Úrval - 01.08.1970, Side 36

Úrval - 01.08.1970, Side 36
34 ÚRVAL stórmerkilegt samtal við einn að- stoðarmann sinn í Fremontgistihús- inu, sem hlerunartækjum hafði ver- ið komið fyrir í. Tilefni umræðn- anna var það að ákveða upphæðir hinna ýmsu framlaga: 1000 dollar- ar til Alan Bible öldungadeildar- þingmanns, 500 dollarar til Walters S. Barings fulltrúadeildarþing- manns, 500 dollarar til borgarstjór- ans í Las Vegas, 500 dollarar til manns eins, er var í framboði sem aðstoðarfylkisstjóri Nevada, 300 dollarar til manns, sem var í fram- boði til löggjafarþings fylkisins, 300 dollarar til hreppstjóra eins, 200 dollarar til manns eins, er var í framboði sem friðardómari. Önnur spilavíti létu svipuð fram- lög af hendi rakna. Sagt er, að eitt gistihúsið hafi lagt 20.000 dollara í framboðsbaráttusjóð Grants Sawy- ers, sem þá var fylkisstjóri og tók síðan undir ákæru Howards Cann- ons öldungadeildarþingmanns á hendur Alríkislögreglunni fyrir „Gestapoaðferðir" hennar, er hún hleraði samtöl „fjárfleytingarmann- anna“ í hlerunartækjum sínum. Cannon hélt jafnvel á fund John- son forseta til þess að mótmæla hlerun þessari. Nýlega var hann spurður að því, hvort hann hefði fengið eða fengi framboðsframlög frá Levinson eða öðrum spilavíta- eigendum. Cannon svaraði því til, að hann myndi það nú ekki, en hefði verið „vonsvikinn", ef svo hefði ekki verið. „VÆNGJUÐ SKJÖL“ Lansky hefur augsýnilega banda- menn á mörgum stöðum. Þ. 24. apríl árið 1963 afhenti Alríkislög- reglan skrifstofu Roberts Kennedy dómsmálaráðherra mjög leynilega skýrslu um „fjárfleytingarmenn- ina“ í Las V.egas. Skýrsla þessi var grundvölluð á njósnum og eftirliti með hjálp rafeindatækja og bar það með sér, að um margra milljóna dollara þjófnað var að ræða. Menn Alríkislögreglunnar, sem voru að hlusta á hlerunartækin í Fremontgistihúsinu þ. 27. apríl, urðu alveg steinhissa, er þeir heyrðu, að þeir Levinson og De- vine voru í óða önn að lesa upp- hátt eina af skýrslum Alríkislög- reglunnar, síðu eftir síðu. Levin- son hrópaði allt í einu upp: „Al- máttugur, Niggy! Þeir vita jafnvel allt um hana Idu.“ Embættismönnum ríkisins hefur enn ekki tekizt að komast að því, hvernig skýrslan barst frá skrif- stofu Kennedy til „fjárfleytingar- mannanna" á minna en 3 sólar- hringum. En þetta var ekki í eina skiptið, sem slíkt gerðist. Þ. 23. ágúst árið 1963 gekk Ben Sigel- baum inn í hinar íburðarmiklu skrifstofur Alvins I. Malniks, lög- fræðings í Miami, en hann er einn af helztu „fjárflutnings- og fjár- festingarmönnum“ Lansky, enda treystir Lansky honum vel. „Með kærri kveðju," sagði hann og kast- aði skjali einu á skrifborð Malniks. „Þetta er frá dómsmálaráðuneyt- inu.“ Og skjalið var það sannarlega. Þar var um að ræða mjög leynilega skýrslu, sem skýrði frá nafni mik- ilvægs uppljóstrara, er veitti Alrík- islögreglunni upplýsingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.