Úrval - 01.05.1967, Side 37

Úrval - 01.05.1967, Side 37
NY TEGUND FÆÐU HANDA .... 35 Hitastigið þarf að vera nokkurnveg- inn jaínt, 32 gráður C, og stöðugt þarf að endurnýja loftið yfir akr- inum. Þetta eru einhver hin beztu ræktunarskilyrði fyrir torúlu. Annað efni, sem torúlu líkar vel að hafa, eru ofþroskaðir bananar, en einnig aldin af palmýrupálma, eink- um hið innsta í aldininu, fræhýði af kaffijurt, sýróp úr plómum, fíkj- um, rúsínum, eplum, perum, ferskj- um og sítrónum. Ef komið væri upp verksmiðju til íramleiðslu á geri við hverja sykurplantekru, gæti afrakst- urinn orðið fimm tonn af sykri og 2,5 af geri að auki, af hverri ekru á ári. Við eina af tilraunum þeim, sem gerðar voru í Englandi, tókst að rækta 240 pund af þurgeri á sólar- hring. Hundrað flugmenn fengu úr þessu kássur, stöppur, steikur og mjólkurbúðinga. Enginn þeirra fann að matnum. Seinna voru van- nærð börn látin fá hið sama, og þrifust þau vel. Aðrar þjóðir fóru að dæmi Eng- lendinga, og komu upp hjá sér slík- um verksmiðjum í nýlendum sínum í sambandi við ræktun jurta, sem sykur er unninn úr. Á Trinidad var horuðum holdsveikisjúklingum gefið ger í matinn, og batnaði heilsa þeirra stórum. Fangar í Nígeríu, sem þjáð- ust af vítamínskorti, fengu ger í við- bót við matarskammt sinn, ogviðþað hresstust þeir fljótt. Innbornir menn í Mið-Afríku, sem nærast á blóm- um og blöðum jurta, fengu ger í viðbót við þetta. Þar sem hveiti og hafrar voru aðalfæðan, var blandað geri í hafragraut og brauð. En þar sem menn nærast að mestu leyti á hrís- grjónum, var þessu blandað í karrý eða annað krydd. í eggjahvítuefnum tórúlu er efni, sem annars vantar að mestu leyti í korntegundir, lýsin. Þetta er mikill hollustuauki og þessvegna er ágætt að blanda geri í brauð og grauta. Mikið er af B 1 og B 2 í torúlu (thiamin og rifboflavin) og níasín (niaein). Eitt er enn ótalið. Það má breyta efnasamsetningu og efnainnihaldi torúlu með því að breyta um rækt- unaraðferðir. í geri er ekki jiema 6% fita. Þjóðverjar fundu á stríðs- árunum, þegar mikill skortur var á fitu, aðferð til að auka hana að miklum mun hjá torúlu. Þeir létu hana vaxa lengur en annars í eggja- hvítuefnasnauðum jarðvegi og tókst að koma fitumagninu upp í 25%. Meðalneyzla á mann í Bandaríkj- unum er 3000 hitaeiningar og af þeim eru 500 úr eggjahvítuefnum, en bærilega stæður Afríkubúi má þykjast góður ef hann fær 2000 hita- einingar á dag í fæðunni og af þeim 200 úr eggjahvítuefnum. Og fyrir þetta geldur hann fjóra fimmtu af sínum rýru tekjum. Fátæklingar í Afríku, Suður- og Mið-Ameríku, og í Austurlöndum, bæði hinum fjar- lægari og nálægari, fá yfirleitt ekki nóg af eggjahvítuefnum. Sjúkdóm- ur, sem kallast kvasiorkor stafar af þessum skorti í þessum löndum og veldur dauða fjöldamargra barna yngri en fimm ára. Læknar við næringarefnarann- sóknarstofnun Mið-Ameríku hafa fundið ódýra næringarefnablöndu, sem hefur inni að halda hæfilegt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.