Úrval - 01.08.1970, Side 82

Úrval - 01.08.1970, Side 82
80 demant eða blár. Er aðallega frá Thailandi. Vel fer á að slípa á þá marga fleti, því að endurkast ljóss er mikið í þeim. Nú skulum við láta eins og við eigum úrval af alls konar skart- gripum og sjá hvað sérfræðingarn- ir ségja um viðhald þeirra. Þeir segja reyndar, að sumar konur, sem ekki þoli að sjá fis á fatnaði sínum, láti sápufitu og önnur óhreinindi setjast á hringana sína og skilji svo ekkert í því hvers vegna steinarnir í þeim glansi ekki lengur. En ef við skyldum nú enn ekki vera bún- ar að eignast demantana, þá fáum við það ráð, að þá skuli velja við norðanbirtu, eins og málverk, og yfir hvítum grunni. Menn skyldu hyggja vel að tærleika steinanna, hve mörg karöt þeir vega og hvern- ig þeir eru slípaðir. Síðan á að geyma munina í sérstöku skart- gripaskríni, og helzt vefja hvert stykki fyrir sig í flauel eða þvotta- skinn. Raf þarf að verja vel, það risp- ast. Ef það er óhreint á að þvo það gætilega í plastskál og þerra með mjúku. — Skartgripi úr gerviefn- um á að þvo úr volgu sápuvatni og nota mjúkan tannbursta til að ná úr krotuðum umgjörðum. Demantar missa ljóma sinn, ef þeir óhreinkast. Notið mjúkan bursta og burstið úr vínanda, skol- ið í heitu vatni. Smaragffa á að hreinsa eins og demanta, en munið að þeir eru brothættir og farið varlega með þá. Gullskart: Ef armböndin setja dökkt far á handlegginn, þá þarf ÚRVAL að þvo þau úr heitu vatni með svo- litlu af salmíaki út í. Perlur má aldrei láta í vatn, en nudda þær með þvottaskinni. Lát- ið perlur aldrei nærri ilmvatni eða hárlakki. Silfur, sem fer að dökkna, er bezt að fægja úr góðum silfurfægilög og lakka síðan með litlausu nagla- lakka, þynntu með amylacatate, er fæst í lyfjabúðum. Eðalsteinar búa yfir mikilli feg- urð í sjálfum sér og það er gaman að reyna að fræðast um þá, sem önnur náttúrunnar fyrirbæri. í Náttúrugripasafninu í Reykjavík er dálítið steinasafn, sem fróðlegt er að skoða og þar má sjá suma stein- ana bæði óunna og slípaða. Sífellt fjölgar þeim, sem safna íslenzkum stenum. Við getum sem bezt sameinað það að hneykslast á þeim, sem verja milljóna tugum til að kaupa skart- gripi, sem síðan verður að passa fyrir þjófum með alls konar til- færingum og aðeins sýndir utan á einhverjum kvenmanni nokkrum sinnum á ári, — og skemmta okk- ur við að horfa á skartgripi, sem unnir eru af hagleik og smekkvísi, svo að hvað hæfi öðru, hið fagra efni, sem náttúran leggur til og hugvit og kunnáttu verkmannsins. Ef við eignumst sjálfar fallegt kvensilfur, þá skulum við fara vel með það, bera það af smekkvísi og láta það gegna þessu dularfulla hlutverki, að styrkja sjálfsvirðingu okkar, jafnt þótt það sé ekki allt „gyllt um kring og gimsteinar víða, glóuðu laufin við“, eins og stendur í rímunni. S. Th.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.