Úrval - 01.08.1970, Side 19

Úrval - 01.08.1970, Side 19
SEGID MÖNNUM YKKAR í MOSKVU 17 U tanríkisráöherrar Öxulveldanna, tengdasonur Mussolinis, Giano greifi, og Joachim von Ribbentrop. Myndin er tekin í Berlín 1939. ur sínar í íburðarmikilli höll frá tímum Bismarks, og mæla mér mót við Ribbentrop. Mér var tjáð að utanríkisráðherrann væri ekki í borginni. Þegar ég hringdi til fyrsta aðstoðarmanns hans, Ernst von Weizsacker barón, voru sömu svör gefin: aðstoðarráðherrann væri heldur ekki viðlátinn. Klukkustund- ir liðu og það tókst ekki að hafa uppi á neinum af æðstu mönnum ráðuneytisins. Þegar Wöhrmann — forstöðumaður stjórnardeildar ráðu- neytisins — mætti loks á hádegi endurtók hann aðeins að hvorki Ribbentrop né Weizsacker væri við- látinn. „Ég held að það sé mikilvæg ráð- stefna hjá Foringjanum. Þeir eru að líkindum allir þar núna,“ sagði Wöhrmann til útskýringar. ,,Ef er- indið er áríðandi, er bezt aS fela mér það og ég skal reyna að ná sambandi við ráðherrann.“ ,,Nei,“ svaraði ég, „sendiráðið hefur fyrirmæli um að hafa sam- band við ráðherrann sjálfan. Vildi Wöhrmann vera svo vingjarnlegur að láta Ribbentrop vita?“ Orðsendingin, sem hér var um að ræða, var vissulega ekki þess eðlis, að hægt væri að trúa lágt settum embættismanni fyrir henni. Þetta var krafa um að þýzka stjórnin gæfi skýringu á liðssafnaði við landa- mæri Ráðstjórnarríkjanna. Það var hringt til okkar frá Moskvu nokkrum sinnum um dag- inn til að reka á eftir okkur að koma orðsendingunni á framfæri, en hvað oft sem við hringdum í utanríkisráðuneytið, fengum við að- eins eitt og sama svarið: Ribben- trop væri fjarverandi og enginn vissi hvenær hans væri von aftur. Nei, þeir höfðu ekki einu sinni get- að látið hann vita af okkur. Það var ekki hægt að ná til hans. Um sjöleytið um kvöldið fóru allir samstarfsmenn mínir heim. Ég dvaldi eftir í sendiráðinu til að halda áfram að reyna að ná tali af Ribbentrop. Ég setti klukku á borð- ið og ákvað að hringja í Wilhelms- strasse nákvæmlega á hálftíma fresti. Út um opinn gluggann, sem vissi að Unter den Linden, mátti sjá fólkið, sem reikaði um undir ung- um linditrjánum líkt og hvern ann- an sunnudag. Stúlkur og konur voru í ljósum sumarklæðum, karl- mennirnir, sem flestir voru roskn- ir, klæddust látlausum, dökkum fötum með gamaldags sniði. Lög- reglumaður, með sinn ljóta hjálm r >> Höfundur þessarar frásagnar, Valen- tín Bjerezhkoff, starfaði 1 utanríkis- þjónustu Ráðstjórnarríkjanna á árun- um 1940—1945. Frá því í desember 1940 og f-ram að innrás þýzku nasista- herjanna í Ráðstjórnarríkin 22. júní 1941 var hann fyrsti sendiráðsritari við Ráðstjórnarsendiráðið í Berlín. Að stríðinu loknu sneri Valentín sér að blaðamennsku og er nú ritstjórnar- fulltrúi við alþjóðamálatímaritið ,,New Times“, sem gefið er út vikulega í Moskvu. V____________________________________J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.