Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 43

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Frá kartöfluhátíð Brynleifs bónda og húsasmíðameistara í Lettlandi sl. haust. „Þegar ég var búinn að kaupa þetta gat ég náttúrlega ekki annað en sett niður kartöflur,“ segir Brynleifur og hlær dátt. „Það er ekki nóg að vera bara skógarbóndi, maður verður líka að vera kartöflubóndi!“ Hann segir það þó til gamans gert. „Við setjum niður kartöflur á vorin og stundum kemur fólk frá Íslandi að hjálpa til. Við höfum svo þrjú ár í röð haldið sérstaka kartöfluhátíð í lok ágúst þegar kartöflurnar eru teknar upp. Og það er búið að vefja ansi mikið upp á sig,“ hnýtir hann við. Kartöfluhátíð og sérbruggaður kartöflubjór Í tilefni kartöfluhátíðarinnar er haldin heilmikil matarveisla með dúkuðum borðum og miklu skrauti í gamalli þaklausri hlöðu. Ekki er kastað til höndum í undirbúningi. „Þar er raðað upp, mikið lagt í skreytingar og komið fyrir sviði,“ útskýrir Brynleifur. „Fólk mætir yfirleitt daginn áður og kemur sér fyrir í kring, á hótelum og gistiheimilum. Núna í haust komu þrjátíu manns frá Íslandi og annað eins frá Lettlandi og Litháen. Svona sérvalið fólk! Á laugardagsmorgni mætir fólkið svo í kartöfluupptöku. Og þá eru teknar upp kartöflur, sem tekur svona tuttugu mínútur til hálftíma, og er gert með dyggri aðstoð nágrannabónda okkar sem kemur á gamalli dráttarvél og fræsir upp kartöflurnar,“ segir hann og bætir við að magnið hafi verið um 500 kg. Brynleifur sér elliheimili í grenndinni fyrir bæði eldiviði og kartöflum auk þess sem foreldrar sérlegrar aðstoðarkonu hans starfa þar. Því fór allur hópurinn sem mættur var á kartöfluhátíðina þangað í skoðunarferð eftir kartöfluupptökuna. „Aðbúnaður á lettnesku elliheimili er svolítið öðruvísi en á Íslandi,“ segir hann og bætir við að þótt húsnæðið sé gamalt og fólk deili herbergi sé áberandi hversu því líði vel, andinn sé góður og hugsað vel um mannskapinn. „U m kvöldið var svo vínkynning úr héraði fyrir borðhald, við fengum kokka sem komu og elduðu, og síðan mætti band og spilaði fyrir dansi fram á nótt.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega skemmtilegt. Rjúpur og takkaskór með til Kenía Brynleifur segist munu halda jól í Kenía ásamt sonum sínum. Hátíðin þar sé látlaus. Hann segist ætla að taka með sér þrjár rjúpur í jólamáltíðina: „Það er spurning hvernig kokkurinn minn úti tekur því þegar ég fer að hamfletta þær á Þorláksmessu!“ Hann tekur líka með sér bjúgu og hákarl – og jafnvel hangikjötsbita og harðfisk. En það sem þyngst mun vega í farangrinum verða tvær fullar ferðatöskur af fótboltaskóm. „Y ngri sonur minn er mikið í fótbolta,“ segir Brynleifur. „Nú förum við með tvær ferðatöskur af takkaskóm sem vinur okkar, G unnar Borgþórsson, fótboltaþjálfari á Selfossi, er búinn að safna. Í U kunda, sem er lítið þorp á svæðinu þar sem ég bý, eru fótboltalið sem fá takkaskóna. Í haust fór ég með tvær ferðatöskur af notuðum og nýjum fótboltabúningum frá Selfossi og Hamri í Hveragerði. Það vakti gríðarlega lukku þarna úti. Það þarf lítið til að gleðja þau og þetta er mjög gaman.“ Brynleifur segist hafa tilfinningu fyrir að Kenía sé á barmi mikilla breytinga. Þar sé nýr forseti sem vilji koma hlutum til betra horfs en gríðarleg spilling sé landlæg. Kenía sé þó eftirsótt til búsetu vegna þess að landið teljist sæmilega öruggt og efnahagur ekki sérlega óstöðugur. Veðursæld sé og mikil og fólkið gott. G estir hans hafi orðið yfir sig hrifnir af landi og þjóð. Hann segist í framtíðinni ætla að vera heima á Diani-strönd á vetrum og á vorin og haustin heima í Lettlandi. „Svo í júlí og ágúst heima á Íslandi, það er planið,“ segir hann kankvís. Hann ætli ekki að byggja upp í fleiri löndum í bili: „Ég verð að reyna að hemja mig eitthvað!“ segir Brynleifur húsasmíðameistari að lokum. Kristine lykilmanneskja í kartöflu- hátíðinni dansar hér við föður sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.