Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 10

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR Óskum viðskiptavinum okkar Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Svansson ehf, björgunartæki og búnaður Melabraut 19, 220 Hafnarfjörður Sími : 697-4900 Birkifræjauppskeran best í Vesturbyggð K ristinn Þ orsteinsson, verkefna- stj óri landsátaks í söfnun og dreifingu birkifræ s, segir að í flestum lands- hlutum hafi vorið einkennst af óhep p ilegum veðurskilyrðum, með bleytu, kulda og roki, sem sp illti fræ vex ti birkisins. Vesturbyggð var einn af fáum stöðum landsins þar sem nóg var af fræjum. Í byrjun nóvember fór Kristinn á Bíldudal, T álknafjörð og P atreksfjörð og safnaði fræjum ásamt sjálfboðaliðum. Þau fræ verða svo eyrnamerkt svæðinu og notuð til áframhaldandi skógræktar þar. Skógræktarfélögin á svæðinu og kirkjan stóðu á bak við söfnunina, en margir sjálfboðaliðanna voru fermingarbörn. A lmenning ur dug leg ur að safna Almenningi gefst líka kostur á að safna birkifræjum og skila á söfnunarstöðvar hér og þar. Kristinn segir ótrúlega mikið hafa skilað sér í gegnum þann farveg, þrátt fyrir að lítið sé af fræjum. Það sé að þakka fólki sem hafi þá þolinmæði að ganga á milli trjáa og leita. Þetta gefi tilefni til að halda landsátakinu áfram, þó fræuppskera ársins sé verri en undanfarin ár. Kristinn sér um að taka við öllum þeim fræjum sem almenningur skilar á móttökustöðum. Eitt af fyrstu skrefunum sé að þurrka þau og gera klár fyrir geymslu. Kristinn segir fræin ekki nýtt til að forrækta birkiplöntur á gróðurstöðvum, heldur sé þeim öllum sáð beint út á rofið land. Mikilvægt sé að velja fræjunum stað þar sem er nægur raki og ekki of mikil samkeppni. G isnir grastoppar henti til að mynda vel, en þannig geti annar gróður fóstrað fræin því fyrstu þrjú árin eru birkiplönturnar afskaplega litlar. Sumu sé sáð að hausti, en stærstum hluta sáð að vori. B etri ný ting fræ ja Með því að sá markvisst á þennan hátt sé hægt að koma fleiri birkifræjum fyrir við kjöraðstæður, en sé þessu kastað beint á bera jörðina geti holklaki komið í veg fyrir að plantan nái að þroskast. Það sama geti gerst þegar fræin fjúka um á náttúrulegan hátt. Á öllu landinu sé þó talsverð framvinda af sjálfsáðu birki, og bendir Kristinn á að íslensk yfirvöld hafi ákveðið að auka útbreiðslu birkiskógana úr einu og hálfu prósenti lands upp í fimm prósent fyrir árið 203 0. Það sé aukning um þrjú þúsund og fimm hundruð ferkílómetra, en til samanburðar sé flatarmál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Kjós rúmir þúsund ferkílómetrar. Kristinn vonar að vinna við heildarúttekt á árangri landsátaksins geti hafist eftir þrjú ár, sem verði svo fylgt eftir út líftíma verkefnisins. Þar sem hann hefur unnið sýnist honum vel hafa tekist til. Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræja hófst árið 2020 og er til tíu ára. /Á L F erm ingarb ö rn t í nd u b irk ifræ í V est urb yggð . Myndir / Aðsendar K rist inn Þ orst einsson. „Hangikjötið“ skal vera taðreykt – Áratugagamalt tað á Húsavík á Ströndum Líklegast er hangikj ötið einn þ j óðlegasti og vinsæ lasti íslenski j ólamaturinn, enda hafa kannanir sý nt að þ að er enn meðal þ ess sem algengast er á borðum landsmanna á j óladag – og h efur lengi verið. Í reglugerð um kjöt og kjötvörur ( 3 3 1/ 2005) , í viðauka I I um heiti sem taka til nafnverndar og sérákvæði um merkingu, kemur fram sú skilgreining á „hangikjöti“ að það skuli vera saltað og kaldreykt lambakjöt að einhverju eða öllu leyti taðreykt. Heimilt sé að nota kjöt af veturgömlu og sauðum og skal það tilgreint í vöruheiti. Með öðrum orðum þá er ekki leyfilegt að markaðssetja „hangikjöt“ nema það hafi verið taðreykt að einhverju leyti. Ó li Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís, hefur gefið út leiðbeiningar um góða starfshætti og innra eftirlit við framleiðslu hangikjöts hjá smáframleiðendum. Þar skilgreinir hann tvær ólíkar afurðir hangikjöts. Ö nnur er saltað og reykt kjöt sem skal sjóða áður en af neyslu þess getur orðið. Hin er söltuð, reykt og þurrkuð ( hráverkuð) , er stundum nefnd tvíreykt og þarfnast ekki suðu fyrir neyslu. L ey ndardómsfullar leiðir v ið rey ki ngu Matthías Sævar Lýðsson er sauðfjárbóndi á Húsavík á Ströndum og kunnur kjötverkandi sem selur afurðir sínar meðal annars beint frá býli. Hann og kona hans, Hafdís Sturlaugsdóttir, hafa unnið til verðlauna fyrir kjötafurðir sínar og eru þau þekkt fyrir hangikjötið sem þykir gæðavara. „Jú, ætli það sé ekki nokkuð til í því,“ segir Matthías þegar hann er spurður um hvort það sé rétt sem heyrst hafi að aðgengi að góðu sauðataði hafi minnkað með árunum. „Þessi verkunaraðferð, að reykja kjöt, er auðvitað hluti af íslenskri matarmenningu og aðferðir okkar bænda eru að mörgu leyti mjög sérviskulegar hjá hverjum og einum – það hafa allir sínar leyndardómsfullu leiðir við þetta. Að mínu mati, sem er mín sérviska, þarf taðið að vera nokkurra ára gamalt í það minnsta. Það þarf að vera vel stungið, hafa veðrast úti og það verður að vera vel þurrt. Ég sting út úr gömlum og aflögðum fjárhúsum, það sem varla er hægt að kalla tað því það er svo gamalt – kannski tuttugu til þrjátíu ára gamalt – og þurrka það úti í norðanáttinni á vorin þegar sólin skín og skítakuldi er. Svo nota ég stundum furugreinar hér úr skógræktinni aðeins, til að bragðbæta reykefnið.“ Matthías telur að smekkur fólks hafi smám saman verið að þróast í þá átt að nú sé sóst eftir minna söltuðu og minna reyktu kjöti. Hann hafi tekið mið af þeirri þróun í sinni verkun, en bendir á að hlutverk saltsins og reyksins sé að úthýsa öllum slæmum örverum úr afurðunum – og hann muni ekki eftir því að upp hafi komið tilfelli um matarsýkingar af hangikjötsáti. „Við seljum okkar vörur mest hér í nágrenninu, til dæmis til fastra viðskiptavina eins og veitingastaða. Við seljum líka nokkuð í gegnum vefinn. Við höfum ekki farið mikið á jólamarkaði því það er talsverð fyrirhöfn að fara með afurðir á slíka markaði. Við erum með nokkuð fjölbreytt vöruúrval fyrir jólin og það fer talsverður tími í framleiðslu á því í október og nóvember. En við fórum þó nýlega á jólamarkað á Hvanneyri sem var ánægjulegt. Aðalskemmtunin í því er að hitta aðra sem eru að fást við sömu hluti og við. V erku narferill h angi kj öts Í áðurnefndum leiðbeiningum Ó la Þórs er verkun á hangikjöti skipt í þrjá meginþætti; söltun, þurrkun og reykingu. Hver þáttur hefur sinn tilgang í framleiðsluferlinu. Söltunin breytir bragði, dregur úr örveruvex ti, lækkar vatnsvirkni, bindur vatn við kjöt og fitu og breytir lit. Það kjöt sem fer í hráverkun, tvíreykt, er með lengri söltunartíma. Þurrkun á hráverkuðum afurðum snýst meðal annars um yfirborðsþurrkun með hitameðhöndlun. Með reykingu á kjötinu er dregið úr vex ti örvera og þránun fitu, bragði og lit breytt, auk þess sem hún eykur geymsluþolið á því. Verkunarferillinn felst í vali á kjöti til framleiðslunnar, uppþíðingu, söltun, reykingu og stundum úrbeiningu og öðrum frágangi. Við val á kjöti ber að hafa kjötið sem ferskast, hvort heldur úr nýju ófrosnu kjöti eða uppþíddu. Kjöt sem hefur hangið ætti alls ekki að nota sem hráefni í hangikjöt, því upphafsgerlamagn þess getur verið of mikið og þá hentar það illa þar sem verkunarferill hangikjöts felur í sér hraða fjölgun gerla. Næst er kjötið uppþítt, en lang- oftast er unnið með frosið kjöt. Síðan er saltað, ýmist þurr- eða pækilsaltað. Þá reyking, að einhverju leyti með taði, og svo kælingin undir fjórar gráður. Að lokum er kælt kjötið úrbeinað, ef framleiða á slíka vöru og það sett í net. /s m h M at t h í as Sæ v ar L ý ð sson, sauð fj á rb ó nd i á H ú sav í k á St rö nd um , m eð h angik j ö t ú r eigin v erk un. Mynd / Aðsend Hj ónin Ó li F innsson og I nga S igríður S norradóttir voru útnefnd R æ ktendur ársins meðal garðyrkj ubæ nda. Þau tóku við garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í júní 2021 og hafa síðan komið með ýmsar nýjungar inn á markaðinn, eins og eldpipar og ýmsar gerðir af papriku, til dæmis snakkpaprikur og sætpaprikur, auk þess að halda áfram með framleiðslu á steinselju og salati sem stöðin er löngu kunn af. Einnig eru ræktaðar gúrkur og tómatar í Heiðmörk. Ó li er menntaður garðyrkju- fræðingur frá G arðyrkjuskólanum á Reykjum, en hann á einnig starfsferil sem kvikmyndagerðarmaður. Hann situr í stjórn deildar garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands. /s m h Sö lufé lag garð yrk j um anna ú t nefnir á rlega R æ k t end ur á rsins m eð al garð yrk j ub æ nd a sinna. I nga Sigrí ð ur Snorrad ó t t ir og Ó li F innsson, garð yrk j ub æ nd ur í H eið m ö rk , h lut u þ á nafnb ó t í á r. Mynd /S FG Heiðmerkurbændur ræktendur ársins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.