér innan atvinnuveganefndar að það skilar því að menn ganga með opnum huga til verkefnisins,“ segir Þórarinn Ingi. Fundir fram undan með ráðherrum fjármála og matvæla Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að farið hafi verið yfir hina alvarlegu stöðu bænda á rekstrarlegum forsendum. „Viðbrögðin voru jákvæð en hvað verður um efndir er erfitt að segja. Við munum funda með fjárlaganefnd á föstudaginn og fara yfir stöðuna. Jafnframt er fyrirhugað að funda með ráðherrum fjármála og matvæla, vonandi á fimmtudag. Hver árangur verður er erfitt að segja en við höfum ítrekað að vandinn vegna aukins rekstrarkostnaðar, sem viðurkenndur var á síðastliðnu ári, hefur ekki breyst. /smh Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar. Mynd / Alþingi Loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á Ísland Fjórða matskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt þann 18. október. Skýrsluhöfundar segja hana staðfesta að áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta á náttúrufar og lífsskilyrði hérlendis. Áhrif má þegar sjá á afkomu jökla, vatnafari, lífríki á landi og aðstæðum í sjó. Veðurfar og náttúruaðstæður á Íslandi og hafinu í kring verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar. Þá muni súrnun sjávar og hlýnun breyta umhverfisaðstæðum og útbreiðslusvæðum tegunda í hafi. Frá þessu er greint í ágripi skýrslunnar. Þá muni loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á uppbyggða innviði og atvinnuvegi, ásamt því að skapa áskoranir í geirum þar sem viðbrögð við hlýnun geti haft jákvæð áhrif í för með sér. Áhrif loftslagsbreytinga erlendis geti skapað kerfisáhættu á Íslandi, til dæmis með áhrifum á aðfangakeðjur, fæðuöryggi og lýðheilsu. Loftslagsbreytingar muni enn fremur hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðuleika og öryggi fjármálakerfisins. Aðlögun að og viðbrögð við loftslagsvandanum muni krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni. Helstu ályktanir vísindanefndar- innar eru meðal annars þær að mikilvægt sé að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast þeim breytingum sem óumflýjanlegar eru. Þá sé regluleg vöktun og greining á náttúrufari, lífríki og samfélagi forsenda þess að hægt sé að fylgjast með þeim breytingum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Enn fremur þurfi fjármögnun loftslagsaðgerða og aðlögunar að vera trygg, ásamt því sem hvatar til samdráttar í losun þurfi að vera til staðar. Ræktunarskilyrði hérlendis verða gjörbreytt í lok aldarinnar frá því sem nú er – jafnvel þó markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun innan 2 °C náist. Jákvæðra áhrifa hefur gætt á kornrækt og raungerist hlýrri sviðsmyndir verði hægt að rækta korn til manneldis á nær öllu ræktarlandi. Þó geti hlýnun haft í för með sér aukna uppgufun og því þurfi meiri úrkomu til að viðhalda sama rakastigi í jarðvegi og áður. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra á Íslandi. /ÁL Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar. Mynd / ÁL Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Gallaður Sprettsáburður – Bændur ósáttir við þær bótagreiðslur sem eru í boði Gallaður áburður frá Skeljungi, úr vörulínu Spretts, fór í dreifingu í vor. Um 3.000 pokar með slíkum áburði var dreift á Suður- og Vesturlandi. Bændur eru óánægðir með þær bætur sem bjóðast. Skeljungur virðist ætla að fara þá leið að semja við hvern og einn sérstaklega. Um tvenns konar galla er að ræða; annars vegar er galli í sjálfum áburðinum, áferðinni sem reyndist vera kögglakennd og gerði það að verkum að erfitt gat verið að dreifa honum. Hinn gallinn snýr að pokunum sem notaðir voru undir Spretts OEN áburð, en á þeim voru glufur þar sem regnvatn átti greiða leið inn í sekkina í rigningartíð fyrri part sumars. Katarínus Jón Jónsson í Gröf er einn þeirra bænda í Dölum sem fengu gallaða áburðinn. „Áburðurinn kom blautur úr pokum og kögglaður – og mikið ryk í honum. Við fengum fá svör í allt sumar varðandi mögulegar bætur, aðeins að þetta væri í vinnslu. Svo núna þremur dögum fyrir eindaga þá fæ ég allt í einu kredit-reikning. Mér sýnist að okkur standi til boða um 16 prósenta afsláttur af heildarverði og inni í þeirri upphæð eru bætur vegna vinnunnar við að koma áburðinum á túnin,“ segir Katarínus, sem þykir boð Skeljungs vera fyrir neðan allar hellur. „Þeir bændur sem ég hef haft samband við eru ósáttir með viðbrögð og bætur sem Skeljungur býður. Sýnist fyrirtækið ætla að semja við hvern og einn og reyna þannig að kæfa þetta sem mest. Svo bæta þeir bara þann áburð sem var harður, en ekki OEN tegundir eða N27 þó það hafi verið gallaðar vörur líka,“ bætir hann við. Ófullnægjandi afhending á köfnunarefnisgjafa Í tölvupósti frá Önnu Berglindi Halldórsdóttur, sölumanni Skeljungs, til bænda á Vesturlandi eru ástæður fyrir hinum gallaða áburði útskýrðar. Þar segir að ljóst sé að um ófullnægjandi afhendingu hafi verið að ræða á köfnunarefnisgjafa. Framleiðandinn hafi viðurkennt að hafa lent í basli með kaup á köfnunarefni vegna þess að á tímabili lokuðust öll viðskipti til Rússlands og fóru þá leið að kaupa einn farm af framleiðanda sem hann hafði aldrei áður átt í viðskiptum við. Þetta köfnunarefni hafi verið afgreitt of heitt í þetta skiptið og þegar það fór ofan í kalt skipið hafi myndast raki í því. Það hafi svo verið notað sem hráefni í tví- og þrígildar tegundir. Engar grunsemdir hafi vaknað í framleiðsluferlinu, en síðar hafi orðið ljóst að úr því að þessi raki myndaðist verður samloðun efnisins og harkan í korninu lítil. Áburðinum var skipað upp í Þorlákshöfn og á Grundartanga. Í póstinum kemur fram að sá sem fór á Grundartanga hafi verið mun verri. Mikil kögglamyndun hafi orðið í rakanum neðst í skipinu. Afleiðingin hafi verið sú að mörgum gekk erfiðlega að dreifa áburðinum og kalkið sat gjarnan eftir í dreifaranum. Teknar hafi verið prufur úr áburðinum og komið hafi í ljós að öll tilskilin næringarefni hafi verið til staðar. Svikin hafi ekki verið í sjálfum efnunum heldur í dreifigæðunum. Í póstinum er einnig fjallað um gallann í pokunum sem notaðir voru undir OEN áburð. Þar segir að gallinn hafi ekki komið í ljós í byrjun, en hafi afhjúpast þegar leið á júnímánuð í mikilli rigningartíð. Lagði til að bændur fengju fullar bætur Anna Berglind segist hafa talað fyrir því hjá ráðamönnum Skeljungs að bændur fengju 100 prósent endurgreiðslu á þeim sekkjum sem eitthvað voru gallaðir, en ekki fengið hljómgrunn fyrir því. Katarínus segir að bændur hafi leitað til lögfræðings Bændasamtaka Íslands um liðsinni í samskiptum við Skeljung um frekari bætur og hvetur aðra bændur í sömu stöðu til að hafa samband við samtökin. Í svari Þórðar Guðjónssonar, forstjóra Skeljungs, við fyrirspurn blaðamanns, segir að frá því að Skeljungur byrjaði að selja Sprett árið 2004 hafi fyrirtækið aldrei lent í slíkum gæðavandamálum. „Við hörmum þetta mjög og erum að reyna að koma til móts við bændur eins vel og nokkur kostur er á. En þar sem megnið af þessum áburði var notaður á túnin var ómögulegt að sækja skaðabætur í gegnum tryggingar. Því fórum við þá leið að meta tjónið út frá auknu vinnuálagi við að nota áburðinn og er Skeljungur að endurgreiða til þeirra sem lentu í þessu um 40 milljónir nú í október. Ásamt því að endurgreiða þá sekki sem ekki voru notaðir,“ segir Þórður. /smh Katarínus Jón Jónsson í Gröf. Mörgum bændum gekk erfiðlega að dreifa gallaða áburðinum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.