Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 73

Bændablaðið - 14.12.2023, Qupperneq 73
73Bændablaðið | Fimmtudagur 14. desember 2023 Davíð og Stefán eru syngjandi veislustjórar stefanhelgi@gmail.com eða s. 896-9410. Þorrablót og skemmtanir um allt land Hafðu samband á stolpigamar.is eða í síma 568 0100 stolpigamar.is Snjallar lausnir Hentugar húseiningar Hver grunneiningin er 20 fet og vel einangruð í hólf og gólf og kemur tilbúin með hurð, gluggum, loftljósum, rafmagnsofni og rafmagnsinnstungum. Auðvelt er að sníða nýjar húseiningar eftir þörfum og óskum hvers og eins. Hafðu samband við okkur og fáðu allar nánari upplýsingar eða kíktu í heimsókn. KLETTAGARÐAR 3-5 | 104 REYKJAVÍK | STOLPIGAMAR@STOLPIGAMAR.IS Atvinnuvegur á traustum grunni H rossin hafa alla Íslandsbyggð haft sérstöðu á meðal búpenings landsins, ekkert húsdýranna stóð manninum nær en hesturinn nema ef vera skyldi hundurinn. Ísland hefði enda verið óbyggilegt án hestsins. Hann var reið- og t r ú s s h e s t u r , burðar- og dráttardýr og akhestur, eftir að kerrur og vagnar komu til sögunnar. Reiðmennska sem íþrótt var og ástunduð hjá ýmsum alla tíð. Þegar á nítjándu öldina leið öfluðu bændur sér og mikilla tekna með lífhrossaútflutningi. U m miðja tuttugustu öld ruddi véltæknin sér til rúms og var þá reiknað með að saga hestsins væri úti. Hefðbundinn útflutningur hrossa hrundi einnig. Framsýnir menn höfðu þó allnokkru fyrr byrjað að kynna hestinn sem reið- og sporthest úti í heimi og hesthneigt fólk sem flutt var á mölina fór og að stunda útreiðar. Hestamennska í þéttbýlinu jókst og varð almennari og úflutningur efldist að nýju en nú eingöngu sem reiðhrossamarkaður á breiðu verðbili. Íslenska hestinum var þar með borgið. Þetta er í raun eitt af glæsilegustu dæmum sem þekkjast um að gömlu landkyni í útrýmingarhættu sé fundið nýtt hlutverk og tilvist þess þar með borgið. Á fyrrihluta síðustu aldar grasseruðu illvígar fjárpestir sem leiddu til niðurskurðar sauðfjár. Bændur í stóðsveitum, þar sem víða var mikil hefð að búa við fjölda hrossa, hleyptu upp stóðum sínum og fóru að framleiða folaldakjöt. Ísland er og þannig gert frá náttúrunnar hendi að hér er mikið víðlendi grasi vaxi ð, það hentar því afar vel fyrir beitarpening. Þetta allt opnaði síðar meir á möguleika til að starfrækja nýjan atvinnuveg innan hrossahaldsins, til hliðar við kjötframleiðsluna, sem eru nytjar á blóði úr fylfullum hryssum til að framleiða verðmætt frjósemishomón ( P MSG / eC G ) . B lóðnytjar og uppby gging öflugrar þekkingardrifinnar atvinnustarfsemi Söfnun blóðs úr fylfullum hryssum hófst hér á landi seint á áttunda áratug síðustu aldar og hefur staðið yfir æ síðan og er fyrir löngu síðan orðin rótgróin afurðaframleiðslugrein innan íslensks landbúnaðar. Fyrst í stað var blóðið flutt út ómeðhöndlað til vinnslu erlendis. Síðar var farið að þróa starfsemina í átt að fullvinnslu en ýmsir byrjunarörðugleikar komu upp, hvoru tveggja af þekkingar- og rekstrarlegum toga. Ú r því öllu hefur þó ræst og leiðin síðan legið stöðugt upp á við. Fyrirtækið Ísteka ehf. var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi framleitt virka lyfjaefnið sem þarf til að fullvinna áðurnefnt frjósemishormón. Með hagnýtingu þess næst að bæta framleiðni og velferð búfjár og draga úr kolefnisfótspori í nútíma landbúnaði. Hvað nánari útskýringu þessa og fjölmargs annars varðar skal vitnað til heimasíðu fyrirtækisins, w w w .isteka.is. Ísteka er framsækið og þekkingardrifið fyrirtæki. Konur eru 52% starfsfólksins, þær skipa 33% stjórnar fyrirtækisins og 60% stjórnenda. Helmingur starfsfólks er háskólamenntaður, allt frá B.Sc .- gráðu upp í P h.D. og af fjölmörgum þjóðernum. Allar tekjur fyrirtækisins eru í erlendum gjaldeyri og námu um 1,7 milljörðum íslenskra króna á árinu 2022 og eru vaxt armöguleikarnir miklir. S jónarmið um velferð bú fjár Á síðustu árum hafa blóðnytjarnar mátt sæta harðri gagnrýni og haldið er fram að í þeim felist kerfisbundið dýraníð. Hvort tveggja bændur og fyrirtækið hefur þar verið haft að skotspæni. Þessu er mótmælt sem tilhæfulausum áburði. Staðreyndirnar tala enda sínu máli en hvergi í nokkurri annarri búgrein eru meiðsli fátíðari og afföll minni en í blóðnytjunum. Búgreinin er og undir miklu eftirliti og er þar stuðst við lög um velferð dýra, nr. 55/ 2013 og tilheyrandi reglugerðir settar við þau lög. Í fyrstu grein dýravelferðarlaganna segir svo auk almennra ákvæða: „... Enn fremur er það markmið laganna að þau [ dýrin] geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“ Augljóst er að ekki er þetta ákvæði betur tryggt í nokkru búfjárhaldi en í blóðnytjunum. Þær fara fram á tólf vikna tímabili ár hvert, ekki er tekið blóð oftar en í átta skipti úr sömu hryssunni og alltaf framkvæmt af dýralæknum í samræmi við viðurkennt verklag. Samanlögð árleg dvöl hryssnanna við blóðtöku er að jafnaði um ein klukkustund. Í annan tíma lifa hryssurnar undir vökulu auga mannsins vissulega en óáreittar með öllu; nema hvað varðar aðgerðir þeim til góða eða mjög svo þóknanlegar, s.s. ormalyfsgjöf, hófhirðing, beit og útgjöf og svo vitanlega að vera hleypt til hests. S taða bú greinarinnar og horfur Staða blóðnytjanna sem búgreinar er góð; vaxt armöguleikar í útflutningi afurðarinnar eru miklir og færir greinin nú þegar fleiri hundruð milljónir inn í hagkerfi sveitanna. Þetta gæti enn vaxi ð og þá án þess að knýja bændur til stórfjárfestinga með tilheyrandi vax tabyrði og mögulegum skuldavanda. Nú eru þó blikur á lofti og af mannavöldum, þar eð matvælaráðherra ákvað öllum að óvörum að taka til greina áminningarbréf ESA frá 10. maí sl. og felldi úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, nr. 900/ 2022. Þess í stað setti ráðherra starfsemina undir reglugerð nr. 460/ 2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni og innleiddi þar með tilskipun 2010/ 63/ EB. Skoðun Ísteka, studd m.a. lögfræðiálitum, er sú að reglugerðin eigi ekki við og að ráðherra hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Hér er ekki um vísindastarf að ræða; blóðnytjarnar eru hrein og klár afurðaframleiðsla og úrvinnslan vissulega framkvæmd með gagnreyndum aðferðum hagnýtra vísinda sem eru síður en svo á tilraunastigi. Ísteka fyrir sitt leyti og forysta Bændasamtaka Íslands, f.h. umbjóðenda sinna, hafa mótmælt þessum gjörningi matvælaráðherra sem ítarleg lögfræðiálit benda til að hafi verið rangur. Í þessu efni mætti og spyrja ríkisstjórnina og þingmenn ýmsa, sem mótmælt hafa svokallaðri gullhúðun EES- gerða, samanber fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins frá 13 . október sl., hvað svona lagað sem mætti jafnvel kalla eitthvað enn meira en gullhúðun, eigi að fyrirstilla. Leyfi Mast til handa Ísteka, til að framkvæma blóðtöku úr hryssum, gildir til 5. október 2025. Ísteka hefur tilkynnt yfirvöldum að fyrirtækið líti svo á að þrátt fyrir áðurnefnda breytingu á regluverki muni fyrirtækið vinna skv. gildandi leyfi og endurnýja það í fyllingu tímans reglum samkvæmt. Jafnframt hlýtur röng ákvörðun matvælaráðherra, sjá fyrr, að verða afturkölluð. Fyrirtækið áréttar hér með þá staðreynd að það hefur gilt leyfi til blóðtöku til og með 5. október 2025 og mun vinna samkvæmt því. Nú líður að helgum tíðum. Ísteka þakkar árið sem er að líða og óskar lesendum öllum árs og friðar. K ristinn H ugason, samskiptastjóri Ísteka. K rist inn H ugason. TIL LEIGU Gott, um 200 fm. einbýlishús á vinsælum stað í 230 Keflavík til leigu í 3 mánuði. Til greina kemur að selja húsið á leigutímanum, eða eftir leigu. Skjólsæl og róleg staðsetning. Allar nánari upplýsingar gefur Jóhann í síma: 868-3144.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.