Úrval - 01.08.1970, Qupperneq 114

Úrval - 01.08.1970, Qupperneq 114
112 TJRVAL kæmu honum í kunningsskap við starfsfélaga sína eða vini, sem unnt mundi reynast að fá til samstarfs með einhverjum ráðum. En allir slíkir möguleikar voru tengdir ráðagerðum um fram- kvæmdir síðar meir, ef til vill ekki fyrr en alllöngu síðar. Menn Alrík- islögreglunnar gerðu sér grein fyr- ir því, að það væri nauðsynlegt fyr- ir Tuomi að verða sem fyrst við kröfum Miðstöðvarinnar um tafar- lausar, óyggjandi upplýsingar. Því ákváðu þeir að útvega honum sam- band við bandarískan aðila, sem Tuomi átti síðan að fá „tilbúnar“ upplýsingar frá. Þeir völdu em^- bættismann einn, sem sá um út- skipun hergagna í skip í New York og Philadelphiu. Honum var gefið dulnefnið „Frank“. Hið eina, sem hann vissi um mál þetta, var, að hann hafði verið beðinn um að leysa af hendi nauðsynlegt starf fyr- ir Alríkislögregluna. Þeir Tuomi og Jack eyddu tveim heilum dögum með honum. Tuomi lagði á minnið ýmsar upplýsingar um líf og starf „Franks“ og sendi þær svo til Moskvu. Upplýsingar þær, sem menn Alríkislögreglunnar fengu frá Frank og létu Tuomi síðan senda til Moskvu, voru réttar og óyggj- andi. Þeir áttu ekki annarra kosta völ en að ljóstra upp nokkrum minni háttar leyndarmálum í von um að komast fyrr eða síðar að fleiri og stærri leyndarmálum. SKYNDILEYNIFUNDUR. Fyrsta verk Tuomi, þegar hann kom heim frá vinnu þann 18. sept- ember árið 1962, var að fara í gegn- um póstinn, sem honum hafði bor- izt. Þar voru ósköp venjulegir aug- lýsingapésar, íþróttatímarit og bréf frá vini, sem hann hafði eignazt hjá Tiffany. Þar var líka óvenjulega stórt umslag, sem hafði verið sett í póst í New York. Það var ekkert að sjá á umslaginu, er gæfi til kynna, hver væri sendandinn. Um- slagið hafði að geyma tvö sett af „sniðum“ fyrir smáborð, sem leggja mátti saman, og bakka, er því skyldi fylgja. Brotið var upp á vinstra horn „sniðanna" að neðan, en það var ákveðið merki um, að það væri leyniskrift á bakhliðinni á blöðun- um. Steve blístraði til að gefa til kynna, hversu undrandi hann varð, þegar leyniorðsendingin var ráðin í leyniíbúð Alríkislögreglunnar. Þar var um að ræða fyrirskipun, og var hún mjög ýtarleg og hverju smáatriði lýst vel og vandlega, en slíkt er einkenni sovézkrar njósna- starfsemi. Innihald þessarar orð- sendingar var algerlega óvænt: „Við tilkynnum hérmeð, hvernig aðstæður skuli vera, er fundum ber saman. Tími: Sunnudaginn 23. sept- ember klukkan 0900. Staður: Bakki Hudsonsárinnar gegnt Greystone- járnbrautarstöðinni í Westchester- hrepp. Aktu til norðurhluta borg- arinnar Yonkers og hafðu með þér veiðistengur, rauðlita plastfötu og veiðileyfi. Aktu svo eftir Warburt- onbreiðgötu allt til Greystonejárn- brautarstöðvarinnar og skildu bíl- inn þinn eftir á bílastæðinu. Farðu á gangbrúnni yfir teinana og það- an í áttina til árinnar. Gakktu svo eftir bakkanum að símastaur, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.