Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 36

Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 36
34 ÚRVAL atar kjólermina þína alla út í lími,“ sagði ég. Ég leit enn einu sinni í bókina svona til öryggis. Bókin stakk upp á því, að maður endurstaðfesti eigin skilning á hinu raunverulega þrætu- efni og færi í huganum yfir rök- semdafærslur fyrir hverju atriði, sem maður ætlaði fram að færa. Mér fannst þetta ekki vera nægilega auðvelt fyrir byrj endur sem Maggie. Ég fletti nokkrum blaðsíðum. „En hvernig væri þá að finna hugsan- lega samstöðu og stinga upp á sátt- um í málinu?“ spurði ég. „Höfum við gert það?“ Hún sagði, að það hefðum við ekki gert upp á síðkast- ið. Mér fannst sem hún gerði ekki mikið til þess að standa sig í þessu rifrildi okkar. Mér fannst hún varla reyna nokkurn skapaðan hlut til þess. Ég lagði bókina frá mér og hallaði mér aftur á bak í stólnum. „Veiztu, hvað er að þessu rifrildi?" spurði ég. „Ég hef lesið bókina, en það hefur þú ekki gert. „Ég stend því miklu betur að vígi.“ Maggie sagði, að sér væri alveg sama. „Nei,“ svaraði ég, „þú getur lesið bókina í nótt, og annað kvöld ....“ „Hallaðu ekki stólnum þínum aft- ur á bak!“ hrópaði hún skyndilega. Hún stökk niður úr stiganum og dró stólinn minn burt frá veggnum. „Sko, þetta var ég einmitt hrædd um — sjáðu bara!“ Stólbakið hafði nuggað gat á blautt veggfóðrið. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði ég. „Þetta var ekki viljandi gert.“ „Þú gazt auðvitað ekki haft fyrir því að athuga, hvað þú varst að gera,‘ sagði hún. „Nú verð ég að taka alla lengjuna burt og líma nýja í staðinn. Og ég hélt, að ég væri næstum búin!“ Ég hafði ekki orðið var við það í öllu þessu rifrildi okk- ar, að hún hefði neinar tilfinningar, en nú fyrst fann ég vott um það. Mér fannst þetta mjög athyglisvert. „Maggie,“ sagði ég, „sú staðreynd, að þú blandar aukaatriðum í aðal- deiluefnið, fær mig til að halda, að þú viljir ekki horfast í augu við að- alvandamálið.“ „Nú er nóg komið!“ hrópaði hún. „Ég strita og þræla til þess að fegra svolítið umhverfi okkar ... og þá ... þú ...“ Hún hætti. Það gerði ég líka. Þetta virtist ekki vera rétti tíminn fyrir jákvætt rifrildi, sem byggi yfir einhverjum skapandi áhrifum. Bilið á milli okk- ar hafði breikkað . Það var ekki veggfóðrið eitt, sem átti þar sök að máli. Eftir þegjandalegan kvöldmat sagðist Maggie ætla í rúmið. Ég fór út að labba. Það var fagurt kvöld. Það minnti mig á þá góðu, gömlu daga, þegar við Maggie gengum úti saman langt fram á nótt, töluðum og töluðum, hlógum og héldumst í hendur. Venjulegast fundum við einhvern rólegan, grösugan stað. — Þetta virtist hafa gerzt fyrir löngu. Það var eins og okkur hefði verið pakk- að inn í pappír, eins og við værum að kafna í pappír. Við eyddum tíma okkar í að lesa það, sem stóð skrifað á pappír, fylla út pappírseyðublöð, líma pappír á veggi. Lífið ætti að hafa dýpri merkingu fyrir okkur en þetta. Ég stanzaði í blaðsöluskýlinu hans Als til þess að líta á bækurnar. A1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.