Úrval - 01.08.1970, Page 76

Úrval - 01.08.1970, Page 76
74 ÚRVAL aðrii- enn hærri, sem Corelli þeytti frá sér með jafnvel enn meiri fítons- krafti. Hann hnipraði sig saman í keng og engdist líkt og af kvölum, er hann hélt áfram að syngja. Hiarta hans hamaðist svo æðislega, að hann byrjaði að svima. Og hann greip í harmoníið sér til stuðnings. Hann lauk söng sínum á hinum erfiðu pi- anissimotónum, sem áttu að gefa til kynna, að rödd hans væri að deyja út. í fiarska. Svo hneig hann ofan á hlióðfærið. Það kvað tafarlaust við öskur frá áheyrendum. En samt gafst þeim ekki tækifæri til þess að verða vitni að því stórkostlegasta, sem fyrir augu bar á þessari sýn- ingu. Þeir sáu ekki Corelli þessa stundina, þar sem hann lá fram á harmoníið, vaggaði höfðinu fram og aftur og greip andann á lofti eins og marabonhlaupari, sem er að falla í yfirlið. Þetta var ekki eintómur leikara- skapur. Corelli hafði reynt of mikið á sig, og hann vissi það. Hann reis hægt udd frá hlíóðfærinu og skiögr- aði út. Hann tautaði: „Sostenuto. Sosten-u-u-u-to“. er hann gekk þunelega niður stigann. Og um leið urraði hann. Og þetta urr hans hliómaði sem sjálfsásökun. Nokkrir aðrir söngvarar, sem biðu þess að fá rnerki um að fara inn á leiksviðið, heilsuðu honum með geysilegri hrifningu, er hann nálgaðist þá. ..Bravo, Franco!“ sögðu þeir ..Magnifico! (stórfenglegtV' „Þér gekk vel!“ Hann stundi við og gekk þunglamalega til búningsherbergis sins. Hann hagaði sér eins og á hann hefði dunið hríð skemmdra tómata en ekki æðisgengið lófaklapp. Hann skellti hurðinni á eftir sér. Síðar minntist hann þess, að honum leið „ömurlega“ þá stundina. Hann þurfti að bíða 20 mínútur eftir því að koma næst inn á leiksviðið. NÁTTÚRUAFL Cavalleria Rusticana er stutt, en ólgandi ópera um laglegan og mik- illátan, ungan Sikileying, Turiddu að nafni, sem á vingott við nokkrar af fegurðardísum staðarins og bíð- ur síðan bana í hnífabardaga við eiginmann einnar þeirrar. Corelli geðjaðist að Turiddu. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. Corelli ólst líka upp í ítölskum smábæ. Hann var sonur skipaverkfræðings. Hann hafði engan sérstakan áhuga á tónlist í fyrstu. Hann var á fyrsta ári í verkfræði við Bolognaháskóla, þegar einn vinur hans lét skrá nafn hans í söngkeppni „upp á grín“. En hið furðulega gerðist! Hann sigraði! Og þá hætti hann í háskólanum og fór að læra að syngja. Og enn furðu- legi-a var það, að söngkennslan hafði þau áhrif á hann, að hann missti röddina. Eftir það kenndi Corelli sér sjálf- ur. Hann hlustaði tímunum saman á plötur Caruso og annarra mikilla tenórsöngvara. Sumir tónlistargagn- rýnendur kunna kannske að halda því fram, að Corelli sé ekki full- kominn „tónlistarmaður“ í söng sín- um. En slíkt hefur ekki mesta þýð- ingu, hvað flesta óperusöngvara snertir, því að ópera er fyrst og fremst lífsreynsla, sem aðeins er hægt að öðlast. með því að „hlusta". Það er leikræn lífsreynsla. Að fara í óperuna er svipað og að fara út
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.