Úrval - 01.08.1970, Side 121

Úrval - 01.08.1970, Side 121
NJÓSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 119 ar aðstæður frá mjög sérstæðum sjónarhól, eftir því sem samskipti hans og bandarísku rannsóknarlög- reglumannanna urðu nánari. Hann hafði þannig aðstöðu, að hann gat virt fyrir sér Sovétríkin með aug- um rússnesks leyniþjónustumanns og Bandaríkin með augum manns, er starfaði með bandarísku Al- ríkislögreglunni. Með sjálfum sér fór hann að bera saman þessi tvö þjóðfélög, sem getið höfðu af sér KGB (rússnesku njósna- og leyni- þíónustuna) og FBI (bandarísku al- ríkisrannsóknarlögregluna). Hann gerði samanburð á aðstöðu til njósna í Bandaríkjunum, semvar blátt áfram fáránlega auðveld. En hins vegar var aðstaðan til njósna í Sovétrikjunum, sem var svo erfið, að nmsnir voru næstum því ófram- kvæmanlegar þar. f Bandaríkjun- um gat hvorki hin almenna lög- regla né Alríkislögreglan ráðið því og haft eftirlit með því, hvar fólk bió, vann eða ferðaðist. í Sovét- ríkiunum gat enginn búið, unnið né ferðazt. nokkurs staðar án sam- þykkis KGB. Fyrst eftir að Tuomi kom til Bandaríkjanna, hafði hann fylgzt af athygli með lagaflækjum þeim, sem hinn dæmdi nauðgari Caryl Chess- man beitti til þess að fresta af- tökunni í gasklefanum. Og Tuomi hafði fyllzt gremju. En smám sam- an breyttist fyrirlitning hans í lotn- ingarfulla virðingu. Hann dró þá ályktun af máli þessu, að hið banda- ríska réttarfarskerfi væri í raun og veru ekki síður til þess að vernda hina saklausu en til þess að hegna hinum seku. Hann minntist þess eina réttarhalds, sem hann hafði orðið vitni að í Sovétríkjunum: Einn af liðsforingjum KGB, sem drepið hafði prófessor nokkurn, var sýkn- aður, og saklaus vörubílstjóri var dæmdur sekur fyrir þennan glæp. Minning þessi vakti með honum nið- urbyrgða gremju, sem hann hafði aldrei viðurkennt fyrr. Alla sína ævi í Sovétríkjunum hafði Tuomi tekið hinum kommún- isku loforðum um frelsi og góð lífs- skilyrði í framtíðinni sem góða og gilda vöru. Hann hafði trúað því, að skyndihandtökur þær, hreins- anir og fjöldadráp, sem KGB stóð að, væru ógeðfelldar en samt nauð- synlegar aðfarir, sem þjónuðu göf- ugum tilgangi. En raunveruleiki nú- tímalífs í Bandaríkjunum, sem hann varð að horfast í augu við og við- urkenna, hafði eytt þessum ímynd- unum. Hér fyrir fundust raunveru- lega nú þegar þau mannréttindi og tækifæri og það einstaklingsfrelsi, sem var algerlega óhugsanlegt í Sovétríkjunum. Fyrir flesta Banda- ríkjamenn var frelsi frá ótta og skorti ekki nein hugmyndafræðileg kenning heldur raunveruleikinn sjálfur. Tuomi sá ekki þau „sáð- korn sjálfseyðingarinnar" í kröfu- hrópum og ólgandi óróa bandarísks þjóðfélags, sem marxisminn eign- aði því. Nú fannst honum björgun mannkynsins vera komin undir lýð- ræðislegri þróun. Hann fann alls ekki til trúarof- stækis þess manns, sem hefur skyndilega tekið nýja trú, né var hann heldur haldinn kreddutrú hins trúaða, sem tekið hefur trú sína að erfðum án þess að íhuga hana nán-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.