Úrval - 01.08.1970, Síða 100

Úrval - 01.08.1970, Síða 100
98 TJRVAL að vinna hér, og ég skal halda á- fram að skýra ykkur frá öllu því, er snertir njósnastarf mitt hérna. En ég mun ekki skýra ykkur frá þjálfun minni né neinu um kenn- ara mína eða starfsfélaga né nein önnur leyndarmál, sem ég komst að í Sovétríkjunum“. „Þetta er ekki ósanngjarnt", sagði Don. „Auðvitað langar okkur til þess að komast að ýmsu. En við munum ekki reyna að þvinga þig í því efni. Ég hugsa, að þú munir samt fyrr eða síðar skýra okkur frá því öllu sjálfviljugur. Láttu þá Jack eða Steve bara vita, þegar þú ert tilbúinn til þess. Þeir munu sjá um þig framvegis“. SKILABOÐ FRÁ MOSKVU. Tuomi sneri aftur í langferðabíl til New York algerlega einn síns liðs. Hann fékk sér herbergi á Hotel Seville. Síðdegis daginn eftir hélt hann til fundar við þá Jack og Steve á Statler Hilton-hótelinu. Hann eyddi næstum tveim tímum í að skipta um neðanjarðarlestir, strætisvagna og leigubíla hvað eftir annað til þess að fyrirbyggja, að honum yrði veitt eftirför. Og svo skauzt hann inn í gistihúsið, svo að lítið bar á. Þeir settust niður við að semja varlega orðað bréf til Miðstöðvarinnar í Moskvu, þar sem henni var tilkynnt, að kynnisferð Tuomi um Miðvesturríkin hefði heppnazt vel, án þess að nokkuð óvænt hefði komið fyrir. Jack sendi orðsendingu þessa til aðalstöðva al- ríkislögreglunnar í Washington og innan klukkustundar var hringt þaðan og tilkynnt, að orðsendingin hefði verið samþykkt. Tuomi skrif- aði nú orðsendinguna með ósýni- legu bleki. Meðan hann var að því, tók hann eftir því, að þeir fylgdust báðir gaumgæfilega með sérhverri hreyfingu handar hans. Og hann gerði sér grein fyrir ástæðunni. „Ég setti ekki neitt leynimerki í bréfið, ef það er það, sem þið hafið svo miklar áhyggjur af“, sagðihann, um leið og hann lauk við að skrifa orðsendinguna. „Kaarlo, við höfum einmitt ver- ið að bíða eftir því, að þú minntist á þetta", sagði Steve. „Ákváðuð þið nokkurt merki ykkar í milli, sem þú áttir að nota, ef upp um þig kæmist“? „Nei“, svaraði Tuomi, „og ég skil í rauninni ekki, hvers vegna slíkt var ekki gert. Ég hefði getað skýrt þeim frá þessu öllu saman með því einu að sleppa einni kommu úr orð- sendingunnij. Það hefði nægt, ef slíkt merki hefði verið ákveðið fyr- ir fram“. Tuomi ritaði nafn skrifstofu einn- ar í Helsinki utan á umslagið og afhenti Jack það síðan. En hann fékk Tuomi það aftur. „Ætlið þið að trúa mér fyrir að koma því á- leiðis"? spurði Tuomi. „Héðan í frá verðum við að treysta hver öðrum. Við eigum ekki ann- ars úrkosta". Næstu vikurnar fór þunglyndi og ótti Tuomi vaxandi dag frá degi. Hann gat ekki séð neina aðra und- ankomuleið en þá, sem hann hafði valið, þ.e. samvinnu við bandarísku alríkislögregluna. En samt fann hann til sektar og smánar vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.