Úrval - 01.08.1970, Page 79

Úrval - 01.08.1970, Page 79
EÐALSTEINAR OG SAGNIR UM ÞÁ 77 Demantar hafa löngum töfrað mennina vegna fegurðar sinnar og verðgildis og þeir voru snemma taldir búa yfir töframætti. Þeirra er getið í Biblíunni, en fyrstir munu Grikkir hafa eignað þeim töframátt. Á sjöundu öld fyrir Krist gerðu þeir sér kerfi, sem tengdi gimsteina stjörnumerkjunum og tóku að nota þá sem verndargripi. Varð þá sú gimsteinategund bezt fallin til verndar, sem tengd var stjörnu- merki fæðingarmánaðar mannsins. Demantar tilheyrðu hrútsmerkinu og þeir, sem áttu fæðingardag und- ir því merki, áttu að vera ákaf- lyndir, hugdjarfir, einþykkir, haldn- ir ævintýraþrá og stundum ógætn- ir. Demantur veitir sakleysi, hrein- leika, þrek og hjúskapartryggð, er vörn gegn göldrum, martröð og flestum illum öflum, en þeir missa kraft sinn ef sá, sem ber þá er drukkinn, og verða bölvaldar séu þeir teknir með valdi eða á óheið- arlegan hátt. Eigi þeir að koma að fullu gagni verða þeir að vera gjöf, sem aldrei er skipt á eða lánuð og ekki vekur ágirnd. Stærsti demantur, sem vitað er um, er Cullinan-demanturinn, sem fannst í Suður-Afríku 1905 og veg- ur 3032 karöt, eða þrisvar sinnum meira en hinn frægi Koh-i-nooor demantur, sem fannst í Indlandi og nú er í einni af kórónum Breta- drottningar. Sumir telja hann feg- urstan allra demanta. Það var Austur-Indía-félagið, sem færði Viktoríu drottningu hann að gjöf 1850. Stórir demantar finnast sjaldan og megnið af öllum demöntum, sem úr námunum koma, eru notaðir til iðnaðar. Þeir stærstu finnast að jafnaði næst yfirborði jarðar, en smækka eftir því sem neðar dreg- ur. Það var t. d. námustjóri, sem gróf Cullinan-demantinn upp með vasahnífnum sínum. Á dögum Elísabetar I. Breta- drottningar komst það í tízku að sauma gimsteina á fatnað. Sagt er að hertogi einn hafi mætt í brúð- kaupi Karls I. Bretakonungs í föt- um, sem alsett voru dýrum stein- um og þá notuðu karlmenn bæði eyrnalokka og margs konar aðra skartgripi. Einn brezkur sendiherra í Madrid fékk alltaf demantsháls- festi. konu sinnar að láni við hátíð- leg tækifæri til að hafa fyrir hatt- band. í lok sautjándu aldar tóku karlmennirnir að fækka skartgrip- um sínum, létu sér nægja að hafa demantshnappa á fötunum. En kon- urnar héldu áfram að hlaða á sig skartinu og karlmennirnir að hlaða því á þær. Nú lesum við í blöðum, að af kvikmyndaleikkonum og auð- mannafrúm sé stolið skartgripum fyrir fleiri milljónir króna og blaða- menn gera sér mat úr því, hvort stærri séu gimsteinarnir, sem Ric- hard Burton gefur Elisabet Taylor eða þeir, sem Onassis gefur Jaque- line sinni og virðist hvorug neitt feimin við að auglýsa ríkidæmi sitt sem rækilegast. Flestum finnst, að þegar svo er komið, séu skartgrip- irnir naumast lengur prýði, heldur auglýsing. í konungsættum og gömlum aðalsættum hafa víða safn- azt saman ógrynni af skartgripum, margir þeirra hafa verið gjafir milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.