Úrval - 01.08.1970, Page 66

Úrval - 01.08.1970, Page 66
64 URVAL að það er erfiðara að. fá ökuskírteini en leyfisbréf. í flestum fylkjum verða tilvonandi ökumenn að gang- ast undir augnpróf, skriflegt próf og ökupróf. Vissulega væri það til mik- illar hjálpar, ef fólk, sem ætlar að fara að ganga í hjónaband, yrði að taka augnpróf. Báðir aðilar ættu að verða að sanna það fyrir fullgildum embættismanni, að þeir hafi raun- verulega séð það, sem þeir þóttust sjá í fari hvors annars. Ég veit, að það yrði erfiðara að skipuleggja og framkvæma próf fyr- ir kærustupörin, er svaraði til öku- prófsins, þ.e. próf, þar sem tekið væri tillit til „umferðarástandsins“ á þessu sviði eins og á strætum og þjóðvegum. En það væri samt fram- kvæmanlegt. Það væri hægt að krefjast þess af kærustupari, að það byggi saman í eina viku í íbúð á fjórðu hæð í lyftulausu fjölbýlis- húsi ásamt fjórum börnum undir tíu ára aldri (og af þeim yrðu tvö að vera með kvef), og hvolpi, sem hef- ur ekki enn lært viðurteknar hrein- lætisvenjur. Já, svo yrði eldhús- vaskurinn líka að vera stíflaður. Þau mundu brátt sjá hlutina í nýju ljósi. í síðasta lagi yrði einnig að vera skriflegt próf. Sállæknar halda því fram, að aðalorsakir hjónabands- vandræða séu peningar, kynferðis- mál og ættingjar. En ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að það skipti ekki mestu mál, hvað fólk aðhefst á þessum aðalsviðum, heldur hvað það segir. Tilvonandi ökumenn verða að gefa til kynna, að þeir geri sér grein fyrir því, að það á aldrei að leggja bifreið fyrir framan vatns- hana brunaliðsins. Eins ættu kær- ustupör að verða að sýna það, að þau geri sér grein fyrir því, að mað- ur má aldrei spyrja slíkra spurn- inga: „Hvernig komstu í gegnum gagnfræðaskóla án þess að læra að leggja saman?“ eða „Er þetta lamba- kjötið, sem borið var á borð fyrir þrem kvöldum?" Ég viðurkenni, að ég þekki ekki hverja einustu óheppilega athuga- semd, sem hægt er að gera í hjóna- bandi (þótt maðurinn minn mundi draga slíkt í efa), en ég þekki sum- ar þeirra. Og ég hef samið svolítið krossapróf til þess að tína þá úr, sem eru óhæfir til hjónabands. Hér er í rauninni aðeins um uppkast að ræða enn sem komið er, og því hef ég gert þetta dálítið auðveldara með því að hafa rétta svarið síðast í öll- um tilfellum. FYRIR KARLMENN: Hvert er rétta svarið, þegar elsku eiginkonan gerir eftirfarandi at- hugasemd (Merktu aðeins við eitt svar): Eg þykist vita, að þú óskir þess að ég vœri eins dugleg aö matreiða og Emmy? a) Já, þó að þú kæmist ekki nema í hálfkvisti við hana. b) Ég er viss um, að þú værir eins dugleg að matreiða og Emmy, ef þú gæfir þér jafngóðan tíma til þess og hún. c) O, ég yrði sjálfsagt hálfleiður á öllum þessum þunga og kryddaða mat dag eftir dag. Og þeir segja, að Bill sé búinn að fá lifraveiki. Elskarðu mig eins mikið núna og daginn, sem við giftumst? a) Jamm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.