Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 39

Bændablaðið - 19.10.2023, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 19. október 2023 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR Fyrsta djásnið selt Nýlega dró svo til tíðinda í sögu félagsins þar sem Hraunar frá Sauðárkróki, fyrsta djásnið, var seldur. Blendnar tilfinningar gerðu vart við sig hjá Djásnakonum, gleði en líka ákveðinn tregi að sjá á bak hestinum, en Hraunar er í góðum höndum og framtíðin spennandi. „Það kom á daginn að tarotlögn Hraunars er að rætast, allt hefur sinn tíma,“ segir Margrét. Valnefnd Djásnanna hefur þegar hafið leit að nýjum hesti, þeim þriðja sem verður í eigu félagskvenna, og verið er að skoða Worldfeng enn og aftur og rifja upp kynbótasýningar sumarsins. Margrét segir að það séu margir spennandi folar sem koma til greina, svo er spurning hvort þeir eru til sölu. Hestarnir eru valdir gaumgæfilega og hefur félagið eins og áður segir sett sér nokkur viðmið þegar kemur að vali á stóðhestum. „Við leitum að stóðhestsefni sem við sjálfar myndum vilja nýta í okkar ræktun, að hann gæti verið faðir reiðhesta okkar í framtíðinni. Þó nokkrar innan okkar raða hafa einmitt notað Hraunar til ræktunar og afkvæmi undan honum virðast lofa mjög góðu,“ segir Margrét. Ásókn í félagið Ákveðið var að bjóða til sölu 60 hluti í fyrsta stóðhestinum sem keyptur var. „Það var auðvitað svolítið bratt að fara af stað með þetta og selja alla 60 hlutina en núna er ásókn í að komast í félagið. Þær sem þegar eiga hest hafa forgang með að kaupa hlut í næsta hesti, svo hópurinn er ekkert endilega að þenjast mikið út. En stundum vilja einhverjar selja hlut og þá er einhver hreyfing á félagatalinu en hún er ekki mikil,“ segir Margrét. Hlutirnir í Hrafnari eru einnig 60 og það virðist vera tala sem gengur vel upp að halda utan um og selja. Þó það sé ekki ófrávíkjanleg regla að konur komi að öllu sem varðar hesta Djásnanna þá hefur það æxlast svo að konur hafa hingað til verið í aðalhlutverki í tamningu og þjálfun bæði Hraunars og Hrafnars hvernig sem framhaldið verður. Vonin kemur manni langt Margrét segir að þó gleðin sé í fyrirrúmi þá sé þetta ekkert bara grín. „Við ætlum okkur að gera sem mest úr þeim hestum sem við eigum. Við vöndum valið og fylgjum þeim vel eftir, en eins og aðrir sem standa í hrossarækt þá rekumst við á alls konar óvæntar hindranir, það gengur ekkert endilega allt upp eins og maður ætlar. Skemmtilegast er að stúdera og spá í framtíðinni áður en farið er að temja hrossin, vonin kemur manni svo langt og veitir hugmyndafluginu vængi. Svo bara fer sem fer,“ segir Margrét. Að lokum segir Margrét að það að skoða ættir hrossa í WorldFeng sé góð afþreying. „Það er afskaplega gaman að skoða ættir hrossa og velta fyrir sér eiginleikum sem erfast. Mikilvægt er að þakka þeim sem hafa haft elju til að rækta hross á Íslandi í gegnum tíðina og ná fram kynbótum af hugsjón. Við Djásnakonur erum afar þakklátar og erum spenntar að halda áfram að rækta hross og eiga frambærilega stóðhesta. Fjörið er rétt að byrja. Það virðist fara vel saman að nýta veraldlegar leiðir og andlegar til að leggja línur í ræktunarstarfi, það er allavega mjög skemmtilegt.“ Hrafnar frá Hrafnshóli, knapi Birta Ingadóttir. HRAUNAR Fyrir norðan í sumar með hryssur í hólfi Hraunar sælunnar naut, frelsinu feginn. Nú stikar hann stórum á vatnsbretti og víbragólfi í vor mun hann sýna mátt sinn og megin. HRAFNAR Í Rangársþings ranni vex allt og dafnar, reistur er Oddhóll og grasið allt fanngrænt. Fyrir Djásnirnar Diddi, fóstrar nú Hrafnar, dálítið efins um að tarot sé hestvænt. Höf. Áslaug Sólbráð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.