Bændablaðið - 14.12.2023, Page 18

Bændablaðið - 14.12.2023, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 FRÉTTIR Vestfirðir: Ör fjölgun íbúa kallar á hraðari uppbyggingu B yggðastofnun stóð ný lega fyrir málþ ingi um atvinnuup p byggingu og íbúaþ róun á V estfj örðum. Þar kom meðal annars fram að hús- næðisáætlanir v e s t f i r s k r a sveitarfélaga gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um rúmlega tvö þúsund manns á næstu fimm árum. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að spýta verði í lófana hvað varðar húsnæðismál og alla innviðauppbyggingu svæðisins. Íbúum hefur fjölgað talsvert á Vestfjörðum undanfarin ár. Íbúum í Ísafjarðarbæ hefur til að mynda fjölgað um 90 manns það sem af er þessu ári. „Ég tel að þessi spá um mikla íbúafjölgun landshlutans geti vel raungerst og sérstaklega ef horft er til fólksfjölgunar í Vesturbyggð en þar hefur íbúum fjölgað um meira en 3 0% frá árinu 2011 eftir að góður gangur komst í uppbyggingu fiskeldis. Hér á norðursvæðinu erum við að horfa fram á mikinn uppgang, meðal annars í fiskeldi. Það er nýbúið að opna nýtt lax asláturhús í Bolungarvík og miklar fjárfestingar í fólki, framleiðslutækjum og búnaði,“ segir Arna Lára og minnir á að eitt stærsta viðskiptaævintýri ársins átti sér stað á Ísafirði í sumar þegar C oloplast keypti Kerec is fyrir 180 milljarða króna. „Kerec is hefur vaxi ð mikið undanfarin ár og eru plön um mikla uppbyggingu á Ísafirði. Þannig að það er ekki annað hægt að segja en að framtíðin sé björt,“ segir hún. B y ggj a þar f 200 í bú ðir á Í safirði Skortur er hins vegar á húsnæði og uppbygging þarf að ganga hraðar, að sögn Ö rnu Láru. Ý msir ytri þættir hafi þó áhrif á uppbygginguna, til dæmis sé vaxt astigið ekki að vinna með samfélögunum, auk þess sem miklar kostnaðarhækkanir, hærra verð á aðföngum og fleira hafi áhrif. Þá séu verktakar á svæðinu á haus í öðrum verkefnum. „Við hjá sveitarfélögunum þurfum líka að vera klár með lóðir og tryggja skilvirkni kerfisins. Ef okkar plön ganga eftir þá þarf að byggja 90 íbúðir næstu fimm árin í Ísafjarðarbæ og 200 næstu tíu árin. Miðað við þann mikla vöx t sem er fram undan í atvinnulífinu mun okkur ekkert veita af öllum þessum íbúðum. Í síðustu viku voru stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða með 40 íbúðum opnaðir á Ísafirði og í sumar voru nemendagarðar fyrir 20 nemendur Lýðskólans opnaðir á Flateyri. Allt telur þetta,“ segir Arna Lára. Samgö ngu r og af tur samgön gu r Samgöngumál eru heitasta málið á Vestfjörðum eins og bæjarstjórinn veit manna best. „Við Vestfirðingar opnum vart munninn án þess að tala um samgöngur. Miklar samgöngubætur hafa orðið undanfarin misseri en þar ber hæst brúin yfir Þorskafjörð, opnun vegarins um T eigsskóg og inn Djúpafjörð og uppbygging nýs vegarkafla á Dynjandisheiði. Það vantar samt töluvert upp á að við stöndum jafnfætis öðrum landshlutum. Það er verið að framleiða gríðarleg verðmæti hér á Vestfjörðum sem eru að mestu flutt eftir vegakerfinu suður til útflutnings, en kerfið er ekki í stakk búið til að taka við þessum miklu þungaflutningum,“ segir Anna Lára og leggur í leiðinni áherslu á að stytta þurfi vegalengdir milli byggðarkjarna og gera vegi öruggari svo svæðið sé samkeppnishæft. „Eitt af stóru málunum er að breikka Breiðadalslegg Vestfjarðaganga, sem er einbreiður, en það má þakka fyrir að ekki hafa orðið stórslys í göngunum. Þau eru illa upplýst og bera ekki þá umferð sem er. Það á sérstaklega við á sumrin þegar mikill fjöldi hópferðabíla blandast við vax andi þungaflutninga. Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og njóta ferðir á Dynjanda mikilla vinsælda, auk þess sem ferðamönnum er almennt að fjölga. Þessari fjölgun fylgir stóraukin slysahætta í einbreiðum göngum.“ L ífið í Í safjarðarb æ Arna Lára segir að Ísfirðingar taki vel á móti nýjum íbúum. „Við vorum að setja í loftið nýja rafræna íbúahandbók undir nafninu „Lífið í Ísafjarðarbæ“ sem er um allt sem viðkemur lífinu eftir vinnu og skóla. Þar eru á einum stað upplýsingar um þær tómstundir, félagsstarf og menningu sem í boði er í sveitarfélaginu. Við erum ótrúlega stolt af nýju síðunni, ekki síst þar sem sést svart á hvítu hversu fjölbreytt og skemmtilegt tómstundalíf er í boði á svæðinu. Við vonum að íbúum og tilvonandi íbúum gagnist hún vel. Það eru fjölmörg atvinnutækifæri í boði á Vestfjörðum og gott samfélag. Okkur vantar fólk til að móta með okkur spennandi og bjarta framtíð,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðar. /MHH Byggja á 0 íbúðir n stu mm árin í Ísafjarðarb og 00 n stu 0 árin gangi spár eftir. Myndir / Aðsendar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum A rna L á ra ónsdóttir. Í F innlandi og E ystrasalts- löndunum er í matvörumörkuðum og víðar selt hversdagskaffi sem ber nafnið R eykj avik - I c elandic style roast. Íslenskur ferðalangur á ferð í Norður-Karelíu í Finnlandi, skammt frá landamærunum að Rússlandi, rak á dögunum upp stór augu í matvöruverslun þegar við honum í hillu blasti röð af himinbláum kaffipökkum og nafnið C afé Reykjavík, I c elandic style roast. Er þarna um að ræða kaffi frá finnska fyrirtækinu P aulig sem stofnað var 1876 og hefur höfuðstöðvar í Helsinki. P aulig er matvæla- og drykkjavörufyrirtæki og selur vörur sínar einkum í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum. Á umbúðunum er kort þar sem getið er um Atlantshaf, Kjalarnes, G rafarvog, Árbæ, Laugaveg og Miklubraut og þar má sjá myndir af skipi, burstabæ, bíl, hafnsöguvita, fossi, Hallgrímskirkju, Sólfarinu, hesti, kaffibolla með íslenska fánanum og manneskju í vatni. Reykjavíkurkaffið er hluti af línu með borgarnöfnum, svo sem New Y ork og Sydney. L itrík þor ps stemning Vörulýsingin aftan á kaffipakkanum er skondin: „P aulig C afé Reykjavík sækir innblástur til hinnar litríku og notalegu höfuðborgar sagnaeyjunnar. Kaffi er hluti af íslensku lífi heima og á kaffihúsum, sem og utandyra í hrífandi landslagi. Þessi meðaldökka kaffiblanda er ristuð úr 100% Arabic a-baunum og hefur ávax taríkt, sætt bragð með karamellu.“ Á vefsíðu fyrirtækisins segir einnig: „Þú getur fundið keim af karamellu í ávax taríku, sætu kaffinu. P aulig C afé Reykjavik er innblásið af litríkri þorpsstemningunni í Reykjavík. Njóttu kaffisins með bragðmikilli rabarbaraböku eða í náttúruskoðunarferð.“ U ppáh ellingu r og e xpor t G árungar bentu á að karamella og ávöx tur væri hvorki sérlega reykvískt né heldur íslenskt og fremur hefði átt að hafa Reykjavíkurkaffi með keim af mjólkursúkkulaði og lakkrís. Þá væri „I c elandic style roast“ út í hött þar sem söguleg íslensk kaffihefð væri uppáhellingur og á harðæristímum ex port, þ.e. kaffibætir úr síkoríurót til að drýgja kaffið. Kaffihefð Íslendinga hefði ekki þroskast fyrr en á tíunda áratugnum þegar kaffibrennslur hófu að starfa og landinn tók að drekka t.d. espresso og c appuc c ino. Annar sagði Finna ekki mikla kaffiþjóð og þótt flest væri þar gott væri ekki það sama að segja um kaffimenninguna – og þar með líklega Reykjavíkurkaffið sem fékk þá einkunn að vera hvorki gott né sérlega vont. / s á Finnskir framleiða Reykjavíkurkaffi Íslendingur á ferð í austurhluta Finnlands rakst á þetta skemmtilega eykjavíkurka í þorpsbúðinni í byrjun aðventunnar. Mynd/sá R j I c c

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.