Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 56

Bændablaðið - 14.12.2023, Síða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Alls tóku rúmlega 600 gestir, frá 80 löndum, þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan, sem haldin var á netinu, miðaði sérstaklega að þróunarlöndunum og hvernig þau munu hafa áhrif á heimsframleiðslu mjólkur á komandi árum. H æ gur vöxt ur heimsframleiðslunnar Á ráðstefnunni kom fram að árið 2022 jókst heimsframleiðsla mjólkur um 0,8% en það er minnsta aukning mjólkurframleiðslu heimsins í tvo áratugi, en árabilið 2001–2021 nam árleg meðaltalsaukning 2,3 % . Þegar leitað er skýringa á minni aukningu mjólkurframleiðslunnar árið 2022 eru helstu skýringar mikil verðbólga í mörgum löndum, sem hefur vissulega haft áhrif á rekstrarumhverfi kúabúa heimsins, en breytingar á veðurfari í heiminum höfðu einnig neikvæð áhrif á framleiðslumöguleika margra kúabúa í heiminum. Þannig varð aukning mjólkurfram- leiðslu I ndlands, stærsta mjólkur- framleiðslulands heims, einungis 2% í fyrra en áratuginn þar á undan var framleiðsluaukningin að meðal- tali 5,3 % . Þar í landi voru helstu skýringar mikil og alvarleg útbreiðsla á húðþrimlaveiki ( Lumpy Skin Disease) í landinu. Húðþrimlaveiki er bráðsmitandi vírussjúkdómur sem gerir kýr mjög veikar og því snardregur úr mjólkurframleiðslu þeirra. M ikill samdrát tur í N ýja- S jál andi Í yfirliti I FC N eru öll 27 lönd Evrópu- sambandsins dregin saman í eitt framleiðslusvæði og þar varð 0,3 % framleiðslusamdráttur árið 2022. Það er í fyrsta skipti sem þar verður samdráttur á mjólkurframleiðslu síðan 2009. Helstu skýringarnar á þessari þróun eru raktar til slæmra veðurfarsskilyrða en einnig mikilla áhrifa af hækkun aðfangakostnaðar kúabúanna. En fleiri framleiðslusvæði voru í vanda árið 2022. Þannig dróst framleiðslan í Nýja- Sjálandi saman um 3 ,7% þar sem óhagstætt veðurfar olli minni sprettu og þar sem mjólk þar í landi er svo til eingöngu framleidd með beit þá var einfaldlega ekki nóg fóður til fyrir kýrnar. Samdráttur varð í ýmsum öðrum framleiðslulöndum en þó ekki Bandaríkjunum, þar sem framleiðslan jókst um 1,6% . E ftirspu rnin á par i við aukninguna Eftirspurn eftir mjólk og mjólkur- vörum var á pari við aukninguna árið 2022, þ.e. 0,8% en það er 0,2% minni aukning eftirspurnar en frá árinu áður. Minni aukning eftirspurnar árið 2022 skýrist fyrst og fremst af því að verð mjólkurvara hækkaði mikið á markaði og því varð erfiðara fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að kaupa sér mjólkurvörur. Stór áhrifavaldur á minni aukningu heimseftirspurnar er þróunin sem varð í Kína árið 2022 en þá dróst neysla mjólkurvara saman um 2,6% og munar um minna. Þrengt að mjólkurframleiðslu á V esturlöndum Á ráðstefnunni kom fram að mörg Vesturlönd virðast nú vera að þrengja framleiðsluramma mjólkur- framleiðslunnar, m.a. vegna aukins vægis sótspors framleiðslunnar. Vesturlönd hafa verið áhrifamikil á heimsmarkaði mjólkurvara, þ.e. með viðskipti með mjólkurvörur á milli landa, og því hefur það mikil áhrif á heimsviðskiptin ef framleiðsla Vesturlanda eykst ekki í takti við eftirspurnina. Þessi staða gefur aftur á móti nýjum löndum ákveðið tækifæri og hér horfir I FC N aðallega til þróunarlandanna og sértaklega Afríku. Í flestum löndum Afríku er mjólkurframleiðslan frekar frumstæð enn sem komið er og land almennt ekki eins mikið notað og þekkist á Vesturlöndum. Þetta gefur færi á því að efla mjólkurframleiðsluna með nútíma vinnubrögðum og tæknivæðingu. E ftirspu rnin mun aukast umfram framleiðsluna Samkvæmt spá I FC N er útlit fyrir að innan fárra ára muni verða skortur á mjólk og mjólkurvörum í heiminum þ.e. að eftirspurnin muni verða töluvert meiri en framboðið. I FC N spáir því að mjólkurframleiðslan í þróunarlöndunum muni aukast um 126 milljarða lítra fram til ársins 203 0 en eftirspurnin muni aftur á móti aukast um 140 milljarða lítra í þessum sömu löndum. Þessa miklu aukningu í eftirspurn umfram framleiðslu geti Vesturlönd svarað upp að ákveðnu marki en ekki að öllu leyti. Þannig spáir I FC N því að af þessum 14 milljörðum sem munar á aukinni eftirspurn og aukinni framleiðslu í þróunarlöndunum þá muni núverandi útflutningslönd geta bætt við sig um 8 milljörðum lítra en varla mikið meira en það. Þannig telur I FC N að í raun þá muni vanta 6 milljarða lítra af mjólk, eigi að svala eftirspurninni. Skýringin á aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum á komandi árum felst fyrst og fremst í aukinni kaupgetu millistéttarinnar í mörgum þróunarlöndum og þeirri staðreynd að mjólkurneysla, þ.e. meðalneysla á hvern íbúa, í mörgum af þessum löndum er mjög lítil núna. B jart framundan Segja má að niðurstöður I FC N bendi til þess að framundan sé útlit fyrir aukna framleiðslu í öllum löndum sem geta bætt við sig. Neysla mjólkurvara eykst ár frá ári á heimsvísu samhliða stækkandi hópi fólks með betri tekjur. Það er þó dagljóst að vegna tiltölulega nýtilkominna laga og reglugerða, sem skerða eða takmarka mjólkur- framleiðslu marga kúabúa á Vestur- löndum, þá þarf að gera átak í því að efla mjólkurframleiðslu þróunarlandanna. Núverandi form, þar sem oftast er um örbú að ræða með mjólkurframleiðslu sem oft er minni en 10 lítrar á dag, þarf að taka til endurskoðunar og horfa til nútímalegri aðferða við framleiðslu á mjólk. Það var einnig rætt á ráðstefnunni, þ.e. hvaða leiðir væru ákjósanlegastar til þess að auka mjólkurframleiðslu þróunarlandanna. H vaða leið er fæ r? Þó það hafi ekki komið bein niðurstaða á ráðstefnunni með það hvaða leið sé rétt eða best að fara til þess að auka mjólkurframleiðsluna þá má benda á að í rauninni eru leiðirnar sem hægt væri að fara margar og líklega er engin ein rétt. Ó tal þróunarlönd eru með afar takmarkaða mjólkurframleiðslu þrátt fyrir að vera mögulega með afar ákjósanlegar aðstæður frá náttúrunnar hendi til að framleiða mikið magn mjólkur. H ér er fjallað um beitartilraun sem hófst haustið 201 8. Markmið þessarar tilraunar er að a) kanna áhrif beitar/ friðunar á uppgræðslusvæði til skemmri og lengri tíma og b) meta hvort friðun á mismunandi tímabilum sumars hafi áhrif á árangur uppgræðslunnar. T ilraunin var sett upp á mel á landgræðslusvæði á afrétti í Árnessýslu. Beit er á svæðinu frá mánaðamótum júní/ júlí og fram undir miðjan september. Í upphafi var gróðurþekja innan við 1% . T únvingli var raðsáð vorið 2018, borinn á tilbúinn áburður og í kjölfarið settir út rannsóknareitir þar sem færanleg búr voru notuð til að ná fram áhrifum friðunar á gróður á mismunandi tímum sumars. G róðurþekja og gróðurhæð er mæld eftir að beit lýkur á haustin. G róður var styrktur með áburði ( 200kg/ ha) 2019 og 2020 en 2021 var ekki borið á. Það ár sáust engin beitarummerki í tilrauninni. Aftur var gróður styrktur með áburðargjöf í júní 2022 og 2023 . T öluverð beit var á svæðinu þau ár sem borið var á. Búrin eru færð tvisvar yfir beitartímann til að fá fram mismunandi meðferðir, hvert tímabil stendur í um 3 vikur: Alls eru 5 meðferðir í tilrauninni: a. Viðmið = Beitt allt tímabilið b. Alfriðað = Friðun allt beitartímabilið c . Friðað snemmsumars, frá upphafi beitartíma d. Friðað miðsumars e. Friðað síðsumars og út beitartímann um miðjan september N iðurstöður G róðurþekja varð fljótt meiri eftir að uppgræðslan hófst og jókst hraðar í friðuðum reitunum en beittum. Ekki virðist skipta máli hvort og þá hvenær land er friðað yfir beitartímann. Beit hvenær sem er sumarsins dregur úr myndun gróðurþekju, þannig að ekki er ávinningur að því að friða landið hluta sumars, það þarf að friða allt beitartímabilið til að sjá jákvæð áhrif á gróðurþekju. Samsetning gróðurs var mismunandi í friðuðum reitum og þeim sem voru beittir. Haustið 2023 voru grös í friðuðu reitunum um 97% af gróðurþekjunni en aðeins 3 % blómjurtir. Í reitum sem voru beittir allt sumarið eða hluta sumars voru blóm mun algengari, eða 17–26% af þekju. Að sama skapi var minna um grös. Blómtegundir sem þarna vax a, s.s. hundasúra, melablóm, holurt, lambagras og músareyra eru ekki lostætar og skýrir það að hluta af hverju þekja þeirra eykst við beit. Við friðun verða grösin hávax nari og hafa betur í samkeppni, s.s. um pláss, ljós og næringu, en lágvax nari plöntur. Þegar grös eru bitin og verða þar af leiðandi ekki eins stór, ná blómplöntur að vax a en lenda ekki í sömu samkeppni við grösin eins og í friðuðum reitum. Væri um lostætar blómtegundir að ræða yrðu niðurstöður væntanlega á annan veg. Eins og búast má við hefur beit áhrif á hæð plantna. Hæð er marktækt meiri í friðuðu reitunum en öllum hinum, en ekki hefur fundist marktækur munur á gróðurhæð milli mismunandi beitartíma. R ótarsýni Haustið 2021 voru tekin rótarsýni úr tilrauninni og kom í ljós að rótarmassi í friðuðum reitum var marktækt meiri en í beittum reitum og reitum sem voru friðaðir um mitt sumar eða síðsumars en ekki var marktækur munur á milli friðaðra reita og reita sem voru friðaðir snemmsumars. Niðurstöður benda til þess að ekki sé ávinningur af því að friða uppgræðslusvæði tímabundið yfir sumarið en töluverður ávinningur sé af því að friða landið alveg fyrir beit á fyrstu árum uppgræðslu. T ilrauninni verður haldið áfram næstu ár og fylgst með gróðurframvindu. S igþrú ður J ónsdóttir, beitarsérfræðingur hjá L andgræðslunni Áhrif beitar á uppgræðslusvæði B úr sem notað er til að friða reiti fyrir b eit. Á FAGLEGUM NÓTUM Spá mjólkurskorti í heiminum innan fárra ára I F C N ( I nternational F arm C omparison Netw ork) samtökin, sem eru alþjóðleg samtök sem vinna m.a. að því að taka saman upplýsingar um ýmislegt sem snýr að mjólkurframleiðslu í heiminum, héldu sína fjórðu heimsráðstefnu um mjólkurframleiðslumál í lok nóvember. H andmjaltir eru enn mjö g útb reiddar og langalgengasta aðferðin við að mjólka í þróunarlö ndum heimsins. Mynd / T adeu J nr Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com G róðurþekja ( % ) og gróðurhæð ( c m) eftir meðferðum 2 0 1 8 - 2 0 2 3 . LANDGRÆÐSLA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.