Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 4

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is U m 2 0 p rósent fleiri sauðfj ár- bæ ndur höfðu skráð ullina sína inn á B æ ndatorgið núna í byrj un desember en á sama tíma í fyrra, að sögn S igurðar S æ vars G unnarssonar, fram- kvæ mdastj óra Í S T E X . „Þetta eru góðar fréttir og við ítrekum til ullarinnleggjenda að skrá ullina sína sem allra fyrst. Ef ull er skráð fyrir 1. febrúar greiðum við fyrir hana í lok maí eða byrjun júní. Ö nnur ull sem er skráð síðar greiðum við í lok ágúst eða byrjun september,“ segir Sigurður. G agn legar skr áðar uppl ý singar „Við notum þessar upplýsingar um skráningu ullar mikið, til dæmis til að láta ullarsöfnunaraðila vita hversu mikil ull er á hverju svæði svo þeir geti skipulagt sig sem allra best. Sums staðar er sá misskilningur í gangi að skrá eigi ullina þegar hún er sótt. Best er að skrá hana strax eftir rúning. Ef það gleymist að skrá flækir það ansi mikið fyrir alla aðila og getur tafið bæði greiðslur og verk. Í lok sumars eru oft í kringum 50 aðilar sem við þurfum að hafa upp á. Hins vegar eru langflestir bændur mjög góðir í að skrá rétt og tímanlega og sér í lagi í ár,“ heldur Sigurður áfram. „U llarárið byrjar ágætlega og ullin er góð frá þeim svæðum sem ull hefur borist af, það er Húnavatnssýslum, Skagafirði, Dölunum, Skaftafellssýslum, Ströndunum og Vestfjörðum. Það er smá pirrandi að vera ekki alveg komin með fullan framleiðslukraft á Blönduósi og við krossleggjum fingur að ekkert komi fyrir sem gæti tafið vinnsluna.“ U llarmat.i s v insæ l síða í ú tlöndum Í maí hækkaði ullarverð til bænda í öllum vinnsluhæfum flokkum í gildandi verðskrám ÍST EX um 48 prósent að meðaltali á milli ullarára. Þá hefur ÍST EX nýlega staðið fyrir tveimur námskeiðum í rúningi og ullarflokkun í því skyni að hámarka gæði ullarinnar og frágangsins. Spurður um hvort þetta hafi leitt til betri flokkunar og frágangs á ull, segir Sigurður að flestir bændur skili ullinni alltaf frá sér vel flokkaðri og merktri og eiga allar þakkir skildar fyrir það. „U llarmat.is er nokkuð vinsæl síða á haustin. Það er greinilegt að margir nota hana sér til upplýsinga, þá sér í lagi á undirsíður um ullarflokkana og töfluna „Flokkar og gallar“. Þá eru myndböndin alltaf nokkuð skoðuð. Y fir árið er U llarmat.is hins vegar um fjórfalt vinsælli í öðrum löndum en Íslandi, þrátt fyrir að vefurinn sé aðeins á íslensku.“ / s m h Ístex: Gæðaull úr haustrúningi Sigurð ur Sæ v ar G unnarsson. Noregur: Tollvernd á kartöflur efld Í ný samþ ykktu fj árlagafrumvarp i hafa N orðmenn breytt frá föstu innflutningsgj aldi fyrir hvert kíló kartaflna. Með því að láta tollinn miðast við ákveðið prósentuhlutfall af verði vörunnar vonast stjórnvöld til að styrkja stoðir innlendrar framleiðslu. Bjø rn G imming, formaður norsku bændasamtakanna, fagnar þessum breytingum. Þá er jafnframt búið að breyta tollaumhverfi á landbúnaðarafurðum eins og íssalati, gulrófum, rauðrófum og sellerí. Í viðtali á heimasíðu norsku bændasamtakanna leggur G imming sérstaka áherslu á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið, því að breyta þurfi tollavernd á fleiri vörum til að tryggja áframhaldandi norska matvælaframleiðslu og auka sjálfsaflahlutdeild landsins. G agnrýnendur hafa spáð því að smásöluverð á kartöflum geti hækkað um helming, eða úr 257 íslenskum krónum upp í 515. G eir P ollestad landbúnaðarráðherra segir í frétt á heimasíðu NRK að þetta muni ekki gerast, því annars vegar hafi verið settur fram ákveðinn varnagli sem verði til þess að tollurinn falli niður ef meðalverðið fer upp fyrir ákveðið viðmiðunarverð. Þá eru kartöflur hins vegar í samkeppni við önnur matvæli eins og hrísgrjón og pasta sem veiti kartöflubændum aðhald í verðlagningu. / Á L Rekstrarvandi í landbúnaði: Stuðningur við fjölskyldu- bú í fjárhagserfiðleikum Í nefndaráliti fj árlaganefndar Alþ ingis frá 1 1 . desember um frumvarp til fj áraukalaga er lagt til að heildarstuðningur til bæ nda vegna fj árhagserfiðleika verði 2 ,1 millj arður króna. Þann 5. desember skilaði hópur ráðuneytisstjóra matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis tillögum um slíkan stuðning að heildarupphæð 1,6 milljarða króna vegna núverandi efnahagsástands. Þær 500 milljónir sem bætast við er ætlað að koma til móts við erfiða stöðu í mjólkurframleiðslu og er bætt við greiðslur vegna innveginnar mjólkur kúabænda fyrstu ellefu mánaða yfirstandandi árs og eingöngu til þeirra sem skiluðu inn mjólk í nóvember síðastliðnum. Þannig verði komið til móts við hallarekstur kúabænda á árinu. G ert er ráð fyrir að stuðnings- greiðslurnar verði greiddar út fyrir árslok þessa árs. Stuðningu r v ið fjölsky ldubú Í tilkynningu úr matvæla- ráðuneytinu, þar sem greint er frá tillögunum, kemur fram að áhersla sé á að stuðla að nýliðun og kynslóðaskiptum í greininni með aðstoð við yngri bændur. Jafnframt sé lögð áhersla á að stuðningskerfi styðji við atvinnugreinina með skilvirkum hætti í samræmi við áherslur stjórnvalda og gagnist þeim fjölskyldubúum sem eiga í hvað mestum vanda til skemmri tíma litið vegna hækkaðs fjármagnskostnaðar og langvarandi afkomubrests. Samtals renna 600 milljónir króna til ungra bænda í formi álags á fjárfestingar í samþykktum umsóknum um nýliðunarstuðning á árunum 2017–2023. Viðbótarfjárfestingarstuðningur að upphæð 450 milljónir verður greiddur sem álag á fjárfestingu í samþykktum umsóknum um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt og nautgriparækt á árunum 2017– 2023. Hann skiptist þannig að 38 6 milljónir fara til nautgriparæktar og 64 milljónir til sauðfjárræktar. Sauðfjárbændur fá viðbótar- býlisstuðning, en 450 milljónir verða greiddar til þeirra sem stunda sauðfjárrækt að meginatvinnu og eru með 300 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri. Einnig er í tillögunum gert ráð fyrir viðbótargripagreiðslum, sam- tals að upphæð 100 milljónir, fyrir ræktun á holdakúm til þeirra bænda sem fengu slíkar gripagreiðslur á þessu ári. Á h y ggj ur af þv í að aðge rðirnar dugi skam mt Bændasamtök Íslands brugðust við tillögunum á vef sínum, þar sem fram kemur að merkum áfanga sé náð í kjarabaráttu bænda. G reiningu ráðuneytanna er fagnað og er hún talin vera í öllum meginatriðum sú sama og Bændasamtökin hafi haldið fram um langt skeið. Sameiginlegur skilningur muni án vafa hjálpa til við næstu skref í samtalinu. „Þó þær aðgerðir sem ríkisstjórn boðaði í morgun muni hafa jákvæð áhrif fyrir þá hópa sem þær ná til, hafa samtökin áhyggjur af því að þær dugi skammt. Þá eru stórir hópar bænda sem ekki njóta þessara aðgerða og eru það bæði vonbrigði og mikið áhyggjuefni. Verður að velta því upp hvort skynsamlegt hefði verið fyrir stjórnvöld að eiga þetta samtal við Bændasamtökin, sem fara með fyrirsvar fyrir bændur lögum samkvæmt. Margir bændur eru til að mynda skuldsettir vegna fjárfestinga sem tengjast hagræðingu sem stjórnvöld hafa krafist, bæði á grundvelli lægri framlaga til búvörusamninga og á grundvelli lögbundinna kvaða. Rétt er að líta fram á veginn. Niðurstöður ráðuneytisstjórahópsins ríma við greiningar Bænda- samtakanna og er því kominn góður grunnur að samtali við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. Bændur treysta því að þeirri vinnu verði fram haldið strax í næstu viku enda ljóst að bændur eru með miklar væntingar til viðbótaraðgerða á stærri skala með endurskoðun samninganna,“ segir á vef samtakanna. T ol lv erndin þar f að h alda gi ldi sínu G unnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að tillögurnar séu að hans mati viðurkenning á alvarlegri stöðu bænda, ekki bara ungra bænda heldur heilt yfir afkomunni. Hann segir einnig brýnt að stjórnvöld hugi að því að tollverndin haldi gildi sínu með endurskoðun á krónutolli landbúnaðarvara, sem hafi verið óbreyttur í meira en 23 ár og sé ekki nema um 29 prósent af upphaflegu verðgildi. Stjórnv öld v ilja eingön gu sty ðja v ið kú a- og s auðfjárbú skap I ngvi Stefánsson, formaður bú- greinadeildar svínabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir í aðsendri grein hér í blaðinu að honum sé algjörlega óskiljanlegt hvernig hægt sé að fjalla um stöðu íslensks landbúnaðar út frá svona þröngu sjónarhorni, eins og birtist í greinargerð starfshópsins með tillögunum. „Það er nú einu sinni þannig að hvíti geirinn ( kjúklingur og svín) er með um 57% markaðshlutdeild á seldu kjöti innanlands síðustu 12 mánuði skv. mælaborði landbúnaðarins,“ segir I ngvi. Margt komi til sem skert hafi afkomu bænda síðustu misserin en stóra kýlið sé tollverndin, sem enginn virðist þora að stinga á, en hún virki í dag mjög illa og sé stöðugt að rýrna að verðgildi. Hann segir að til að bregðast við harðnandi samkeppni við innflutning hafi búum „hvíta geirans“ fækkað og einingar stækkað. Því séu þeir sem starfa í þeim geira ekki taldir vera bændur lengur, að mati sjálfskipaðra sérfræðinga, heldur verksmiðjuframleiðendur. Stjórnvöld vilji eingöngu styðja við hefðbundinn kúa- og sauðfjárbúskap en sé nokk sama um „hvíta geirann“. Þannig séu gerðir búvörusamningar sem gangi út á að styrkja „hefðbundnu“ greinarnar. Á sama tíma sé slakað á toll- verndinni af því hvíti geirinn megi missa sín. I ngvi spyr að lokum hvort ekki sé kominn tími til að ráðast að rót vandans. / s m h I ngv i St efá nsson. Mynd / H K r. G ert er rá ð fyrir að st uð ningsgreið slurnar gagnist þ eim fj ö lsk yld ub ú um sem eiga í h v að m est um v and a t il sk em m ri t í m a lit ið v egna h æ k k að s fj á rm agnsk ost nað ar og langv arand i afk om ub rest s. Mynd / B b l
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.