Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 36

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Á S low F ood-hátíð í G rasa- garðinum á dögunum mátti sj á á einum básnum fj ölskrúðugar kartöflur, sem reyndust hafa verið ræ ktaðar up p frá fræ i – sem er mj ög óvanalegt í almennri kartöfluræ ktun. Í hefðbundinni kartöfluræktun er notast við útsæði, eins og margir þekkja, sem er í raun einræktun ( klónun) á einni kartöflu og skiljan- lega verða afkomendur hennar því einsleitir. Í kartöfluræktun af fræi er hins vegar um að ræða afkomendur kynæx lunar. A llir eig inleik ar mis- munandi á milli fræ ja T il að kynna þessa tegund kartöflu- ræktunar voru þær Svanhildur Sigfúsdóttir, garðyrkjufræðingur í G rasagarðinum, og Dagný Hermanns- dóttir mættar við Kaffi Flóru þar sem hátíðahöldin fóru fram. Dagný, sem kunn er af súrkálsframleiðslu sinni undir vörumerkinu Súrkál fyrir sælkera, segir að þegar unnið sé með fræ í kartöfluræktun geti útkoman orðið gríðarlega fjölbreytt því systkini geti jú orðið mjög ólík. Áhugi Dagnýjar á þessari tegund kartöfluræktunar vaknaði fyrir rúmlega áratug, þegar hún komst í kynni við fjólubláar kartöflur á markaði í Nýju-Mex íkó. Hún komst að því að það var vandkvæðum bundið að panta til Íslands ný kartöfluyrki en mögulegt væri að kaupa fræ og flytja inn. Í kjölfarið byrjaði hún að grúska og komst í samband við mikinn kartöflufrömuð, sem lét hana fá sín fyrstu fræ sem hún hefur síðan byggt sína ræktun á. „Af þessum fræjum spruttu mjög óvenjulegar og litríkar kartöflur, þar sem erfðaefnið er mjög ólíkt þeim kartöflum sem við ólumst upp við. En það er ekki bara litir og lögun sem er áhugavert við kartöflurnar, því fjölmargir eiginleikar eru mismunandi frá einu fræi til annars – og bragðgæðin sömuleiðis.“ H v ert fræ er mög uleg t ný tt y rk i Að sögn Dagnýjar er um stór- skemmtilegt tómstundagaman að ræða. „Það er auðvitað mjög gott að borða afraksturinn og svo er mikill bónus að vera með lifandi genabanka í görðum landsmanna. Hvert fræ er nefnilega í raun mögulegt nýtt yrki og það má segja að „teningunum sé kastað“ þegar fræinu er sáð, því allir eiginleikarnir geta komið upp ef þeir leynast í erfðaefni foreldranna. Í hverju kartöflualdini eru því ótrúlegir möguleikar því hvert og eitt þeirra inniheldur á bilinu 100- 3 00 fræ. Ef við sáum þessu er hvert fræ nýr einstaklingur, nýtt yrki,“ útskýrir Dagný. Ý msar ásk o ranir En jafnframt því að vera einstaklega gjöful ræktunaraðferð að mörgu leyti, fylgja henni ýmsar áskoranir og vandamál, að sögn Dagnýjar, sem hefðbundnir kartöflubændur kjósa að vera lausir við. „Einhver fræjanna munu ekki spíra og önnur skila ekki uppskeru – þó flest geri það. Einhver verða kannski mjög bragðvond en önnur mjög bragðgóð, flest einhvers staðar á milli. Sum verða mjölmikil, önnur vax kennd, sum skila litlum kartöflum, önnur stórum. þær geta orðið mismunandi í laginu, mismunandi á litinn, bæði hýðið og að innan. Þær geymast misvel. Sumar afburðavel, aðrar illa og allt þar á milli. Sumar eru gjarnar á að fá ýmsa kvilla og plöntusjúkdóma sem herja á kartöflur eins og kláða, en aðrar ekki og hafa jafnvel góða mótstöðu.“ Dagný segir að eina leiðin til að fá úr því skorið hvaða yrki séu góð sé að sá fræjunum úr vænlegri plöntu, grisja úr það sem ekki reynist vel og halda svo áfram með þau álitlegu. Það ferli sé einmitt hluti af ánægjunni við þessa ræktun. „Það er svo spennandi að sjá fjölbreytnina og ekki síst að setja þessar kartöflur svo niður að vori og komast að því hvaða yrki er þess virði að halda upp á áfram og hver ekki. Ö ll kartöfluyrki sem við þekkjum í dag, eins og G ullauga og Rauðar íslenskar, eru þannig til komin að einhver ræktaði upp af fræi og þetta yrki stóð á einhvern hátt upp úr og var því haldið við og fékk útbreiðslu. Það er alltaf spennandi að sjá hvað kemur upp úr moldinni á haustin, enda er eitt það skemmtilegasta við þetta hversu litríkar kartöflurnar verða og njóta sín vel í mismunandi matreiðslu. Bæði er litafjölbreytnin mikil en eins eru litamynstrin mjög mismunandi og fallegt að sjá í mismunandi kartöfluréttum. Svo eru dökkfjólubláar og dökkrauðar kartöflur fullar af andox unarefnum og því alveg bráðhollar. Í dag eru stórfyrirtæki og háskólar stöðugt að þróa ný yrki til að mæta þörfum markaðarins.“ Ó fo rmleg ur fé lag ssk ap ur Að sögn Dagnýjar er óformlegur félags- skapur starfandi í kringum þetta áhugamál og á Fac ebook-síðunni Kartöflurækt af fræi skiptist fólk á skoðunum um þetta hugðarefni sitt. „Við erum þrjú sem vorum dugleg við þetta fyrstu árin og höfum mest unnið að þessu innan G arðyrkjufélags Íslands, ég, Jóhanna Magnúsdóttir á Dalsá og Jón G uðmundsson – sem er þekktur ávax taræktandi á Akranesi. Við héldum nokkrar kartöflu- sýningar og ég flutti erindi um ræktunina. G egnum árin hef ég gefið talsvert af kartöflufræi í fræbanka G arðyrkjufélagsins svo áhugasamir hafi góðan efnivið að vinna með. Það er ekkert hlaupið að því að fá áhugaverð kartöflufræ sem henta vel hér á landi. Ý msir fleiri eru farnir að gefa kartöflufræ í bankann svo það er auðvelt að nálgast spennandi fræ ef fólk hefur áhuga á að prófa þetta. G rasagarðurinn kom svo inn í þetta fyrir nokkrum árum og Svanhildur Sigfúsdóttir garðyrkju- fræðingur, Hjörtur Þorbjörnsson grasafræðingur og Björk Þorleifs- dóttir, upplýsingafulltrúi G rasa- garðsins, hafa sinnt þessu með miklum sóma síðan. Þau rækta upp af fræi á hverju sumri og eru líka að halda við ýmsum áhugaverðum yrkjum. Einnig höfum við haldið Dag kartöflunnar hátíðlegan undanfarin ár þar sem við sýnum afraksturinn og fræðum áhugasama.“ /s m h LÍF&STARF A UGLÝ SING UM S KIPULAG Sveitarsjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. nóvember 2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010- 2022 og breytingu á deiliskipulagi í Borgarnesi fyrir landið Hamar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í þeirri röð. Þéttbýlisuppdráttur Borgarness, svæði BL3 og O16 í landi Hamars (L135401 og L200623)– Breyting á aðalskipulagi Hótellóð, golfvöllurinn við Borgarnes frá árinu 2005 (L135401 og L200623) – Breyting á deiliskipulagi Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 1. desember 2023 að auglýsa nýtt deiliskipulag, Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri (L133853) – Nýtt deiliskipulag Ofangreindar skipulagsáætlanir eru kynntar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) og aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar undir skipulagsauglýsingar. Tillögurnar eru í kynningu frá 14. desember 2023 til og með 25. janúar 2024. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með athugasemd við tillögur á kynningartíma í gegnum skipulagsgáttina. Ef óskað er nánari kynningu á málum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Borgarbyggð, 14. desember 2023. Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar Kartöfluræktun: Fjölbreytileikanum fagnað í kartöflufræi – Áhugamál fyrir fagurkera og matgæðinga Dagný Hermannsdóttir í sínu náttúrulega umhver . Kartöflublómin eru líka allskonar og gullfalleg. Kartöflur r ktaðar upp frá fr i en þessar eru á litinn eins og rauðrófur. Kartöflur sem líta út eins og blandaðir áve tir og ber. nnri fegurð. Franskar fr kartöflur . irnilegar kartöfluflögur. lsystkini. Litafjölbreytni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.