Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 20
Í8
ÚRVAL
á höfði, hallaði sér syfjulega upp
að hliðstólpa sendiráðsins.
Ég fékk ekki varizt þeirri hugs-
un, að orðrómur sem á kreiki var í
Berlín um að Þjóðverjar áformuðu
að ráðast inn í Ráðstjórnarríkin
ekki síðar en 22. júní, gæti að þessu
sinni haft- við rök að styðjast. Það
vakti líka tortryggni, að okkur
skyldi hvorki takast að ná sam-
bandi við Ribbentrop né fyrsta að-
stoðarmann hans, því að venjan var
sú, að væri ríkisráðherrann ekki í
borginni, hafði Weizsácker alltaf
verið reiðubúinn að taka á móti
embættismönnum úr sendiráði Ráð-
stjórnarríkjanna. Og um hvað var
þessi mikilvægi fundur í bústað
Hitlers, sem allir nasistaleiðtogarn-
ir höfðu farið til?
Þegar ég hringdi næst í utanríkis-
ráðuneytið, gaf maðurinn, sem svar-
aði, mér sama venjulega svarið
kurteislegri röddu:
„Mér hefur ekki tekizt að ná sam-
bandi við ríkisráðherrann, en ég
hef beiðni yðar í huga og reyni.. . “
Þegar ég lét þess getið, að ég
yrði áð halda áfram að ónáða hann,
þar sem erindi okkar væri áríð-
andi, svaraði hann kurteislega, að
hann mundi verða á vakt alla nótt-
ina. Ég hringdi aftur og aftur, en
án nokkurs betri árangurs.
Skyndilega, klukkan 3 eftir mið-
nætti (5 að Moskvutíma) — með
öðrum orðum er 22. júní var þeg-
ar runninn upp — hringdi síminn
á skrifborði mínu. Ókunnugleg
rödd gelti í eyra mér að ríkisráð-
herrann Joachim von Ribbentrop
óskaði eftir að hitta fulltrúa Ráð-
stjórnarríkjanna í skrifstofu sinni
í utanríkisráðuneytinu. Þessi ó-
kunnuglega rödd og hið formlega
orðalag á skilaboðunum voru ein
út af fyrir sig slæmur fyrirboði, en
ég kaus að láta sem þetta væri
svar við beiðni okkar um viðræð-
ur.
„Mér er alveg ókunnugt um beiðni
yðar“, svaraði röddin við hinn enda
línunnar. „Mér hefur verið fyrir-
skipað að tilkynna yður, að Ribb-
entrop ríkisráðherra biðji fulltrúa
Ráðstjórnarinnar að koma til fund-
ar við hann nú þegar“.
Það mundi taka dálítinn tíma,
maldaði ég í móinn, að láta sendi-
herrann vita og hafa bifreið til
taks.
„Bifreið ríkisráðherrans bíður nú
þegar fyrir utan sendiráð Ráð-
stjórnarinnar. Hann treystir því að
fulltrúar Ráðstjórnarinnar komi
tafarlaust".
Fyrir utan sendiráðið beið okk-
ar vissulega svartur Mercedes. Við
stýrið sat bifreiðarstjóri í svörtum
einkennisbúningi og með húfu með
gylltu skyggni. Við hlið hans sat
SS-foringi úr Totenkopf-herdeild-
inni. Merki hennar —• hauskúpa
og leggir — skreytti húfu hans.
Hjá bifreiðinni beið okkar starfs-
maður, úr skjaladeild rúðuneytis-
ins, í viðhafnarklæðum. Er við
nálguðumst opnaði hann hurðina
upp á gátt af ýktri kurteisi. Sendi-
herrann og ég (er fór með honum
sem túlkur til þessa fundar) sett-
umst í baksætið, skjalavörðurinn á
samanlagða stólinn fyrir aftan bif-
reiðarstjórann. Bifreiðin þaut af
stað eftir auðum strætunum. Þeg-
ar Brandenburgarhliðinu brá fyr-