Bændablaðið - 14.12.2023, Page 50

Bændablaðið - 14.12.2023, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 S korri ehf • B íldshö fði 1 2 • 5 7 7 - 1 5 1 5 • Vefverslun: w w w .skorri.is E r jeppinn tilb úinn í jólafríið? start fyrir jeppann í veturVeldu öruggt M ælum • S kiptum • Traust og fagleg þjónusta Samgöngusafn: Sýning á sögu Austurleiðar S ýning á sögu rútufyrirtækis opnaði nýlega í S kógum undir E yjafjöllum. Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Það hefur nú tekist því 16. nóvember var sýningin opnuð formlega að viðstöddum forsvarsmönnum safnsins og Rótarýklúbbsins. „Á sýningunni er farið yfir fyrstu 20 árin eftir stofnun hlutafélagsins Austurleiðar á spjöldum með myndum og tex ta, sem ég veit að margir hafa gaman af því að skoða. Þá má geta þess að fyrsta rúta fyrirtækisins, L-502, er í eigu safnsins og til stendur að gera hana upp. Hún er illa farin en er nú komin í skjól og mun njóta þeirrar virðingar sem hún á skilið,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrum forseti Rótarýklúbbs Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Hlutafélagið Austurleið var stofnað þann 1. apríl 1963 á Hvolsvelli af átta hluthöfum. Fyrirtækið var með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Bílaeign var ekki almenn á þessum tíma og því þótti mörgum gott að geta brugðið sér til Reykjavíkur í dagsferð til að sinna margs konar erindum. /MH H F élagar í R ótarýklúb b i R angæinga og gestir við opnun A usturleiðarsýningarinnar. Myndir / m h h R útan L - 5 0 2 frá A usturleið á rgerð 1 9 6 3 , sem er í eigu S amgö ngusafnsins í Skógum en til stendur að gera hana upp. erður það eflaust mikil vinna miðað við á stand rútunnar. Selfoss: Verslun með íslenskri framleiðslu Alda B jörk Ólafsdóttir og Atli L illiendahl hafa opnað verslun á S elfossi sem selur einungis matvöru, handverk og minjagripi sem framleiddir eru á Íslandi. Atli segir hjónin hafa orðið vör við að komin sé þreyta gagnvart öllum hinum svokölluðu lundabúðum. Hann segir eftirspurn vera eftir íslenskum mat og íslenskum kúltúr, en ferðamenn eigi erfitt með að finna slíkan varning. Eftir að hafa skoðað fjölmargar ferðamannabúðir hafi þau dregið þá ályktun að 95 prósent varanna hefðu ekkert með íslenskan kúltúr að gera. Því hafi vaknað sú hugmynd að opna verslun þar sem tryggt er að allt sé íslensk hönnun og framleiðsla. U pphaflega hafi ekki staðið til að opna þessa verslun og tóku þau rýmið fyrst til leigu til að hafa lageraðstöðu og eldhús til að forvinna fyrir matarvagn sem þau opna næsta vor. Þau hafi hins vegar fljótlega áttað sig á að rýmið væri á besta stað og því ákveðið að gera eitthvað meira með það. Þá benda þau á að það sé óhjákvæmilegt að íslenskir smáfram- leiðendur á matvöru þurfi að verðleggja sínar vörur hátt. Verulega hafi vantað búð þar sem þessir aðilar gætu komið sínum vörum á framfæri og fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Annaðhvort leigi framleiðendurnir hillupláss eða þau taki þóknun. Það sé ólíkt því sem tíðkist, en þau segja verslanir oft rukka fyrir bæði. Meðal þess sem verður selt eru matvörur frá Korngrís, Hreppamjólk og Háafelli. Þá verða þau með landnámshænuegg og þrjá hunangsframleiðendur. Jafnframt hrossa- og folaldabjúgu frá Villt og alið á Hellu og reyktan og grafinn villtan lax . Þau verða enn fremur með mikið af vörum frá vernduðum vinnustöðum, eins og Skaftholti og Ásgarði, að ógleymdu handverki frá fjölmörgum aðilum héðan og þaðan af landinu. Þau taka sérstaklega fram að verslunin sé ekki einungis hugsuð fyrir erlenda ferðamenn, heldur geti nærsamfélagið fundið ýmislegt fyrir sig á þessum stað, bæði gjafavörur og matvæli. Verslunin Made in Ísland er á Austurvegi 44 á Selfossi og er opin alla daga vikunnar. /Á L A lda B jö rk og A tli opnuðu verslun þar sem allt er íslenskt. Myndir / Á L B ændur voru snö ggir að b regðast við auglýsingu R eykjavíkurb orgar sem b irtist í B ændab laðinu í nóvemb er. Þ ar óskaði b orgin eftir að fá að kaupa 2 0 0 heyb agga til að hjá lpa til við að skapa hlýlega og notalega stemningu á torgum á aðventunni. Viðb rö gðin urðu framar vonum, að sö gn G uðrúnar So íu Björnsdóttur verkefnastjóra og brá eykjavíkurborg á það ráð að þakka b ændum fyrir með skilti sem var komið fyrir á S elfossi í b yrjun desemb er. Ekkert heyleysi í borginni A lda sýnir vö rur úr verslun sinni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.