Bændablaðið - 14.12.2023, Page 42

Bændablaðið - 14.12.2023, Page 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Hann er að sumu leyti kynlegur kvistur, húsasmíðameistarinn í Hveragerði sem líka er kartöflu- og skógarbóndi í Lettlandi og byggir hús á einni fegurstu strönd Afríkuálfu. Brynleifur Siglaugsson er fæddur árið 1970, bjó lengi á Vopnafirði en flutti suður 1996. Hann á tvo syni, fædda 1998 og 2004. Lengst af hefur hann byggt og selt hús hingað og þangað um landið en 2008 urðu verulegar breytingar á högum hans. „Í hruninu fór allur byggingariðnaðurinn lóðrétt til helvítis,“ segir Brynleifur. „Það þarf svo sem ekki að hafa mörg orð um hvað gerðist: í rauninni var bara öllu stolið af fólki. Við vorum með rekstur, áttum svolítið af atvinnuhúsnæði með erlendum lánum sem þrefölduðust svo það fór bara allt lóðbeint til fjandans.“ E rfitt að bú a h é r Brynleifur sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem hann vandaði ráðamönnum ekki kveðjurnar og sagðist vera farinn úr landi, hér væri ekki hægt að búa. Hann fór til Noregs en entist þar ekki nema í þrjá mánuði. „Það var ekkert mjög gaman af því,“ segir hann, nokkuð kaldranalega. Hann kom því aftur upp. „Ég ákvað að vera hér og byrja aftur að berjast.“ Hann segir hafa gengið fínt hjá sér síðan. Árið 2014 keypti hann gamalt hús í Hveragerði og gerði upp og hefur búið þar síðan ásamt sonum sínum. „Ég er með byggingafyrirtæki hér og búinn að byggja slatta af húsum í Hveragerði og Mosfellsbæ og taka að mér alls konar verk. Var m.a. að klára íbúðir í Mývatnssveit núna.“ Honum sýnist þó að allt sé að fara á verri veg í þjóðfélaginu aftur. „Ég er með verkefni út næsta ár, er ekki með einhver erlend lán – maður lærði eitthvað af þessu hruni – og er því rólegur.“ Hann segist sakna sterkra stjórnmálaleiðtoga á þingi og gefur lítið fyrir pólitíkina nú til dags, auk þess sem hann segist hafa illan bifur á hvernig ríki séu að gefa lýðræðisrétt sinn eftir til ýmissa alþjóðastofnana. B y ggði sé r h ú s á be stu strönd álfunnar Víkur þá sögunni út fyrir landsteina. „Ég fór til Brasilíu 2005 og varð alveg heillaður,“ heldur Brynleifur áfram. „Ég keypti mér svolítið land þar og ætlaði að byggja mér hús en svo varð hrunið 2008 og setti strik í reikninginn.“ Hann seldi landið og ekki varð meira úr Brasilíuhugmyndinni. En var þó ekki af baki dottinn. Hann hafi afar gaman af því að ferðast og helst til staða þar sem eru ekki margir Íslendingar. Árið 2019 fór hann til Kenía með vinum og hreifst af landinu. „Ég var búinn að bíta í mig og vinna að því í nokkur ár að geta keypt mér land einhvers staðar þar sem er almennilegt veður og byggt mér hús. Eftir fyrstu ferðina til Kenía gerðist allt mjög hratt: ég keypti mér lóð og fór svo bara að byggja, fyrir einu og hálfu ári síðan.“ Húsið stendur á Diani- ströndinni, í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Mombasa, annarri stærstu borg landsins, og er ströndin sögð ein af fimm bestu og fegurstu ströndum allrar heilu Afríku. Brynleifur segir svæðið gríðarlega fallegt. „Það er bara alveg dásamlegt að vera þarna,“ segir hann en reiknar þó með að setja húsið í leigu til ferðamanna, það sé allt of stórt fyrir sig. Ekki sé tiltakanlega flókið að kaupa sér landskika í Kenía og hann hyggst byggja þar meira. Sk óg ar- o g k artöflub óndi í L ettlandi Fyrir þremur árum festi Brynleifur sér einnig litla jörð í Lettlandi. „Ég hef alltaf verið dálítið hrifinn af Austur-Evrópu,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið með mannskap frá Litháen í vinnu síðan 2005 og sumir þeirra séu enn að vinna hjá honum. „Þegar ég skoðaði Lettland í alvöru varð ég alveg heillaður af því líka,“ bætir hann við og heldur áfram: „Mig langaði alltaf að kaupa mér svolitla spildu og gamalt hús í einhverju af þessum löndum þarna. Ég keypti 21 hektara og þar er skógur, ræktarland og gamalt bjálkahús sem við feðgarnir stefnum á að gera upp.“ Jörðin er í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð í austur frá höfuðborginni Ríga. LÍF&STARF Mannlíf: Ákvað að byrja aftur að berjast – Smíðar hús á Íslandi og í Afríku en ræktar kartöflur og skóg í Lettlandi Brynleifur Siglaugsson. Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Á lettneska akrinum við kartöfluupptöku. Um 500 kg fengust nú í haust. Hið myndarlega hús sem Brynleifur byggði á Diani-ströndinni í Kenía. Hún þykir ein fegursta strönd gjörvallrar álfunnar og er þó af miklu að taka. Sérstakur kartöflubjór er bruggaður fyrir kartöfluhátíðina. Við höfum þrjú ár í röð haldið sérstaka kartöfluhátíð í lok ágúst þegar kartöflurnar eru teknar upp. Og það er búið að vefja upp á sig!“ Fánar Íslands og Lettlands blakta við húsið í lettnesku sveitinni. Falleg innsetning við heimreiðina til að auglýsa karöfluhátíðina. HONDA SNJÓBLÁSARAR FÁST Í FAGVERSLUN BYKO GÆÐI Í YFIR 40 ÁR www.byko.is/honda | honda@byko.is | 821-4152

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.