Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 20

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 20
Í8 ÚRVAL á höfði, hallaði sér syfjulega upp að hliðstólpa sendiráðsins. Ég fékk ekki varizt þeirri hugs- un, að orðrómur sem á kreiki var í Berlín um að Þjóðverjar áformuðu að ráðast inn í Ráðstjórnarríkin ekki síðar en 22. júní, gæti að þessu sinni haft- við rök að styðjast. Það vakti líka tortryggni, að okkur skyldi hvorki takast að ná sam- bandi við Ribbentrop né fyrsta að- stoðarmann hans, því að venjan var sú, að væri ríkisráðherrann ekki í borginni, hafði Weizsácker alltaf verið reiðubúinn að taka á móti embættismönnum úr sendiráði Ráð- stjórnarríkjanna. Og um hvað var þessi mikilvægi fundur í bústað Hitlers, sem allir nasistaleiðtogarn- ir höfðu farið til? Þegar ég hringdi næst í utanríkis- ráðuneytið, gaf maðurinn, sem svar- aði, mér sama venjulega svarið kurteislegri röddu: „Mér hefur ekki tekizt að ná sam- bandi við ríkisráðherrann, en ég hef beiðni yðar í huga og reyni.. . “ Þegar ég lét þess getið, að ég yrði áð halda áfram að ónáða hann, þar sem erindi okkar væri áríð- andi, svaraði hann kurteislega, að hann mundi verða á vakt alla nótt- ina. Ég hringdi aftur og aftur, en án nokkurs betri árangurs. Skyndilega, klukkan 3 eftir mið- nætti (5 að Moskvutíma) — með öðrum orðum er 22. júní var þeg- ar runninn upp — hringdi síminn á skrifborði mínu. Ókunnugleg rödd gelti í eyra mér að ríkisráð- herrann Joachim von Ribbentrop óskaði eftir að hitta fulltrúa Ráð- stjórnarríkjanna í skrifstofu sinni í utanríkisráðuneytinu. Þessi ó- kunnuglega rödd og hið formlega orðalag á skilaboðunum voru ein út af fyrir sig slæmur fyrirboði, en ég kaus að láta sem þetta væri svar við beiðni okkar um viðræð- ur. „Mér er alveg ókunnugt um beiðni yðar“, svaraði röddin við hinn enda línunnar. „Mér hefur verið fyrir- skipað að tilkynna yður, að Ribb- entrop ríkisráðherra biðji fulltrúa Ráðstjórnarinnar að koma til fund- ar við hann nú þegar“. Það mundi taka dálítinn tíma, maldaði ég í móinn, að láta sendi- herrann vita og hafa bifreið til taks. „Bifreið ríkisráðherrans bíður nú þegar fyrir utan sendiráð Ráð- stjórnarinnar. Hann treystir því að fulltrúar Ráðstjórnarinnar komi tafarlaust". Fyrir utan sendiráðið beið okk- ar vissulega svartur Mercedes. Við stýrið sat bifreiðarstjóri í svörtum einkennisbúningi og með húfu með gylltu skyggni. Við hlið hans sat SS-foringi úr Totenkopf-herdeild- inni. Merki hennar —• hauskúpa og leggir — skreytti húfu hans. Hjá bifreiðinni beið okkar starfs- maður, úr skjaladeild rúðuneytis- ins, í viðhafnarklæðum. Er við nálguðumst opnaði hann hurðina upp á gátt af ýktri kurteisi. Sendi- herrann og ég (er fór með honum sem túlkur til þessa fundar) sett- umst í baksætið, skjalavörðurinn á samanlagða stólinn fyrir aftan bif- reiðarstjórann. Bifreiðin þaut af stað eftir auðum strætunum. Þeg- ar Brandenburgarhliðinu brá fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.