Úrval - 01.08.1970, Side 77

Úrval - 01.08.1970, Side 77
TENÓRSNILLINGUR VER TITIL SINN 75 í fellibyl. Maður ætti að búast við því, að á mann yrði ráðist af ofsa- fen.gnu og óstýrilátu náttúruafli. Og þetta er einmitt kjarni þeirrar lífs- reynslu að hlusta á Franco Corelli. GLTTRANDI LÆKKAÐUR A-TÓNN Levine barði aftur að dyrum bún- ingsherbergis Corelli. ,.Fran-co? Tilbúinn, Fran-co?“ Corelli kom út. Hann hélt á pappamáli og fékk sér öðru hveriu sopa úr því. í því var tedrykkurinn góði, blandaður hun- angi að einum þriðia. Nokkrum mínútum síðar geystist hann fram á sviðið til þess að syngja í sínu mikla söngatriði með mezzosópran- söngkonunni Grace Bumbry og alt- söngkonunni Neddu Casei. Honum var þetta iafnauðvelt og að drekka vatn. Tónlistin var óbrotin, mjög Róðræn og gædd miklum krafti á algerlega óþvingaðan hátt. Corelli virtist ekkert hafa fyrir söng sínum og náði stórkostlegum áhrifum. í lok samsöngs þeirra ætlaði allt um koll að keyra af hrifningu. I lok óperunnar kemur svo hin stórkostlega lokaaría, „Addio alla madre“, en í henni kveður Turiddu móður sína, rétt áður en hann fer burt til þess að heyja sitt örlagaríka einvígi. Corelli „læddist“ ekki var- lega að aríunni. Hann geystist að henni. Fyrsta hróp hans: „Mama!“ hbómaði sem hliómur kirkjuklukku. En samt var tónninn æsandi, vegna þess að í honum mátti greina kvíða- blæ. S'ðan skýrir Huriddu mömmu Luciu frá því, að hann búist ekki við því að snúa aftur, og biður hana um að verða stúlkunni, er gengur með barn hans, sem hin „bezta móðir“. Corelli beitti röddinni af stórkost- legustu list í þessu atriði. Hann lét hana gráta og stynja, en inni á milli streymdu fram glóandi, gylltir tón- ar í A, lækkuðu A og lækkuðu H. Þetta voru neyðaróp særðs dýrs, alls ekki ljósvakakennd og upphafinn, heldur þrungin lífsorku og angandi af hvítlauk. Síðasti tónninn, vfir- þyrmandi lækkað A, sveif um óperuhúsið eins og stór fugl, er sleppt hafði verið lausum fram af leiksviðsbrúninni. Nú urðu áheyrendur algerlega óð- ir. Raddir, sem titruðu af tilfinningu, hrópuðu í sífellu: „Bra-a-a-vo!“ Og þá mátti heyra hróp, óp og blístur. Corelli virtist líka næstum óður, er hann kom þrammandi af leiksvið- inu. Aðstoðarleiksviðsstjóri ýtti honum aftur fram á sviðið til þess að taka við fagnaðarlátum áheyr- enda. Hann varð að fara sex sinnum fram á leiksviðið. Hverju sinni jókst lófaklappið stöðugt og endaði með hrópum. Smám saman tók breitt, geislandi bros að breiðast út um andlit Corelli. Og hann var orðinn ofsaglaður, þegar honum var loks sleppt af leiksviðinu. Áreynslan síðasta klukkutímann og tuttugu mínútur í viðbót hafði gert það að verkum, að hann hafði létzt um næstum þrjú pund. Hann var nú örmagna bæði líkamlega og tilfinningalega. Hann mundi þurfa 10—12 t.íma svefn í nokkrar nætur til þess að jafna sig. En þegar hann þrammaði nú aftur til búningsher- bergis síns, var hann aftur farinn að spyria sjálfan sig: ..Heldurðu, að þú getir sungið aftur?“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.