Úrval - 01.12.1965, Side 54
52
ÚRVAL
skuggalegasti staður í Skagafirði.
Það var sem yfir honum og um-
hann léki einhver ógnþrunginn
drungi, hrollvekjandi og vofeifleg-
ur. Sennilega olli þar að verulegu
leyti þær mörgu slysasögur, sem
honum voru tengdar samfara erfið-
leikum þeim og hættum, sem ferju-
starfinu voru bundin. En sjálfur
staðurinn, einn út af fyrir sig, vakti
mér líka þennan óhug. Vötnin skol-
mórauð, full af geigvænlegri dul,
hyldjúp og háskasöm, strandhamar-
inn blakkur og slútandi annarsvegar,
en brimaldan æst og óbrotin hinum
megin, sem gekk stundum drjúgan
spöl inn í ósinn, allt þetta með ýmsu
fleira varpaði um staðinn einhverj-
um geigvænum blæ og svip. Jafn-
vel marbakkinn, holur inn undir
sig, átti til að hrynja fyrr en vonum
varði niður í ógegnsætt hyldýpið,
þegar stíga skyldi í land úr ferj-
unni.
Þarna lék brimsúgurinn fyrir
landi sína tröllefldu hljómkviðu í
hauststormum og vetrarhríðum. Þá
skalf breiður hljómgrunnur Borg-
arsands við, umdi undan ægiþung-
um ölduföldum, svo gnýrinn barst
langar leiðir inn í hérað, líka þeg-
ar kyrrt var í lofti, en norðanátt
fór að.
Ég held, að enginn geti gleymt
þessum stað, sem um hann fór; enn
síður vegna þess ferjumanns, sem
þar stundaði starf og ég skal nú
minnast nokkuð á.
II.
FERJUMAÐURINN VIÐ VESTUR-
ÓSINN
Mjög var miserfitt að ferja yfir
Vesturósinn. Það var raunar alltaf
erfitt, einkum meðan sá útbúnað-
ur hélzt á ferjunni, sem lýst hefir
verið. En í mikilli norðankviku eða
brimi, reyndist svo þungt að snúa
sveifinni, að ekki var á færi ann-
arra en fílefldra manna.
f ölduskvampi og sjávarróti bylt-
ust hestar stundum um koll, svo
við meíðslum lá. Ekki var ferjan
síður þung í sunnanvindi, er storm-
ur og straumur toguðust á eitt, sér-
staklega síðari hluta hverrar leiðar,
þá er vinda þurfti farið upp í móti
þessum höfuðskepnum báðum.
En maður sá er ferjumannsstarf-
inu gengdi lengst við Vesturósinn
og langkunnastur varð allra, sem við
það starf fengust, var erfiðinu og
hættunum vaxinn. Hann hét Jón
Magnússon, en tók sér brátt nafn-
ið Ósmann eftir að hann hóf ferju-
starfið.
Jón var fæddur í Utanverðunesi
6. nóv. 1862, en sá bær er næstur
ósnum og í Hegranesi. Magnús
Árnason, faðir hans bjó á þeirri
jörð ásamt konu sinni, Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur, allt til 1915.
Jón tók snemma að stunda sjó-
róðra úr Vesturósnum, en er hann
var orðinn fulltíða maður, tók hann
við ferjumannsstarfinu af föður
sínum, er það hafði stundað þegar
eftir að dragferjan komst á ósinn.
Gengdi Jón því starfi til dauða-
dags.
Ég sá Jón Ósmann fyrsta skipti
sumarið 1909. Þá fékk ég fyrsta
sinn að fara í kaupstað með eldri
bróður mínum, sem fór með ull-
ina. Það var rétt fyrir sláttinn. Ég
hefi áður sagt frá þeirri ferð lítil-