Úrval - 01.08.1970, Side 122

Úrval - 01.08.1970, Side 122
120 ÚRVAL ar. En sannfæring hans og skoð- anir höfðu aftur á móti öðlazt sér- stakan styrk, vegna þess að hann hafði orðið að öðlazt þessa sann- færingu og mynda sér þessar skoð- anir hægt og hægt og með því að draga sínar eigin ályktanir af stað- reyndunum. Og slíkt hafði verið sársaukafullt. Hann fann stolt og innri frið gagntaka sig, er hann tók upp símataltækið til þess að hringja í Jack. „Mannstu, að ég sagði þér, að það væri svo margt, sem ég vildi ekki skýra þér frá, þegar við hitt- umst í veiðikofanum11? spurði Tu- omi Jack. „Jæja, nú er ég reiðu- búinn til að skýra frá því öllu“. „Kaarlo, þú hefur verið reiðúbú- inn í langan tíma,“ svaraði Jack. „En við álitum, að það reyndist bezt að bíða, þangað til þú gerðir þér grein fyrir því sjálfur. Við hitt- um þig í levniíbúðinni klukkan sjö annað kvöld." „ÓGILTU ALLAR ÁÆTLANIR!“ í janúar fór Tuomi að búa sig undir „leyfisferð" til Moskvu, eins og Galkin hafði mælt fyrir um. Miðstöðin sendi honum falsað bandarískt vegabréf og falsað fæð- ingarvottorð ásamt fyrirmælum um að senda Miðstöðinni áætlun, er gerði honum fært að leggja af stað í maí eða júní. Pakkinn, sem Mið- stöðin sendi honum, hafði einnig að geyma fyrirmæli um að komast að því, hvort til væru nokkrar flugskevtastöðvar í Swanton í Ver- montfylki eða nálægt Elizabeth- town í New Yorkfylki. Alríkislögreglan beitti áhrifum sínum hjá Burbank, sem Tuomi vann hjá. Og brátt gat Tuomi til- kynnt Miðstöðinni, að sér hefði tek- izt að fá leyfi frá því í júní þangað til í lok september. Hann sagðist hafa útskýrt það fyrir vinnuveit- anda sínum, að hann langaði óskap- lega til þess að eyða nokkrum mán- uðum í Finnlandi og leita þar uppi „týnda“ ættingja foreldra sinna. Sendiför hans til Vermontfylkis og norðurhluta New Yorkfylkis síð- ari hluta aprílmánaðar var sann- kölluð skemmtiferð. Svo auðveld var hún. Báðar stöðvarnar voíru staðsettar á þeim stöðum, sem Rúss- ar höfðu bent á. * Það var svo auð- velt fyrir Tuomi að finna þær og staðsetja nákvæmlega á kortinu, að hann hafði í raun og veru tíma til þess að „lifa sig inn í“ hlutverk sitt sem veiðimaður ásamt þeim Jack og Steve, er voru fylgdarmenn hans. Fyrsta kvöldið steiktu þeir nýveiddan silung yfir opnum eldi við tæran læk norður í Vermont- fylki. Næsta kvöld tróðu þeir sig út á pylsum og pönnukökum á hinni árlegu hlynsykurhátíð í Elizabeth- town. Tuomi var endurnærður og rólegur, þegar hann ók af stað heim til New Yorkborgar. En þegar þang- að kom, beið hans alveg furðuleg orðsending frá Miðstöðinni í einum af felustöðunum. „Með ábyrgðarlausum og heim- ildarlausum verknaði þínum hefur þú stofnað öryggi þínu í hættu og iafnframt ætlunarverki þínu.“ —• Þannig hófst orðsendingin. „Þér var * Þær hafa síðan báðar verið lagðar niður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.