Úrval - 01.12.1965, Side 92

Úrval - 01.12.1965, Side 92
90 ÚRVAL siðaðra manna hætti?“ I?el Hardy þýddi spurningar þess- ar á Delawaremáli fyrir drenginn. „Hvers konar tungumál er þetta nú? Getur hann ekki talað ensku, en bara blaðrað þetta Indíánabull?“ spurði Wilsie frændi. Del þýddi einnig þessa spurningu. Drengnum fannst nú sem hann gæti ekki þagað öllu lengur, því að nú væri heiður hans í veði. Hann rétti úr sér, svo að hann stóð teinréttur, og svaraði á Delawaremáli. „Hann segir, að Delawaremál sé ekki bull,“ þýddi Del aftur. „Þegar Indíánar af ólíkum ættflokkum hittast, ræða þeir saman á Dela- vraremáli. Það er æðsta tungumálið. Hann segir, að hvíta fólkið tali líka Delawaremál," hélt Del áfram. „Hann segir, að við notum orðin tomahawk (öxi) og wigwam (tjald) Og Susquehanna og önnur orð úr Delawaremáli. Hann segir, að það sé ekki fátæklegt mál, heldur mjög auðugt. Það er hægt að segja eitt og hið sama á ótal vegu. Maður getur alltaf sagt nákvæmlega það, sem manni býr í brjósti. Hann segir, að á ensku sé hinn mikli andi hvítu mannanna kallaður guð. En Cuyloga faðir hans meðal Indíánanna, sagði honum, að það væri hægt að nefna guð með 20 nöfnum á Delaware- máli, og- engin tvö nöfn merkja nákvæmlega það sama.“ „Ég þoli þetta ekki!“ greip Wilsie frændi fram í. „Áttu við, að Cuyl- oga, þessi heiðingi, sem rændi Johnny og þykist vera faðir hans, tali um guð, áður en hann heldur af stað til þess að myrða kristna menn og kónur?“ Sanni Sonur reiddist aðdróttun- unum föður sinn, Indíánann. Skyndilega varð túlkurinn honum fjötur um fót. Hann tók að tala sjálfur við Wilsie frænda eftir beztu getu án allrar milligöngu. „Frændi, þú talar vera kristinn, en þið myrða Conestoga-Indíánana! “ Andlit Wilsie frænda varð eld- rautt af reiði. „Svo að þú varst að ljúga, þegar þú sagðist ekki geta talað ensku!“ „Ég ekki ljúga. Ég segja ekkert." „Nei, en þú reyndir samt að blekkja okkur, steinþagðir og lézt okkur trúa, að þú skildir ekki neitt. Það er alþekkt Indíánabragð, og það var þess vegna, að Conestoga- þorpararnir fengu að lokum mak- leg málagjöld. Þeir létust bara vera kristnir, svo að þeir gætu myrt hvítt fólk, án þess að þeir yrðu grun- aðir eða til þeirra næðist." „Þið höfðuð 40, 50 menn. Þið höfðuð hesta, hnífa, axir, riffla. Þið skjóta höfuðið af karlmönnunum. Þið drepa konurnar og börnin. Þið flá höfuðleður, þið brytja -sundur. Þið skera af hendur.“ Wilsie frændi gerði enga tilraun til þess að neita þessari ásökun. Þess í stað leit hann reiðilega til mágs síns. „Jæja ég vil nú samt ráðleggja þér að hafa gætur á hon- um, Harry. Haldi hann áfram að fjandskapast við ættingja sína og nágranna, kann það að verða honum skeinuhætt. Síðan leit hann aftur á Sannan Son. „Og ég skal segja þér dálítið annað. Það væri vissara, að vinir þínir meðal Indíánanna létu ekki sjá sig hér í nágrenninu. Þeir ættu alveg að sleppa því að heim-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.