Úrval - 01.11.1962, Side 61

Úrval - 01.11.1962, Side 61
ERU SKRÍMSLI 1 SJÖNUM? 77 að harma þetta. Ef til vill hefur raunveruleg sæslanga ein- hvern tíma fundizt á óþekktri strönd, en verið álitin dauður hvalur og því dregin út í sjóinn á nýjan leik, svo að sjórinn mætti skola hræinu burt. Ef við viðurkennum þann möguleika, að sæslangan sé ekki skriðdýr né óþekkt spendýr, held- ur raunverulegur fiskur, þá eru þegar fyrir hendi tveir keppend- ur um þann titil. Sá fyrri er-ein fágætasta og furðulegasta skepna úthafanna: árfiskurinn eða rifja- fiskurinn. Hann lítur út eins og stór áll, sem hefur verið flattur út lóðrétt. Hann getur náð alveg ótrúlegri stærð eða 30—40 fetum á lengd. Enginn fullvaxinn fisk- ur. hefur nokkru sinni náðst lif- andi, og flestir þeir, sem sjórinn hefur skolað að landi, hafa þegar verið tættir sundur af hákörl- um og öðrum ræningjum sjávar- ins. Hið furðulegasta við útlit ár- fisksins er hinn skarlatsrauði bakuggi hans og endar í skraut- legum kambi ofan á höfðinu, og líkist kamburinn helzt fjaðra- skrauti Indíána. Árfiskurinn er veikbyggð og meinlaus skepna þrátt fyrir sína miklu stærð. Sjó- maður, sem kynni að hafa orðjð var við fullvaxinn árfisk, hefði varla getað búizt við því, að lýs- íngu hans yrði trúað. Árfiskurinn er næstum áreiðanlega upphafið að mörgum sögum um sæslöngur. En lýsingin á skepnunni, sem skipshöfnin á Daedalus sá, getur alls ekki átt við hann. Vísindamenn á danska haf- rannsóknarskipinu Dana ollu furðu meðal vísindamanna um víða veröld árið 1930, þegar þeir drógu állirfu nokkra upp úr djúpum hafsins, en þetta virtist vera afsprengi ofboðslega stórs áls. Hinn algengi áll er í fyrsta uppvexti sínurn gagnsær og líkist laufblaði. Nær hann allt að þriggja þumlung'a stærð, áður en hann breytir um mynd og verður að áli. Myndbreytingin líkist því, er froskungi breytist í frosk. En állirfan, sem um getur að ofan, var alls ekki þrír þumlung- ar á lengd, heldur sex fet, miklu lengri en flestir fullvaxnir álar. Þessari uppgötvun má helzt líkja við það, að fundizt hefði meters- langur froskungi. Og um leið vaknaði þessi spurning: „Hversu löng hefði þessi állirfa orðið, þeg- ar hún hefði breytzt í fullþrosk- aðan ál?“ Með einföldum reikn- ingi má reikna út, að sex feta löng állirfa hefði orðið að fimm- tíu feta löngum ál að minnsta kosti. Sú lengd nægir alveg sem skýring á öllum furðusögunum um sæslöngurnar, nema hvað sæ- slöngur þær snertir, sem teygja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.