Úrval - 01.11.1962, Síða 61
ERU SKRÍMSLI 1 SJÖNUM?
77
að harma þetta. Ef til vill
hefur raunveruleg sæslanga ein-
hvern tíma fundizt á óþekktri
strönd, en verið álitin dauður
hvalur og því dregin út í sjóinn
á nýjan leik, svo að sjórinn mætti
skola hræinu burt.
Ef við viðurkennum þann
möguleika, að sæslangan sé ekki
skriðdýr né óþekkt spendýr, held-
ur raunverulegur fiskur, þá eru
þegar fyrir hendi tveir keppend-
ur um þann titil. Sá fyrri er-ein
fágætasta og furðulegasta skepna
úthafanna: árfiskurinn eða rifja-
fiskurinn. Hann lítur út eins og
stór áll, sem hefur verið flattur
út lóðrétt. Hann getur náð alveg
ótrúlegri stærð eða 30—40 fetum
á lengd. Enginn fullvaxinn fisk-
ur. hefur nokkru sinni náðst lif-
andi, og flestir þeir, sem sjórinn
hefur skolað að landi, hafa þegar
verið tættir sundur af hákörl-
um og öðrum ræningjum sjávar-
ins. Hið furðulegasta við útlit ár-
fisksins er hinn skarlatsrauði
bakuggi hans og endar í skraut-
legum kambi ofan á höfðinu, og
líkist kamburinn helzt fjaðra-
skrauti Indíána. Árfiskurinn er
veikbyggð og meinlaus skepna
þrátt fyrir sína miklu stærð. Sjó-
maður, sem kynni að hafa orðjð
var við fullvaxinn árfisk, hefði
varla getað búizt við því, að lýs-
íngu hans yrði trúað. Árfiskurinn
er næstum áreiðanlega upphafið
að mörgum sögum um sæslöngur.
En lýsingin á skepnunni, sem
skipshöfnin á Daedalus sá, getur
alls ekki átt við hann.
Vísindamenn á danska haf-
rannsóknarskipinu Dana ollu
furðu meðal vísindamanna um
víða veröld árið 1930, þegar þeir
drógu állirfu nokkra upp úr
djúpum hafsins, en þetta virtist
vera afsprengi ofboðslega stórs
áls. Hinn algengi áll er í fyrsta
uppvexti sínurn gagnsær og líkist
laufblaði. Nær hann allt að
þriggja þumlung'a stærð, áður en
hann breytir um mynd og verður
að áli. Myndbreytingin líkist því,
er froskungi breytist í frosk.
En állirfan, sem um getur að
ofan, var alls ekki þrír þumlung-
ar á lengd, heldur sex fet, miklu
lengri en flestir fullvaxnir álar.
Þessari uppgötvun má helzt líkja
við það, að fundizt hefði meters-
langur froskungi. Og um leið
vaknaði þessi spurning: „Hversu
löng hefði þessi állirfa orðið, þeg-
ar hún hefði breytzt í fullþrosk-
aðan ál?“ Með einföldum reikn-
ingi má reikna út, að sex feta
löng állirfa hefði orðið að fimm-
tíu feta löngum ál að minnsta
kosti. Sú lengd nægir alveg sem
skýring á öllum furðusögunum
um sæslöngurnar, nema hvað sæ-
slöngur þær snertir, sem teygja