Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 54

Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 54
52 ÚRVAL skuggalegasti staður í Skagafirði. Það var sem yfir honum og um- hann léki einhver ógnþrunginn drungi, hrollvekjandi og vofeifleg- ur. Sennilega olli þar að verulegu leyti þær mörgu slysasögur, sem honum voru tengdar samfara erfið- leikum þeim og hættum, sem ferju- starfinu voru bundin. En sjálfur staðurinn, einn út af fyrir sig, vakti mér líka þennan óhug. Vötnin skol- mórauð, full af geigvænlegri dul, hyldjúp og háskasöm, strandhamar- inn blakkur og slútandi annarsvegar, en brimaldan æst og óbrotin hinum megin, sem gekk stundum drjúgan spöl inn í ósinn, allt þetta með ýmsu fleira varpaði um staðinn einhverj- um geigvænum blæ og svip. Jafn- vel marbakkinn, holur inn undir sig, átti til að hrynja fyrr en vonum varði niður í ógegnsætt hyldýpið, þegar stíga skyldi í land úr ferj- unni. Þarna lék brimsúgurinn fyrir landi sína tröllefldu hljómkviðu í hauststormum og vetrarhríðum. Þá skalf breiður hljómgrunnur Borg- arsands við, umdi undan ægiþung- um ölduföldum, svo gnýrinn barst langar leiðir inn í hérað, líka þeg- ar kyrrt var í lofti, en norðanátt fór að. Ég held, að enginn geti gleymt þessum stað, sem um hann fór; enn síður vegna þess ferjumanns, sem þar stundaði starf og ég skal nú minnast nokkuð á. II. FERJUMAÐURINN VIÐ VESTUR- ÓSINN Mjög var miserfitt að ferja yfir Vesturósinn. Það var raunar alltaf erfitt, einkum meðan sá útbúnað- ur hélzt á ferjunni, sem lýst hefir verið. En í mikilli norðankviku eða brimi, reyndist svo þungt að snúa sveifinni, að ekki var á færi ann- arra en fílefldra manna. f ölduskvampi og sjávarróti bylt- ust hestar stundum um koll, svo við meíðslum lá. Ekki var ferjan síður þung í sunnanvindi, er storm- ur og straumur toguðust á eitt, sér- staklega síðari hluta hverrar leiðar, þá er vinda þurfti farið upp í móti þessum höfuðskepnum báðum. En maður sá er ferjumannsstarf- inu gengdi lengst við Vesturósinn og langkunnastur varð allra, sem við það starf fengust, var erfiðinu og hættunum vaxinn. Hann hét Jón Magnússon, en tók sér brátt nafn- ið Ósmann eftir að hann hóf ferju- starfið. Jón var fæddur í Utanverðunesi 6. nóv. 1862, en sá bær er næstur ósnum og í Hegranesi. Magnús Árnason, faðir hans bjó á þeirri jörð ásamt konu sinni, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, allt til 1915. Jón tók snemma að stunda sjó- róðra úr Vesturósnum, en er hann var orðinn fulltíða maður, tók hann við ferjumannsstarfinu af föður sínum, er það hafði stundað þegar eftir að dragferjan komst á ósinn. Gengdi Jón því starfi til dauða- dags. Ég sá Jón Ósmann fyrsta skipti sumarið 1909. Þá fékk ég fyrsta sinn að fara í kaupstað með eldri bróður mínum, sem fór með ull- ina. Það var rétt fyrir sláttinn. Ég hefi áður sagt frá þeirri ferð lítil-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.