Úrval - 01.05.1967, Side 37
NY TEGUND FÆÐU HANDA ....
35
Hitastigið þarf að vera nokkurnveg-
inn jaínt, 32 gráður C, og stöðugt
þarf að endurnýja loftið yfir akr-
inum. Þetta eru einhver hin beztu
ræktunarskilyrði fyrir torúlu.
Annað efni, sem torúlu líkar vel
að hafa, eru ofþroskaðir bananar, en
einnig aldin af palmýrupálma, eink-
um hið innsta í aldininu, fræhýði
af kaffijurt, sýróp úr plómum, fíkj-
um, rúsínum, eplum, perum, ferskj-
um og sítrónum. Ef komið væri upp
verksmiðju til íramleiðslu á geri við
hverja sykurplantekru, gæti afrakst-
urinn orðið fimm tonn af sykri og
2,5 af geri að auki, af hverri ekru
á ári.
Við eina af tilraunum þeim, sem
gerðar voru í Englandi, tókst að
rækta 240 pund af þurgeri á sólar-
hring. Hundrað flugmenn fengu úr
þessu kássur, stöppur, steikur og
mjólkurbúðinga. Enginn þeirra
fann að matnum. Seinna voru van-
nærð börn látin fá hið sama, og
þrifust þau vel.
Aðrar þjóðir fóru að dæmi Eng-
lendinga, og komu upp hjá sér slík-
um verksmiðjum í nýlendum sínum
í sambandi við ræktun jurta, sem
sykur er unninn úr. Á Trinidad var
horuðum holdsveikisjúklingum gefið
ger í matinn, og batnaði heilsa þeirra
stórum. Fangar í Nígeríu, sem þjáð-
ust af vítamínskorti, fengu ger í við-
bót við matarskammt sinn, ogviðþað
hresstust þeir fljótt. Innbornir menn
í Mið-Afríku, sem nærast á blóm-
um og blöðum jurta, fengu ger í
viðbót við þetta.
Þar sem hveiti og hafrar voru
aðalfæðan, var blandað geri í
hafragraut og brauð. En þar sem
menn nærast að mestu leyti á hrís-
grjónum, var þessu blandað í karrý
eða annað krydd.
í eggjahvítuefnum tórúlu er efni,
sem annars vantar að mestu leyti í
korntegundir, lýsin. Þetta er mikill
hollustuauki og þessvegna er ágætt
að blanda geri í brauð og grauta.
Mikið er af B 1 og B 2 í torúlu
(thiamin og rifboflavin) og níasín
(niaein).
Eitt er enn ótalið. Það má breyta
efnasamsetningu og efnainnihaldi
torúlu með því að breyta um rækt-
unaraðferðir. í geri er ekki jiema
6% fita. Þjóðverjar fundu á stríðs-
árunum, þegar mikill skortur var
á fitu, aðferð til að auka hana að
miklum mun hjá torúlu. Þeir létu
hana vaxa lengur en annars í eggja-
hvítuefnasnauðum jarðvegi og tókst
að koma fitumagninu upp í 25%.
Meðalneyzla á mann í Bandaríkj-
unum er 3000 hitaeiningar og af
þeim eru 500 úr eggjahvítuefnum,
en bærilega stæður Afríkubúi má
þykjast góður ef hann fær 2000 hita-
einingar á dag í fæðunni og af þeim
200 úr eggjahvítuefnum. Og fyrir
þetta geldur hann fjóra fimmtu af
sínum rýru tekjum. Fátæklingar í
Afríku, Suður- og Mið-Ameríku, og
í Austurlöndum, bæði hinum fjar-
lægari og nálægari, fá yfirleitt ekki
nóg af eggjahvítuefnum. Sjúkdóm-
ur, sem kallast kvasiorkor stafar af
þessum skorti í þessum löndum og
veldur dauða fjöldamargra barna
yngri en fimm ára.
Læknar við næringarefnarann-
sóknarstofnun Mið-Ameríku hafa
fundið ódýra næringarefnablöndu,
sem hefur inni að halda hæfilegt